Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins

  • ·         Ísland fer ekki í Öryggisráð S.Þ.
  • ·         Seðlabankinn lækkar stýrivexti
  • ·         Kolefniskvóti verður líkast til lagður af
  • ·         Reykjavíkurflugvöllur verður kyrr
  • ·         Álver rís á Bakka
  • ·         Bitruvirkjun verður líkleg
  • ·         Stækkun Alcan álversins gæti átt sér stað
  • ·         Blekkingarvefur bankanna var afhjúpaður
  • ·         Gleymi ég einhverju?

Þó hefði ég nú glaður kosið að fórna öllu ofangreindu ef það hefði komið í veg fyrir bankahrunið, en lífið virkar víst ekki á þann hátt.

 

PS: Þetta minnir mig á þessa færslu


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála ölum þessum jákvæðu þáttum.  Einn þáttur sem mér finnst að megi benda á hann er kannski sá sem fyrst kemur; að fólk mun eignast meiri tíma á næstu mánuðum og hvað er tími annað en peningar, eða eru ekki peningar til þess helstir að við getum ráðið tíma okkar?

Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, maður kann smám saman betur að meta félagslegu þættina, það er rétt.

Bóbó, það væri áhrifaríkara  fyrir Ísland að eiga sinn kassa til þess að standa á á Hyde Park Corner ræðuhorninu í Lundúnum, heldur en sætið í Öryggisráði SÞ. Við mundum amk. ekki afla okkur eins margra óvina og í ráðinu, þar sem maður borgar fyrir það að auki.

Reykvíkingar skila lóðum fyrir milljarða og nýr völlur kostar milljarðatugi. Engin þörf er á að ræða þennan þátt frekar.

Nýting orku og tækifæra á NA horninu er innan seilingar á Bakka. Hagvöxtur verður verulega neikvæður strax á næsta ári. Þörf er á þesu NÚNA.

Bitra er ekkert einstök, haldur er þetta hluti heildar- háorkusvæðis, sem er í nýtingu, með raflagnamöstrum osfrv. 

Kosningin í Hafnarfirði fór fram áður en ósköpin dundu yfir. Núna færi þetta á annan veg.

Ívar Pálsson, 18.10.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

En hvað er að frétta af þessum netþjóna búum, áttu þau ekki að koma í einhverjum massa vís.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 18.10.2008 kl. 22:17

4 identicon

Kolefniskvótinn verður tekinn upp, og surprise surprise, það verðum við, almenningur, sem þarf að greiða fyrir hverja ökuferð, og síðar, hvert prump eða "kolefnislega" ranga máltíð (kjöt er á leiðinni út).

þetta er alheimsstefna, millistétt lögð niður, eftir standa lénsherrarnir (alþjóðlegir bankamenn og auðhringir) og svo snauðir þrælar, sem trúa varla lengur að þeir séu frjálsir.  sjá nánar hér.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:08

5 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Hver á að fjármagna þessa álversuppbyggingu??

Anna Sigrún Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 08:25

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ægir Óskar, ég veit ekki hver er staðan með netþjónabúin. En ef Google og Microsoft vilja vistvæna orku of ódýrt, þá getum við alveg sleppt því að fá þá. Þetta hlýtur að vera eitthvert samningastapp. Annars fer það örugglega eftir niðurstöðunni um Þjórsá.

Gullvagninn, við skulum bara vona að fólk sjái ljósið og skelli ekki kolefniskvóta á okkur í ofanálág við allt sem á gengur.

Anna Sigrún, þessari spurningu er vandsvarað. Þó er vistvæn orkuuppbygging og annað henni tengt það helsta sem alþjóðlegir bankar vilja lána til. Þeir eru bara flestir á hausnum! Stóru álfyrirtækin fá jú góðar lánafyrirgreiðslur, þannig að þetta ætti að ganga, enda fjárfesting til framtíðar sem gefur vel af sér.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband