18.10.2008 | 09:00
Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
Aðgerðir og upplýsingagjöf Samfylkingarráðherranna í bankahruninu geta varla talist í anda þess gagnsæis sem tönnlast er á. Í sögulegu bankahruni þá nást upphæðir og staðreyndir ekki úr Björgvini viðskiptaráðherra með töngum, þar sem viðmælendur og þar með þjóðin öll vaða því í villu og svíma. Af hverju birtir hann ekki tölulegar upplýsingar og gallharðar staðreyndir jafnóðum og tekist er á við þær? Eftir allt það sem á er gengið þá standa örfáir steinar eftir sem ábyggileg gögn. Af nógu er að taka, en byrjum á þessu:
- · Erlendar heildarskuldir bankanna
- · Áætluð heildarábyrgð ríkisins á þeim skuldum
- · Mat ríkisins á heildareignum bankanna
- · Áætluð ráðstöfun ríkisins á þeim eignum
- · Heildarskuldir Íslendinga erlendis
Á meðan þjóðin er í gjaldeyris- og fjölmiðlakrísu, þá svarar Björgvin svona spurningum með tali um heildarskoðun, nefndir, skýra sýn og öllum fínu orðunum og útlitinu sem hann var kosinn út á. Auðvitað eru til rammatölur um það hvaða upphæðir er um að ræða, en svo virðist sem verið sé að hlífa fólki við öllu gegnsæinu. Vandamálið er, að ef fólk fær að sjá tölurnar svartar á hvítu, þá hverfur stuðningur þess við aðgerðirnar. Hver myndi t.d. styðja þessa samninga ríkisins ef tölurnar væru eftirfarandi:
- · Erlendar heildarskuldir bankanna: 9.000.000.000.000 kr. (níu þús. ma.)
- · Áætluð heildarábyrgð ríkisins á þeim skuldum: 8.000.000.000.000 kr.
- · Mat ríkisins á heildareignum bankanna: 3 .000.000.000.000 kr.
- · Áætluð ráðstöfun ríkisins á þeim eignum: Sparifjáreigendur 2 þús. ma. en aðrir kröfuhafar 1 þús. ma.
- · Lántaka og ábyrgð til framtíðar: 5.000.000.000.000 kr. (8 mínus 3).
· Heildarskuldir Íslendinga erlendis: 12 föld stærð hagkerfisins. Túlkun véfréttarstílsins segir þá 12x þjóðarframleiðsla eða 12x1300 ma. (árið 2007) = 15.600 milljarðar króna.
Ofangreindar tölur eru hreinar ágiskanir á það sem heyrist í fréttum. Gegnsæið er nefninlega ekki fyrir hendi. Ef ráðherra hefur ekki tölurnar, þá á hann ekki að fara að semja. Ergó, hann hefur tölurnar.
Þegar Davíð Oddson seðlabankastjóri sá tölurnar í heild sinni, þá fullyrti hann réttilega: Við munum ekki borga þessar erlendu skuldir bankanna. Hinn kosturinn væri (geri ég ráð fyrir) ella að lýsa Ísland gjaldþrota, sem stendur ekki til. Ráðherra verður því að birta tölurnar og tala skýrt eins og endurskoðandi fyrir þingnefnd, ekki í glansmynd frambjóðandans.
Þegar rætt er um upphæðir erlendra skulda og eigna í íslenskum krónum, þá ber að hafa í huga að þær eru í gjaldeyri, en íslenska krónan er á fallanda fæti. Ef hún fellur um frekari 30% frá platgengi sínu í dag, þá eru þessar upphæðir um 30% hærri. þannig bætast t.d. 4.680 milljarðar við heildarskuldir okkar við slíka 30% gengisfellingu.
Það sér það hver manneskja sem skoðar einhverjar réttilega áætlaðar tölur í þessu sambandi (ef þær fást), að ekki er hægt að semja um ábyrgð ríkisins á skuldum bankanna. Kröfur erlendra banka halda áfram að rigna inn og haugurinn stækkar daglega. Krónubréf eru þegar fallin á gjalddaga. Ætli þau verði ekki flest gjaldfelld núna strax eða hafi verið gjaldfelld í síðustu viku? Jafnvel þótt allar skuldatölur að ofan væru helmingi lægri, þá er um að ræða hvílík ósköp að annað eins hefur ekki sést á hvern þegn ríkis, nokkurs staðar á jarðríki. Skuldir Weimar- lýðveldisins á mann í Þýskalandi (í Sterlingspundum talið) blikna í samanburði. En Samfylkingarfólk, krefjið ráðherra ykkar um alvöru gagnsæi, í krónum talið. Ekki koma upplýsingarnar frá forsætisráðherra, það eitt er víst.
Rússar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 871286
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
Þetta eru orð í tíma töluð nú hafa ráðamenn haft tíu daga til að koma hreint fram við þjóðina. Á blaðamannafundum hafa þeir ýmist upplýst ekki neitt eða eitthvað sem allir vissu .
Það virka heldur ekki sannfærandi að hönnuðir hrunsins séu settir í að verja rústirnar maður er farin að fá það á tilfinninguna að það sé gert til að rústa ræningarir fái að athafna sig óáreittir.
Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 09:22
Senjor Ívar. Eins og þú veist þá er verðmæti eigna og skulda að breytast með ógnarhraða um þessar mundir. Þetta eru því ótrúlega erfiðar spurningar.
Sigurður Ásbjörnsson, 18.10.2008 kl. 11:11
Ívar, erlendar skuldir bankanna koma mér ekki á óvart en þær birtast reglulega í hagtölum Seðlabankans og hafa vaxið með stöðugri lántöku bankanna og svo með hrapi á verðgildi ísl. krónunnar.
Það sem kemur mér á óvart er hvers vegna þú telur að ríkið eigi að ábyrgjast 8.000 milljarða skuldir bankanna sem eru komnir í þrot.
Sigurjón Þórðarson, 18.10.2008 kl. 13:07
Kannski að upphæðirnar séu svo stórar að þeir þora ekki að nefna þær.
Sigurður: Væri ekki hægt að birta þessar tölur á áætluðu gengi dagsins, svo men hafi eittvað viðmið í útreikningum frá degi til dags.
Menn hefðu kannski átt að eyða tíma í að finna þetta út í stað þess að eyða púðri í umsókn um sæti í öryggisráðinu, sem var fyrir löngu síðan dauðadæmt í ljósi yfirlýsinga ISG um afskráningu af lista hinna staðföstu, eftir kosningar.
Hvað er að hrærast í kollinum á þessum grænmetum?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 13:10
Þetta dæmi er hrikalegt. Er ég að skilja það rétt að þetta séu 50. milljónir á mannsbarn í landinu? 100 milljónir á hvern launþega? Semsagt að ef hver einstaklingur léti sér nægja að reka sjálfann sig og fjölskyldu sína á milljón á ári, þá myndi það taka okkur 50-70 ár að greiða þetta upp ef upphæðin yrði fryst.
Það tekur líklega 2 mannsaldra að ná þessu niður. Hvað erum við annað en gjaldþrota? Eignir okkar duga tæpast fyrir helmingi skulda.
Það væri anars gaman að sjá þetta í samhengi. Þá gætum við kannski haft einhverja hugmynd um til hvaða ráða á að grípa. Í mínum augum heyrir lýðveldið Ísland sögunni til. Menn hafa verið skotnir opinberlega fyrir minni afglöp.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 13:22
Þú hefur gróflega misskilið stöðuna Ívar. Það kemur mér á óvart, miðað við þín fyrri skrif.
Erlend bankalán til innlendra banka verða ekki greidd að fullu, nema um verulega langan greiðslufrest semjist. Erlendum lánadrottnum er hótað, að ef þeir ekki semja verða erlendu hlutar bankanna settir í gjaldþrot og þá fá þeir bara lítinn hluta krafna sinna greiddan. Íslendska ríkið hefur ekkert með rekstur bankanna (erlenda hlutann) að gera nema samræma þessar aðgerðir gagnvart erlendum kröfuhöfum.
Íslendska ríkið er ekki einu sinni ábyrgt fyrir greiðslum úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er SJÁLFSEIGNARSJÓÐUR og hann hefur engan kröfurétt á hendur Íslendska ríkinu. Ég bendi mönnum á, að lesa 10.grein laganna um sjóðinn:
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.10.2008 kl. 14:37
Mér finnst þetta annars allt lykta af ótrúlegu samsæri, þar sem Ísland hefur verið tekið yfir í svona hostile overtake eftir lymskulegt spil globalistanna. Allstaðar virðast sömu aðilar koma að ferlinu.
Ljóst var að eignir dugðu fyrir skuldum og að ekki var of seint að bregðast við. Hinsvegar kepptust matsfyrirtækin um að toppa hvert annað í ótrúlegu yfirmati á bönkum og ríki hér og lækkuðu það svo skyndilega eftir samráð seðlabankanna um að loka algerlega fyrir lánaleiðir án viðvaranna. Okkur var hreinlega kippt úr sambandi á meðan enn var gott svigúm til endurbóta.
Svo erum við send í fangið á IMF, sem gerir sér gott úr hræinu og leggur þjóðina í ánauð um alla framtíð. Sjóður, sem hefur að hluta innanborðs þá sömu aðila og lokuðu lánaleiðunum og jafnvel sáu um AAA reitingarna allar.
Það var ekki ráðist á okkur af neinu ríki heldur Glóbal afli, sem hefur það að markmiði að leggja undir sig allan helvítins heiminn. Ég sé varla nokkra framtíð í að vera hér og legg til að við tökum okkur til og flytjum úr landi. Ég skal aldrei vinna í álgúlögum þessara vitfirrringa á lúsarlaunum, né leggjast undir afarkosti þeirra. Þetta var virtual þjóðarmorð með fullum vilja og skipulagt niður í smæstu atriði. Það er engin leið að sjá þetta öðruvísi.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 18:16
Við fengum betra mat frá þessum matsfyrirtækjum eftir því sem jafnvægið varð verra og menn gleyptu þessa blekkingu með krók sökku og stöng og tóku orð þessara "óháðu" fyrirtækja sem klapp á öxlina fyrir að vera svona flinkir og bættu enn í óráðsíuna og lögðu meira og meira undir. Þessi matsfyrirtæki gáfu okkur einkannir, sem jafngiltu því að hér gæti ekkert klikkað. Mat sem áður var aðeins gefið risum á borð við Exxon.
Hvers vegna sá enginn hvað var í upplýsingu. Hvers vegna sá enginn nautabanann stinga og svo taka upp sverðið til náðarlagsins?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 18:25
uppsiglingu...átti að standa
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 18:27
Misskiljið mig ekki svo að ég telji að ríkið eigi að ábyrgjast neitt fyrir bankana. Þeir eiga og áttu að verða gjaldþrota ef sú var staða þeirra. Ríkið misskildi hlutverk sitt og hélt að hægt væri að taka hlutaábyrgð, aðskilja eignir og skuldir, landssvæði og þegna, aðalstöðvar og útibú. Þrjú hundruð erlendir lögfræðingar, staddir hér á landi eru ekki sammála ríkinu um það. Hver um sig gerir núna kröfur á ríkið (okkur) sem ættu að beinast að viðeigandi þrotabúum ef ríkisstjórnin hegðaði sér rétt. Kröfuþjóðir raðast upp, fyrst ríkið telur sig ábyrgt.
Loftur Altice, ég þakka hólið en sé ekki misskilninginn. Greiðslufrestur er samt greiðsla á barnabörnin, ekki bara á börnin okkar. Ríkið getur ekki aðskilið stór erlend lán frá innlendum skuldum, amk. mun IMF ekki gera það. Tryggingarsjóðurinn er sér- mál og raunar lítill hluti heildarinnar (man ekki upphæðina). Enda keppist ríkið við að lofa honum og meiru margsinnis til sparifjáreigenda, hvar sem þeir finnast.
Jón Steinar, við erum nokkrir sammála um það að afleiðugengið sem hefur núna veðsett heiminn um tuttugufalda heimsframleiðslu (sbr. Baldur) er loksins að spila út, en með ærnum fórnarkostnaði. Ég held að þú finnir ekki frið fyrir þeim á heimskringlunni. Það verður þá álíka og parið sem reiknaði út forðum að Falklandseyjar væru öruggasti staðurinn á jörðunni, en þá þurfti Argentína og Margaret Thatcher endilega að fara í stríð þar!
Ívar Pálsson, 18.10.2008 kl. 21:57
Senjor Sigurður. Skuldir eru bara á uppleið og eignir á niðurleið. Allar rauntölur sem birtast eru því bjartsýnistölur. Ríkið situr á tölunum. Gegnsæi skortir.
Sigurjón, vandamálið er að ríkið setti bankana ekki í þrot. Annars væri ábyrgð ríkisins hjóm eitt. Ríkisstjórnin heldur bönkunum í limbó- stöðu, (e. „suspended state“), sem færirábyrgðina smám saman til ríkisins. Þessi upphæð (8 þús.ma.) er hugsanlega vanáætluð miðað við það, því að hlutur bankanna, 9-föld þjóðarframleiðsla Íslands er kannski 11.700 ma. Hver veit hverju ríkisstjórnin lofar af þeim skuldum?
Færið mér tölur! Gögn! Eitthvað af viti annað en véfréttir!
Ívar Pálsson, 18.10.2008 kl. 22:07
Þetta eru lán bankana að mestu en hafa bankarnir ekki lánað þetta áfram? Er ekki jafn líklegt að bankarnir fái greitt upp í það sem þeir lánuðu eins og að þeir greiði þeim erlendu bönkum sem lánuðu þeim?
Er ekki bara verið að tala um sjóði IceSave sem voru innllegg í bankann sem ríkið gæti þurft að borga?
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2008 kl. 23:13
Getur ríkið ekki bakkað í þessu og losað sig við ábyrgð. Látið bara allt rúlla og opnað greiðsluþjónustu í Seðlabankanum. Síðan má bara reyna að bæta sparisjóðsinneign á Íslandi í rólegheitum. Skítt með orðspor. Það versnar ekki því nú er bara hlegið að heimsku ráðamanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:33
Leiðin sem ríkið fór með bankana gekk aldrei upp í mínum huga. Þetta með að skilja eignir frá skuldum minnti óneitanlega á aðferðafræðina sem Glitnir notaði gjaldþroti Mest.
Íslenska leiðin gekk svo hnökralaust í þessu gjaldþroti bankanna að það þurfti ekki að loka í eina mínútu til að skipta um kennitölu.
En eins og 300 erlendir lögfræðingar eru til vitnis um og viðskipti til og frá landinu síðustu tvær vikur er íslenska gjaldþrotaleiðin ekki viðurkennd allstaðar.
Magnús Sigurðsson, 18.10.2008 kl. 23:42
Mér finnst ég vera að fá einhverjar upplýsingar af viti hérna um atburðarrásina. Þetta með skuldir og eignir hefur einhvern veginn ekki gengið upp í mínum huga. En hvert fóru peningarnir? Hverjir skulda bönkunum?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:56
Ívar þú virðist ekki skilja eðli lagana, það átti að lýsa bankana gjaldþrota þ.e gömlu bankana og halda fund með kröfuhöfum . Þar kæmi í ljós að Íslenska ríkið skuldar ekkert.
Síðan greiðir ríkið matsverð fyrir innlenda hluta gömlu bankanna.
Að sjálfsögðu þarf að breyta ákvæðum neyðarlyganna.
Það er mikilvægt fyrri alla að gera sér grein eins og ég hef bent á í bloggi (Almenningur ábyrgur fyrir bankasukki ) og síðar tveir virtir lögmenn í Morgunblaðinu að íslenska ríkið ber enga lagalega eða siðferðilega ábyrgð á innistæðum bankanna.
Það hefði verið skynsamlegra að skulda sparifjáreigendum á Íslandi innistæður heldur en að ganga í ábyrgð fyrir innistæður aðila erlendis sem þarf að greiða með gjaldeyri.
Ég er pípari og veit að ekki er gott að far yfir lækinn að ná í vatn bar til að halda að það sé veriða að beyta klæklum.
það leyðir til drekkingar.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.10.2008 kl. 00:11
"neyðarlaganna" "klækjum"
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.10.2008 kl. 00:14
Ég virðist aldrei koma því nógu skýrt út úr mér að ég er sammála þeim fjölmörgu sem vildu að bankarnir hefðu verið lýstir gjaldþrota svo að ríkið færi ekki að skuldbinda þegnana fyrir skuldum bankanna (sammála Þorsteini Á., lögmönnunum Stefáni Má, Lárusi ofl.).
Icesave er bara tindur ísjakans. Þess vegna líkað mér ekki að blekking bankanna sem maður skrifaði gegn í 1,5 ár breyttist núna í ógagnsæi ríkisstjórnarinnar með endalausum hálfkveðnum setningum, þegar þau vita nákvæmlega hve vandamálið er yfirgripsmikið. Ríkið getur enn hætt við samninga og látið allt rúlla. Við vonumst mörg til þess, af öllum slæmum kostum, á er það skást. Síðan að huga að bótum að vild.
Jakobína, bankarnir sitja á alls kyns innistæðum, veðum og bréfum, en margar fyrirtækjaeignanna hrundu í virði í spilaborginni. Skuldirnar aftur á móti snarhækkuðu eftir 6. október, „the day when the lights went out in Iceland“.
Nú birtist í Mbl.:
Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing áttu eignir upp á tæplega 14.500 milljarða króna hinn 30. júní sl. og skuldir þeirra námu þá um 13.600 milljörðum króna. Eignir þeirra þá voru þannig tæpum 900 milljörðum króna umfram skuldir. Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikils virði eignir bankanna þriggja eru nú, en sú hætta er vissulega talin fyrir hendi að verðmæti eignasafna bankanna haldi áfram að dragast saman.
Plottið þykknar.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 00:50
Staðan er ekki auðveld Ívar og hugsanlega hefur þú rétt fyrir þér, þegar þú segir:
Hins vegar, veit ég ekki hvað þú hefur fyrir þér, þegar þú fullyrðir þetta. Voru ekki fulltrúar IMF með í ráðum, varðandi þessa leið ? Innlendu hlutar bankanna voru teknir út á núlli, með vísan til neyðarréttar. Var eitthvað tekið frá erlendum kröfuhöfum með aðgerðinni ? Auðvitað fær ekki hvaða fyrirtæki sem er, að forða rekstri á þennan hátt, en eignum var ekki stolið undan.
Greiðslufrestur á erlendum skuldum bankanna, er til að bjarga gömlu bönkunum og þeir verða að standa undir þeim greiðslum með endur-greiðslum af útlánum sínum. Börn og barnabörn eru ekki inni í þessari mynd.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 01:07
Er búið að mölbrjóta fjöreggið okkar íslendinga? (300.000 manns?)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:29
Grein Agnesar í Sunnudagsblaði Mbl. í dag tekur vel á ýmsu af þessu. Þar eru skuldir bankanna taldar um 14.500 milljarðar króna þann 30/6/08 en gengisvísitalan hækkaði um amk. 25% síðan þá (í platgengið núna), þannig að 17.000 milljarðar eru þá líklegar skuldir bankanna, raunar um 20 þús. ma. því að gengið er mun lægra en Seðlabankagengið.
Eignir bankanna falla um 1-2 milljarða á klukkustund (skv. greininni), eru seldar á 5-10% virði eða verða verðlausar, jafnvel milljarðatugir króna í einu. Allt eru þetta staðreyndir, en stjórnvöld hafa ekki sagt okkur frá þessu. Það er nú allt gagnsæið!
Er einhver eftir sem telur að ekki eigi að gera bankana gjaldþrota? Við erum komin „back to basics“, aftur að grunni og megum ekki binda okkur í risa- lagaflækju ábyrgðar á 17.000.000.000.000 kr. og hækkandi.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 02:03
Af hverju eru ekki eignir og fé bankanna frystar "med det samme"???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2008 kl. 02:08
Anna, Bretar frystu allt Landsbankans í Englandi og það mun ekki breytast fyrr en ríkisstjórnin semur af sér um greiðslur til Bretanna, í stað þess að þeir fái sinn eðlilega lága skerf út úr þrotabúi eftir dúk og disk. Ef við greiðum Bretum núna mikið, þá æfast allir hinir 295 kröfueltanti erlendu lögmennirnir og við gröfum enn dýpri gröf, all til þess að hökta áfram eins og gömul dísilvél í einn gjaldeyrislausan dag enn.
En Geir og Björgvin hljóta þá að halda enn einn innihaldslausan fréttamannafundinn um að allt verði í fína á morgun, án þess að birta eina einustu tölu.
Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 02:19
Ég vona svo sannarlega að þú hafir rangt fyrir þér ívar. Vonandi skýrist þetta í næstu viku. Annars getum við horft uppá landsflótta í hrikalegri stærðargráðu.
Stefán Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 05:50
Í mínum huga er nokkuð ljóst, að mikill landflótti verður frá Íslandi ef fer fram sem horfir. Þeir sem möguleika hafa á munu flýja land og hefja nýtt líf erlendis. Auðvitað er þar fyrst og fremst um að ræða okkar velmenntaða unga fólk. Auðvitað vill það ekki þurfa að eyða ævi sinni og barna sinna sem þrælar, og á auðvelt með að koma sér vel fyrir erlendis.
Fáir verða eftir til að greiða af fyrirhuguðum lánum. Hrunið verur því algert. Ég er ekki viss um að ráðamenn hafi hugleitt þetta.
Ágúst H Bjarnason, 19.10.2008 kl. 09:53
Ég skil alls ekki tilganginn með, að staglast á þessum háu tölum sem bankarnir kunna að hafa safnað sem skuldum. Þessar skuldir bankanna verða ekki greiddar, nema að því marki sem þeir hafa greiðslugetu til, ekki fremur en skuldir annara fyrirtækja sem lenda í greiðslustöðvun. Á móti skuldunum eru miklar eignir, en þær skila sér ekki nema á löngum tíma. Um þetta snýst áætlun ríkisins um bankana.
Ábyrgð gjaldþrota hlutafélaga er einungis bundin við eignir þeirra. Þetta gildir um hlutafélög um allan heim. Bankar eru engin undantekning, sérstaklega ekki þegar fjármálakerfið riðar allt til falls. Neyðarréttur er raunverulegur réttur sem hægt er að grípa til á neyðartímum og erlendir kröfuhafar geta ekki breytt þeirri staðreynd.
Lagalegar skuldbindingar Íslendska ríkisins vegna bankanna eru engar ! Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta er sjálfseignarstofnun, án allra skulbindinga af hálfu ríkisins.
Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 16:27
Sæll Ívar. Ég er alveg sammála þér í þessu. Það er óþolandi hversu litlar upplýsingar við fáum. Ég segi fyrir mig sjálfan að ég vil fara að fá botnfestu í þessu máli. Vita hver staðan er og hvað er framundan. Formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu í gær að staðan væri MIKLU VERRI EN MENN HÉLDU! Ég hélt að staðan væri mjög slæm!
Ég vil líka krefja mína menn um svör. Það er ekki nóg að Geir sýni stillingu og öryggi, meðan hann segir okkur ekki neitt.
Annað mál er að ríki verða ekki gjaldþrota. Slíkt er ekki til í alþjóðalögum. Það verður bara að semja af skynsemi þannig að ekki verði landflótti.
Gunnar Þórðarson, 20.10.2008 kl. 06:04
Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið
Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !
Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.