Vaxtamunarverslunin drapst

„The carry trade is dead“ er sagt núna. Japanska Jenið styrkist óðum, þar sem áhættan er í vestrinu og flóttinn er til Japans. Krónubréf og vaxtamunarsamningar hrynja inn og skuldir Íslendinga snarhækka, sem eru hvað drýgstar í Jenum á meðan verðbréfaeignirnar falla á mörkuðum í Evrópu, allt að 8% í morgun (en gengisfallið vegur þó eitthvað á móti því). Þetta er því ekki gæfulegur dagur til aðgerða, þar sem markaðurinn er alfarið á móti íslensku skuldurunum.

 

Nú vill enginn koma nálægt íslenskum jöklabréfum „með tíu feta staur“ eins og Kaninn segir.


mbl.is Opið í kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ein pæling...nú er talað um að bankarnir rifi seglin og selji erlendar eignir. Hverjir eru að kaupa?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, þessi samsæriskenning á sér ekki sérstaklega stoð, því að „vondu kallarnir“ eru allir sem nýttu sér vaxtamun Íslands og lágvaxta- gjaldmiðla. Þetta voru stórir aðilar að leika sér, en íslensku bankarnir voru líkast til þar fremstir í flokki.

Ívar Pálsson, 6.10.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband