Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?:

  • Seðlabankinn lækkaði stýrivexti  í 10%.
  • Bankarnir færu að meta allt sitt á markaðsvirði, t.d. viðskiptavild og fasteignir.
  • Bankarnir sýndu hvernig  útrásin mjólkaði krónuna með vaxtamunarviðskiptum.
  • Umhverfisráðherra segði af sér, sátt við virkjanir og hugsanlega hlýnun jarðar.
  • SÞ – vísindanefnd staðfesti að mennirnir geti ekki breytt loftslagi að vild sinni.
  • Utanríkisráðherra hætti við umsókn Íslands í öryggisráð SÞ og hætti afskiptum af Afríku og Mið- Austurlöndum, en einbeitti sér að réttindum okkar á norðurheimskautssvæðinu.
  • Borgarstarfsmenn fengju vinnufrið frá stjórnmálamönnum í smá tíma.
  • Sjálfstæðisflokkurinn ynni í anda frjálshyggjunnar.

 

Ætli maður fyndi eitthvað til þess að skrifa um?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Nei þú yrðir fyrsti ,,atvinnulausi" bloggarinn - ég aftur á móti hefði nóg að gera!

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 8.8.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurin ynni í anda frjálshyggjunnar?? Vantar eitthvað upp á það?

Annars getur þú skrattast í þjóðkirkjunni og trúarnöttunum ef þér leiðist, eins og ég hef að dægradvöl. Það er ansi gefandi að vera dónalegur og móðgandi upp á hvern dag án þess að skrifa stafkrók, sem bíður upp á þau viðbrögð.

Fólk er  jafnvel farið að hneykslast við að sjá nafnið mitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 05:07

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Má ég bæta við

Fjármálaráðherrann færi á þriggja ára biðlaun til að klára þriðja bekk.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þeir sem vilja röfla geta alltaf funndið eitthvað.

Við röflum til dæmis um málefni og börmum okkur yfir ástandinu í landinu á hverjum tíma.  annarstaðar í heiminum myndi hálf þjóðin gefa sína frumburði sína til þess að fá okkar vandamál. 

þannig að ástandið á aldrei eftir að verða svo gott að þú, ég, Baldur, Bryndís og Jón Steinar getum ekki funndið eitthvað til þess að röfla um.

Fannar frá Rifi, 22.8.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband