Bankar í verulegum vandræðum?

Ragnar Önundarson birti hnitmiðuð skrif sín um bankana í Morgunblaðinu í dag (27/8/2008 bls. 23). Hrikaleg staða veldur því að þörf er á aðgerðum. Hluti þessarar merku greinar er hér, en tengillinn er hér fyrir neðan.

Ragnar skrifar m.a.:Ragnar bankar

 

Bankarnir hafa nú þanið sig svo mjög að efnahagsreikningur þeirra er nálægt 12-föld þjóðarframleiðslan. Nær 60% þessara umsvifa eru landinu óviðkomandi. Þeir þekkja ekki mun á vexti og þenslu. Þeir refsuðu löggjafarvaldinu fyrir að veita þeim samkeppni með Íbúðalánasjóði og dældu þá óhemju fé inn í hagkerfið. Þeir hækkuðu lánshlutfall sitt í allt að 100%, sáu hækkunina valda árlegum hækkunum á fasteignamarkaði og lánuðu jafnóðum aftur út á hana. Þeir tóku hundruð milljarða að láni hjá lífeyrissjóðum í þessu skyni til fimm ára og endurlánuðu til 40 ára. Svipað hafa þeir gert í erlendum lánum. Þeir gerðu ekki ráð fyrir neinu öðru en að lífeyrissjóðir og erlendir bankar mundu vilja framlengja lán sín og á óbreyttum vöxtum.“…

 

Einnig: …„Skuld þeirra við Seðlabankann hækkar nú um 70 milljarða á mánuði. Þeir hafa hætt að veita ný lán til framkvæmda og þannig hlaupið frá skyldum sínum við viðskiptavini sína.“

 

Mér er orða vant. Lesið alla greinina ef hægt er að nálgast hana.með þessum tengli.

 

Morgunblaðið  27/8/2008 í PDF formi:

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/pdf//2008-08-27/A2008-08-27.pdf

 Nú sé ég að blogg Kristins birtir líka greinina í heild sinni:

 http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/626122/

 


mbl.is Hremmingar ekki yfirstaðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni lýst ekkert á þetta, verður ekki svipuð staða og í Argentínu árið 2002, bankarnir lokaðir einn daginn og allt stopp?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Sveinn, en það er litið á mann sem landráðamann ef maður telur bankaáhlaup líklegt.

Ívar Pálsson, 29.8.2008 kl. 13:34

3 identicon

Hvert er hægt að færa sig, eru þeir ekki allir í sömu súpunni? Ég er með töluvert þarna á Etrade Landsbanka og orðinn verulega hræddur um þetta.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sorrý, ég varast að vera ráðgjafi. En sjálfur stofnaði ég nýlega gjaldeyrisreikninga í Landsbankanum, þannig að eitthvað trúir maður á þann aðila. Aðalatriði fyrir hina áhyggjufullu er að eiga auðtekinn gjaldeyri í seðlum eða á bók, ekki í sjóði. Amerísku sjóðirnir hurfu margir hverjir eins og dögg fyrir sólu.

Ívar Pálsson, 29.8.2008 kl. 23:14

5 identicon

Sæll Ivar, mig langar til ad leita råda hjå hlutlausum fagadila, svo eg spyr thig:  Vid hjonin erum busett i Noregi, en høfum verid med um 5 milljonir inn å håvaxtareikningum hjå Spron.  Er einhver åstæda til ad ottast um peningana? Vid thurfum ekki ad nota peningana og høfum ætlad ad åvaxta thå thangad til vextirnir lækkudu og/eda gengid lagadist.  En nu erum vid ekki lengur viss.....

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Þórarinn. Ég þori varla að svara þér. Ég er ekki ráðgjafi og ekki einu sinni hlutlaus fagaðili, bara enn einn með skoðun. Spron hefur verið bankinn minn, er í vandræðum eins og flestir og var keyptur af Kaupþingi, sem hefur staðið í miklum áhættuviðskiptum. Ef ég ætti 5 milljónir þá hefði ég þær í norskum krónum, ekki í sjóði, heldur á opinni bók eða í seðlum í hólfi. Maður yrði kannski spældur ef krónan styrktist aðeins eftirá, en ekkert miðað við óöryggið sem manni finnst allt annað veita. Það þykir gott að halda virði til langs tíma, gleymdu ávöxtun.

Ívar Pálsson, 15.9.2008 kl. 15:51

7 identicon

Sæll aftur

Takk fyrir rådlegginguna.  Vid høfum verid ad velta thvi sama fyrir okkur.  Setja peningana undir koddann thangad til adstædur å mørkudum batna.

P.S. Takk fyrir storfrodlegar greinar um vidskipti og fjårmål.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband