Þúsundir milljarða í nettóskuldir?

Eignir Íslendinga fyrir helgina áttu að heita 10 þúsund milljarðar og skuldir 12 þús. ma. Nú jukust skuldirnar um amk. 1 þús. ma. og eignir féllu um 1-2 þús. ma. Niðurstaðan úr slíku dæmi yrði þá 13-8= 5. þús. ma. , þ.e. 250% aukning nettóskulda Íslendinga.

Er einhver með raunsærri tölur en þetta? Telur einhver að viðskiptavild upp á nokkur hundruð milljarða standi óbreytt, að 50% hækkun skuldatryggingarálags banka skipti engu, að fall bankabréfa um heiminn haldi eignum óbreyttum eða að styrking Jensins og flótti úr vaxtamunarviðskiptum auki ekki skuldir okkar? Nú er tími sannleikans. Viðurkennum stöðuna.

Annað veldur mér trega. Orkuveitan er svo skuldug að á endanum þarf að selja hana, en ekki þá einhverjum pappírstígrum, sem nær allir bankar heimsins eru þessa stundina. Þeir einu sem gætu keypt fyrir reiðufé væru Björgólfur Thor, Dubai, rússsneskir olíujöfrar eða Kínverjar. Nú er bara að velja, því að við getum verla haldið svona áfram nema að djúpborun reynist algert gull.


mbl.is Lausafjárkreppan versnar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

úff

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski væri ráð að hætta að byggja lofkastala og versla með skýjaborgir, sem afleiðuviðskipti vissulega eru, ekkert annað en tölur á pappír. Er ekki bara kominn aftur tími til að framleiða eitthvað haldbært og raunverulegt til að selja og skapa verðmæti? Eða héldu menn kannski framboð af "tiltrú" yrði endalaust og dygði eitt og sér til að metta markaðina?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Úff, já! Þökk sé fiski, áli, málmblendi, hugbúnaði og fleiri útflutningsvörum að þá fáum við að vera til áfram. Verst að gengið var orðið svo skakkt (sterkt) að flestar verskmiðjur fóru á hausinn og það borgar sig t.d. ekki að veiða rækju við Ísland (nema olían falli frekar) fyrr en gengið veikist meir.

En útrás í bankamálum verður að byggja á öðrum grunni heldur en háum stýrivöxtum okkar, sem hún getur ekki án verið og því klárar útrásin jafnan krónuna.

Ívar Pálsson, 15.9.2008 kl. 18:29

4 identicon

Mótmæli þessari hugmynd að selja Orkuveituna.

Það mun leiða til hærra orkuverðs. Kaupandinn mun taka inn kaupverðið með okri á orkukaupendum, sem jafnframt eru seljendur fyrirtækisins.

Þetta er eins og að selja húsið sitt og þurfa svo að leigja hjá kaupandanum. Hann hefði síðan þá stöðu að geta hækkað leiguna eins og hann vildi og maður gæti ekkert farið.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er bara að passa vel uppá þorskinn sem byltir sér á miðunum og treður sig út á eigin ungviði. Ekki væri björgulegt ef Hafró leyfði veiðar á þessum kvikindum upp á nokkur hundruð milljarða í viðbót!

Veit einhver um að tilraun til að geyma þorskinn í sjónum hafi gengið upp? Árið 1774 veiddust 269 þorskar yfir sumarið á stærsta fiskiskip Íslendinga!Næstu ár á eftir var landburður af þorski um allt land. Þá var það gæfa þjóðarinnar að eiga ekki Hafró. 

Árni Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Sveinn, ég vona að til sölu Orkuveitunnar þurfi ekki að koma, en kannski gerir hún okkur ekki fært annað, frekar en BÚR forðum.

Árni, manni finnst bráðum með þorskinn eins og hagkerfin, að við erum bara hluti af stærra kerfi. T.d. hringsóla mismunandi stofnar á milli Grænlands og Íslands. En með að geyma fiskinn í sjónum, það minnir mig á þegar ég var á ferð í Lófóten í Noregi og milljón stórir þorskar heldu þar framhjá, það átti víst að geyma þá frekar. Rétt á eftir hélt stærðar torfa inn í Smuguna og Íslendingar tóku upp í 1000 tonn á dag! Frændur vorir voru ekki par hrifnir.

Að vísu þarf eitthvað kerfi til þess að veiða eftir. Ekki viltu hafa þetta eins og var með stórlúðuna í BNA þar sem bátarnir sukku og markaðurinn hrundi á þessum örfáu dögum sem mátti veiða.

Ívar Pálsson, 16.9.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég óttast ekki að markaðirnir hrynji þó þorskafli okkar aukist um 100 þúsund tonn. Ekki þó hann ykist um 200 eða 300 þús. tonn. En þá gætum við kannski styrkt hagkerfið og rétt úr bakinu.

Árni Gunnarsson, 16.9.2008 kl. 01:11

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ó, hvernig á ég að borga þetta allt aftur? Ég hef eytt um efni fram!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2008 kl. 08:38

9 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Já nú þegar fyrstu "íslensku" útlánatöpin og glötuðu fjárfestingarnar eru að líta dagsins ljós á íslandi, þá fer óneitanlega um mann. Ekki svo að skilja að maður hafi trúað því að þessi kaup hafi verið fundið fé. Látum ekki hvarfla að okkur að XL og Innovate séu einu verðlausu fyrirtækin sem erlendir viðskiptamenn hafa platað inn á útrásarforkólfana síðustu ár.

En ég hef reynt að benda á að þetta er ekki al svart. Eins og Árni segir þá getum við skaðlaust aukið þorskaflann. Það verður líka gert þegar verulega fer að kreppa að.

Þannig náum við að endurreisa sjávarútveginn á íslandi sem í raun er gjaldþrota. 'Arleg tekjuinnkoma um 1/4 af heildar skuldum.

Við getum svo rifist um það við Árna og fleiri hvernig eigi að stjórna veiðunum þegar þar að kmur.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 17.9.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhvernvegin rámar mig í spádóm þinn fyrir um ári, sem teiknaði upp þessar blikur. Það var þegar menn grétu sem mest yfir að danskir bankar og fjölmiðlar væru að tala niður krónuna og efnahaginn. Allt sem þeir sögðu reynist líka vera rétt.

Nú er ekki einu sinni nóg að halda stýrivöxtum í hámarki til að halda í spákaupamannskrónurnar. Nú eru þeir kaupmenn með ónýt bréf og vonlausa lausafjárstöðu og lempa út öllu sem þeir geta héðan til að fylla í eigin holur.

Ísland á ekki fyrir skuldum. Já, það er rétt sem þú segir en segir ekki í berum orðum.

Ísland er gjaldþrota!

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2008 kl. 02:23

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þessum málum er ég samsæriskenningamaður. Sagan styrkir það. Aðdragandi þessa hruns á mörkuðum og hrunið sjálft er með vilja einhverra afla. Þetta er allt lagt upp sem einskonar gildra til að koma eign fárra á allan helvítins heiminn. Glogalistar eða kínverjar...ég þekki það ekki.

Trixið er það sama og er gert með heróínið. Þú gefur fyrsta skammtinn og hækkar svo verðið smátt og smátt og brátt áttu einstklinginn með sál og öllu saman. Svo deyr hann, eftir að hafa stolið og lánað fyrir skammtinum sínum um allar jarðir og díilerinn hefur eignast allt.

Dæla peningum inn og kippa þeim svo út. Það er trikkið. Minnir að ég hafi séð viðtal við gallharðann kínverskan komma sem sagði einmitt með bros á vör að þeir myndu fella bandaríkin einn góðan veðurdag með að pumpa inn peningum og stoppa svo og kippa þeim út. Það voru Kínverjar sem ollu olíusprengingunni með fyrirframkaupum. Þeir virðast hafa þetta allt í hendi sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2008 kl. 02:34

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni, viðbótar- 100 þús. tonn væru bara fín fyrir markaðina. Það sem ég átti við var að öll veiðin var frjáls á nokkrum dögum á ári, þannig hrynja markaðir.

Vilhjálmur Örn, þetta er náttúrulega allt þér að kenna, fyrst þú endurnýjaðir bílinn, ekki satt?

Jóhannes Snævar: Já, ég er á því að auka kvótann. Þá styrkjast  sjávarútvegsfyrirtækin, bátar og bæir, þannig að grunnþættir atvinnulífsins eflast. Það er hvort eð er von á Kötlugosi, þar sem hrygning misferst í 1-2 ár.

Ívar Pálsson, 19.9.2008 kl. 08:53

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, það er eins og Davíð hafi verið í öðrum heimi allt sl. ár. Hann segir engan hafa getað búist við þessu! Ég og fjöldi annarra hrópuðu þetta af tindum fjalla, en hann var fastur í jöfnunni hærri vextir= minni verðbólga, sem gerir ekki ráð fyrir leit alþjóðafjármagns að næturstað.

Ísland er ekki gjaldþrota af því að við höfum orku. Þannig að þrátt fyrir stýrivexti Davíðs og hávaxtaútrás bankanna, þá höldum við sjó.

Kínverjar eru okkar megin ennþá og stefnir jafnvel í viðskiptasamning við Ísland. Við skulum bara vona að Ingibjörg Sólrún nái ekki kjöri í vopnaskaksráð Bandaríkjanna (Öryggisráð SÞ), því að þá dælast út frá okkur Íslendingum ályktanir gegn Kínverjum um Súdan o.s.frv. þar sem við erum dregin af hlutlausa svæðinu inn á jarðsprengjubeltið. Það er rétt að Kínverjar sitja á haugi af skuldabréfum frá BNA, en hvorum er það að kenna? Ameríka skóp það misvægi sjálf og mun þurfa að horfast í augu við það fljótlega.

Ívar Pálsson, 19.9.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband