Við neitum að borga

Við neitum að borga þúsundir milljarða króna vegna misgjörða annarra og mótmælum umboði ríkisstjórnarinnar til þess að skuldbinda ríkið um upphæðir langt umfram þjóðarframleiðslu. Þetta er óháð flokkspólítík eða stjórnmálastefnum, heldur réttur íslenskra þegna til öryggis, lífs og frelsis. Hver sú íslensk ríkisstjórn sem skrifar undir samþykki á yfirtöku hundraða eða þúsunda milljarða króna skulda í okkar nafni hefur farið út fyrir umboð sitt og ber að víkja. Samningana ber að ógilda, ef þeir hafa verið gerðir lagalega bindandi fyrir íslenska ríkið og þar með þegna þess.

Lydveldisskjaldarmerkid.pngUpphæðir þær sem íslenskir bankar og fyrirtæki á þeirra vegum skulduðu við hrun sitt eru af þeirri stærðargráðu að íslenskir skattgreiðendur geta ekki verið gerðir ábyrgir fyrir þeim. Lántaka ríkisins vegna yfirtöku ábyrgða virðist munu verða skilyrt íhlutunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) , sem samþykkir ekki að erlendir lánveitendur bankanna fái lítið sem ekkert, á meðan  íslenskir sparifjáreigendur fái drýgsta hlutann af sinni fyrri eigu greiddan. Evrópusambandið styður sjónarmið IMF og segir Íslendinga verða að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Því er okkur einungis nauðugur sá kostur að gangast ekki við ábyrgð á aðgerðum einkafyrirtækja, heldur standa vörð um bankainnistæður fólks innan íslenska ríkisins og bæta því  tjón sitt eftir ákvörðun Alþingis þar um.

Þvingunaraðgerðir erlendra ríkisstjórna eða ríkjasambanda til þess að láta Íslendinga samþykkja afarkosti sem enda með sölu auðlinda og afhendingu sjálfstæðis niðja okkar verða ekki liðnar. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands staðfesti þessi sjónarmið.

 


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar þú ert í kjarna málsins.  Því miður treysti ég ekki stjórnmálamönnum Íslands.  Af bitri reynslu undanfarinna ára varðandi særstu auðlind landsins er ég ekki einu sinni sannfærður um að auðlindirnar yrðu ver komnar á víðtækara forræði.  En spurningin er þurfum við ekki Íslenskan Castro tilleiða okkur þessa leið sem þú stingur upp á.

Magnús Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Móðir og sonur

Hjartanlega sammála.

Ég skora á þig að koma þessari yfirlýsingu á framfæri  á einhverjum vettvangi og fá sem flesta til að skrifa undir. Yfirlýsinguna mætti svo afhenda ríkisstjórninni.

Móðir og sonur, 16.10.2008 kl. 21:14

3 identicon

Algerlega sammála - Þessari yfirlýsingu þarf að koma á framfæri og bakka hana upp af fjöldanum.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Pétur Eyþórsson

heyr, heyr

Pétur Eyþórsson, 16.10.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Heidi Strand

 Óvissan er hræðileg.

Heidi Strand, 16.10.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Komdu þessu á framfæri

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr, ég er algjörlega sammála þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:32

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist að við verðum að taka upp viðræður við EB og fá á hreint hvað þeir eru að tala um. Ætla þeir að aðstoða okkur eða ekki ? Hverjar eru þessar "alþjóðlegu skuldbindingar" ?

Við vitum að Bretar eru á bak við þetta tal um "alþjóðlegar skuldbindingar", sem eru bara fáránlegar kröfur þeirra sjálfra. Við höfum sagt, að dómstólarnir séu til þess að útkljá ágreiningsefni. Ætlar EB að bíða með að sýna okkur samstöðu, þar til öll hugsanleg dómsmál hafa verið útkljáð ?

Með yfirlýsingu sinni er EB að bjóða til viðræðna. Við göngum auðvitað til þeirra og þá kemur í ljós hvort á meginlandinu er sama skíta-pakkið og stjórnar Bretlandi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Þórhallur

og hvað ætlið þið svo að gera. Þið vitið að stjórnvöld hlusta ekki á okkur, við erum aukaatriði, eigum bara að þegja og borga. Ég sé enga leið, þeir eru að klára þessa dagana að skrifa undir þessar skuldbindingar. Að safna undirskriftalistum hefur aldrei haft nein áhrif, enda allt of seint að setja svoleiðis í gang.

Þórhallur, 17.10.2008 kl. 08:33

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ívar, ég er 100% sammála þér. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu og verðum að finna aðra leið. Ég var að setja upp síðuna www.NyjaIsland.is. Værirðu til í að skrá þig og setja þessa færslu þar inn? Ég er að vonast til að síðan geti orðið kraftmikill vettvangur sem stjórnvöld geti ekki leitt hjá sér. Ef við fáum sem flesta til að nota síðuna, getur hún kannski haft áhrif.

Villi Asgeirsson, 17.10.2008 kl. 08:56

12 Smámynd: Johann Trast Palmason

Amen!

Johann Trast Palmason, 17.10.2008 kl. 10:24

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir viðbrögðin.  Nokkuð almenn hreyfing í þessa veru virðist vera komin í gang, sem bendir til þess að stjórnvöld verði að taka nokkur skref til baka og hugsa sinn gang. Það þarf sterk bein til þess að segja nei. Óvissan er betri heldur en vissan um ánauð til eilífðar. Viðræður við ESB og Breta gengju út á það að gefa eftir, en þegar um mikilvæg grundvallaratriði og þjóðarauð er að ræða, þá er það ekki hægt.

Í viðskiptum þá lærist manni að heiðarleiki og staðfesta skapar traust. Ríkið og við höldum áfram að starfa á þeim grunni og lofum ekki neinu. Það er staðfest trú okkar að hver beri ábyrgð á sínu, en ekki ríkið á ævintýramönnum. VIð vinnum okkur í gegn um vandann, ekki með því að skrifa upp á víxilinn stóra.

Ívar Pálsson, 17.10.2008 kl. 10:35

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já og ég legg til að fyrir utan þær kærur sem Kaupþing hefur lagt út í á hendur Breska ríkinu og þær kærur sem Íslenska ríkið undirbýr nú á Breskum ríkinu að bætt verði við kærum um þær fjárhæðir sem Bretafíflin eru greinilega að leggja hald á í daglegum utanríkisviðskiptum Íslendinga ásamt auðvitað vöxtum og vaxta vöxtum

Jón Gunnar Bjarkan, 17.10.2008 kl. 11:30

15 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Segu mér Ívar.

Hvers vegna eru Bretar ekki í stríði við Kanann?

Netbankar éirra eru margir hverjir farinir á kúpuna og afar margir bretar misst stórar fjárhæðir.

Gæti þeð verið vegna þess að þeri telji okkur auðunna bráð, með úlfúðina innra með okkur og fjölmiðla í kappi um, að kenna Davíð um Hrunadansinn.

Það var ekki ég sem bauð Bretum í Jöfragleði með ofurvöxtum, það voru Bretar sjálfir reknir áfram af gróðavon.

Svo vil ég fara að heyra eitthvað svoleiðis frá Fjölmilungum okkar, annað en að allt sé Davíð að kenna.

Brjóstumkennanlegt þvaður

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.10.2008 kl. 14:52

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Bretar eru í bisniss og sáu smá- von um greiðslu hjá okkur og beindu orrahríðinni hingað, þar sem lítt var tekið til varna. Davíð sagði hlutinn réttilega hreint út en olli ekki hruninu, heldur bara aðstæðunum með endalausum stýrivaxtahækkunum, sem bankarnir nýttu sér ótæpilega.

Nú þarf Davíð að berja í borðið áfram og standa við sitt, að við borgum ekki. Þar á hann jafnvel Steingrím Sigússon sem fylgismann, enda er þetta þverpólítískt!

Ívar Pálsson, 17.10.2008 kl. 17:45

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hver kom annars á kreik þeirri skrök-sögu, að við ætluðum að borga skuldir bankanna ? Eru skuldir kúabænda ekki framar í röðinni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.10.2008 kl. 20:52

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Davíð Oddsson. Komdu aftur í sjónvarpið og segðu hátt og skýrt svo að ekki misskiljist: Við ætlum okkur alls ekki að borga erlendar skuldir bankanna!

Ágúst H Bjarnason, 17.10.2008 kl. 21:22

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur Altice, það er engin skröksaga að ríkisstjórnin sé að semja um greiðslu okkar á skuldum bankanna. Fyrst ríkið lét bankana ekki falla, þá fellur ábyrgð á ríkið. IMF mun krefjast hlutagreiðslu til erlendra lánadrottna, til þess er sú stofnun.

Ívar Pálsson, 18.10.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband