Engir samningar um loftslagsmál

Nýliðinn fundur G8 ríkjanna sýnir stöðuna í loftslagsmálum nokkuð nákvæmlega. G8 fundur grín GettyÁkveðnar fylkingar hafa myndast, aðallega G8 og G5, sem sýna þá viðskiptatogstreitu sem þessi mál hafa skapað. Leiðtogar þjóðanna nota prósentu- og orðaleik sem friðar kjósendur í hverju landi og tryggir viðskiptahagsmuni og hagvöxt þjóða þeirra.  

Vaxtarríkin G5, sérstaklega Indland og Kína, vilja óhefta getu til vaxtar og útrýmingu hungurs og fátæktar, en að þróuðu ríkin taki á sig 80% niðurskurð losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2050, mest vegna sögulegra þátta.  Á móti vilja G8 að Kína og Indland séu hluti af heildarlausninni, enda losi þau mest og auki mest losun sína . Bandaríkin sjá mikil viðskiptatækifæri í útflutningi á nýrri tækni til heimsins ásamt fjármögnun til þess í dollurum og til verslunar með kolefniskvóta, allt atriði sem auka myndu völd þeirra verulega um heiminn í einskonar Marshall- aðstoð númer tvö.

Stærstu hóparnir eru:

G8 vs G5G8 ríku löndin: Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Rússland.  Þau mynda tæp 13% mannfjölda jarðar en 62% heimshagkerfisins. Hagvexti  þar  er spáð um 1,3% að meðaltali í ár. Losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum er um 40% af slíkri reiknaðri heildarlosun mannsins.

„G5- vaxtarríkin“, Kína, Indland, Brasilía, Mexíkó og Suður- Afríka geyma 41% mannfjöldans en aðeins 11% hagkerfisins. Hagvöxtur þar  er mestur 9,3% í Kína og 7,9% á Indlandi. Losun gróðurhúsalofttegunda er um 25% af reiknaðri heildarlosun heimsins, en fer mest fram með kolum og er hratt vaxandi með hagvextinum.

Indónesía, Suður- Kórea og Ástralía fylgja G8 ríkjunum að málum að mestu. Þau hafa saman um 6% mannfjölda jarðar.

Leiðtogar þessara 16 ríkja á fundinum voru því fulltrúar um 4 milljarða manna, um 59% mannkyns (ef við erum 6,8 milljarðar). Losun þessara 16 ríkja er drýgsti hluti losunar heimsins, enda leggur t.d. Indónesía sitt á vogarskálarnar með gríðar- bruna skóglendis ár hvert.

ESB: Evrópusambandið vill miklar takmarkanir en tekst ekki að hreyfa við Indlandi, Kína og BNA. Afríka: Krefst skila á lofaðri þróunaraðstoð SÞ, sem t.d. er ætluð til orkumála. BNA og Indland: Þriggja ára gömul kjarnorkuáætlun á Indlandi er enn í lamasessi  vegna vinstri vængsins þar.

Engir magnsamningar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda eru samþykktir eða í deiglunni. Áður var viðmiðunarárið 1990, en nú virðist það vera árið 2007, þegar rætt er um 50% lækkun losunar fyrir árið 2050. Þetta eru því epli og appelsínur, gerólíkar tölur. Bein höfnun Kína og Indlands á þessum 50% þýðir að ekki þurfi að ræða það, enda vilja þau að G8 borgi og komi með tæknina.

Fundir um losun gróðurhúsalofttegunda hverrar þjóðar jarðar skapa úlfúð og misklíð á milli þjóða, þannig að erfiðara reynist en ella að berjast gegn  fátækt,  hungri og stríðum, sem eru helstu mál sem manneskjum er fært að taka á og semja um.  Nú keppist þá hver þjóðin af annarri við það að finna sökudólga í stað þess að halda friðinn, enda leiðir þessi stefna beint til stríða á nokkrum árum. Augljóst er að Íslandi ber að halda friðinn, framleiða orku á tiltölulega vistvænan hátt á fullu og taka ekki þátt í flokkadráttunum stóru, sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heiminn. Þetta á jafnt við um loftslagsfundi og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Látum þá vera.

Nokkrir tenglar:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/7496703.stm

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aWLjCsti0TUs&refer=home

http://www.reuters.com/article/newsOne/idUSL0354034920080709

http://news.sky.com/skynews/Home/World-News/G8-Summit-Agrees-To-Halve-Greenhouse-Gases-By-50-Per-Cent-By-2050/Article/200807215027421?lpos=World%2BNews_1&lid=ARTICLE_15027421_G8%2BSummit%2BAgrees%2BTo%2BHalve%2BGreenhouse%2BGases%2BBy%2B50%2BPer%2BCent%2BBy%2B2050

http://www.ft.com/cms/s/0/23ee8046-4d64-11dd-8143-000077b07658.html?nclick_check=1

Ath. að kannski þarf að fara fyrst inn á  www.ft.com  og síðan á greinina: "Biggest polluters back deep cuts to emissions"


mbl.is Yfirlýsing G-8 sögð útvötnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband