Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi ?

Gjaldeyrisskortur er framundan og stjórnmálamenn vilja handstýrt gengi, enda verður gengisfallið hrikalegt ella á þriðjudagsmorgun, ef opnað verður á bankastarfsemi þá. Jenið styrktist svo hraustlega gagnvart Evru ofl. á mánudag að Íslendingar og viðskiptamenn þeirra verða að gera upp krónubréf og vaxtamunarsamningana með Jenum, auk þess sem sárafáir treysta krónunni lengur.

Skuldir Íslendinga jukust hugsanlega um tvö til þrjú þúsund milljarða við þessi umskipti öll. Umsvif íslensku bankanna var 12- föld landsframleiðsla áðan samkvæmt forsætisráðherra. Það skil ég sem 12 x 1300 milljarða króna = 15.600 milljarðar króna. Eignir Íslendinga erlendis voru 8000 milljarða virði fyrir stuttu og hafa hækkað vegna gengisfallsins en eru á brunaútsölu vegna aðstæðnanna og aðgerða ríkisins. Kannski er virðið þá áfram 8000 miljarðar, en þá eru nettó- skuldir okkar um 7600 milljarðar (15,6-8 ma.). Eru það ekki 24 milljónir og um 3 milljónir af vaxtagreiðlum á ári á hvert mannsbarn? Reikni nú hver sem betur getur.

Það verða „Northern Rock“- raðir í bankana á morgun. Ég fer í röðuna og fer loks að eigin ráðum og kaupi meira af gjaldeyri í stað þess að horfa aðgerðalaus á Róm og krónuna brenna.


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir ári keypti ég mér bíl á 2 milljónir og ég tók lán í erlendri myntkörfu.  Nú er bíllinn minn 4 milljóna krónu virði, eða þannig.  Ég er að velta einu fyrir mér í sambandi við gengishrun krónunnar.  Get ég átt jafnvel von á því að bílalánið verði t.d. komið upp í 40 eða kannski 50 milljónir, ef krónan heldur áfram að falla ofan í það óendanlega?  Get ég átt von á því að þurfa að selja íbúðina mína bara til þess að greiða upp í bílalánið?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Ívar Pálsson

H.T., mér þykir miður að heyra af svona beinum dæmum. Samúð yfirvalda nær varla yfir bílakaup, en þó veltir maður fyrir sér hvort frysting lána eða vaxta geti komið þér til bjargar. Það er fátt annað að gera en að bíða og sjá aðeins hver niðurstaðan verður, því að uppgjör eða lenging skuldarinnar í augnablikinu yrði líkast til með afarkjörum fyrir þig.

En krónan fellur ekki í það óendanlega, t.d. af því að útflutningur er nokkuð drjúgur og uppgjöri vaxtamunarsamninga lýkur tiltölulega fljótt.

Ívar Pálsson, 6.10.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar færðu gjaldeyri? Ætlarðu að kaupa hann á 30% yfirverði hjá Landsbankanum?  Annars er það litla sem ég á inni hjá Glitni og ég vona að það sé nokkuð seif þar, þótt það logi notarlega í bleðlunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Johnny Bravo

Mér finnst þú reikna eignirnar eins og þér sýnist, þær gætu verið allt frá 0-24þ. ma. mjög óábyrgt tal og ekkert hægt að leggja í þetta hjá þér ef við skuldum bara 2600ma til dæmis þá er það ekkert merkilegt. Þegar þú ert að reikna hvað hver og einn skuldar þá skaltu muna að fyrirtæki eru með 80% af lánsfjármagni og einstaklingar 20%. Annars alveg góðar pælingar hjá þér.

Johnny Bravo, 6.10.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, ég vissi ekki að Landsbankinn væri með 30% yfirverð á gjaldeyri. Maður kaupir hann bara á því gengi sem hann fæst á fyrir Matadorpeningana (IKR). Ef þú nærð gjaldeyrinum þínum út í seðlum (kostar um 2%), þá gerirðu það og færð geymsluhólf í bankanum og setur eitthvað þangað.

Johnny Bravo, allt frá stofnun þessa bloggs í mars 2007 hefur fólk sagt mér að um óábyrgt tal sé að ræða, en það hefur því miður stöðugt ræðst. Ég fer bara eftir forsætisráðherranum. Eru 15,6 amerískar trilljónir (þús ma.) ekki réttar? Er það ekki 12- föld árleg landsframamleiðsla? Eignirnar, eru þessi verðbréf (bankar ofl) og fasteignir (fallandi) allt í einu orðin mun meira virðien þær 8 trilljónir kr. sem þær voru fyrir stuttu? Komdu með betri tölur eða af hverju þessar eru rangar, þá skal ég glaður lúffa ef þær eru réttari.

Ívar Pálsson, 6.10.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Laissez Faire: Það skyldi þó ekki vera að þetta sé allt Laissez Faire að kenna.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, ég fór að ráðum sem þú hefur verið að gefa s.l. föstudag og keypti gjaldeyrir.  Kunningja mínum fannst ekki gáfulegt að kaupa á svona óhagstæðu gengi ég hugsaði sem svo betra seint en ekki. Það verður fróðlegt að sjá á hvað gjaldeyrir verður til sölu á í dag og eins hvað kaupverðið verður.

Magnús Sigurðsson, 7.10.2008 kl. 07:10

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Laissez Faire, ætli þetta Forbes gengi verði ekki gengið sem maður kaupir á núna eftir kortér? Ég er farinn í bankann. Jón Steinar, auðvitað er allt þeim að kenna sem ekkert vill athafast! Magnús,nú eru allir að reyna að lágmarka tjón sitt. Gott ef þér tekst það. Ég hvet nú fólk til þess að krefjast Evru- viðmiðunar á laun sín, þótt hún sé há núna. Farið strax í yfirmanninn!

Ívar Pálsson, 7.10.2008 kl. 09:03

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gallinn við evru viðmiðun í launum fyrir mig er sá að ég er minn yfirmaður og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því öðruvísi en að kaupa evrur fyrir handónýtar krónur á afarkjörum.

Magnús Sigurðsson, 7.10.2008 kl. 09:12

10 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 Ívar ég var að pæla í á blogginu mínu einmitt þetta með verðgildi eignanna erlendis. Ef allir íslendingarnir eru nú á handahlaupum við að selja draslið á brunaútsölu, þá næst ekki mikið upp í 100% kaupalánin.

Hefði ekki bara þurft að ganga lengra og taka yfir stjórn(ekki yfirtaka) allra þeirra félaga sem viðskipti voru stöðvuð með og reyna að gefa sér tíma til að selja eignirnar. Allavega greiðslustöðvunarfrestinn. Reyna að forða kaosi.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 7.10.2008 kl. 13:07

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, við sem erum eigin herrar reynum þá að afla þess sem hægt er og kaupa okkar gjaldeyri. Þótt gengið núna sé betra en sl.  föstudag, þá finnst mér bara kauptækifæri núna, sbr. nýju færsluna hér uppi.

Jóhannes Snævar, stjórnin á að vinna fyrir hluthafana en gerir það ekki ef yfirtakan er fjandsamleg. Þessar yfirtökur eru ekki í lagi. Bankarnir eiga bara að lýsa sig komna í þrot þegar þeir eru það og þá eru reglurnar skýrar og ábyrgðin þeirra, ekki okkar.

Ívar Pálsson, 7.10.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband