Veðurspár- vídeó

Veðurþáttaspáin á vedur.is virkar vel. Ég tók saman tvenn örstutt myndbönd hér til hægri um það hvernig næstu dagar líta út varðandi hita og úrkomu. Hlýindin eru augljós, en gaman er líka að sjá hvort úrkomuflekkurinn færist yfir eins og spáð er, eða hvort hitaskúrir á hverjum stað verða í líkingu við tölvuspána. Að vísu kemur vídeóið smærra út, en prófið að renna síðan yfir stikuna á vefnum.

Þessar veðurþáttaspár reynast mér vel þegar farið er til fjalla. T.d. sýndu þær Eyjafjallajökul eitt sinn bjartan norðaustanmegin en úrkomu suðvestanmegin. Við sáum þetta síðan gerast og völdum björtu leiðina.


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband