Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær

Þá er það komið á hreint: Kröfuhöfum verður ekki mismunað og japönsk Samúræjabréf eru ógreidd á gjalddaga hjá Kaupþingi (56 ma. í dag). Þar með eru 10-15.000 milljarða skuldir bankanna á okkar ábyrgð og eignirnar ganga upp í heildarskuldina eins og í þrotabúi. Sparifjárreikningar hlutast þá í besta falli niður í prósentum, en peningamarkaðssjóðir hefðu nær ekkert úr að spila.

Þessi IMF leið er ófær, að ríkið taki ábyrgð á lánum bankanna eða öðrum skuldum yfirleitt.

Úr frétt Mbl.:

„Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi þá verður ekki greitt af skuldabréfum bankans á meðan hann er enn til meðferðar hjá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins. Ekki sé hægt að mismuna kröfuhöfum og greiða einum en ekki öðrum."

Skýring síðar dags: Ég las ekki Bloomberg fréttina fyrr en núna. Þar er rætt um $61 milljarðs skuldir bankanna og það að óvíst sé hvað ríkið muni gera í því.

Leiðrétt var „Jöklabréf“ í „Samúræjabréf“ (japönsk bréf samsvarandi Jöklabréfum). Full hraðsoðið hjá mér á hlaupum.


mbl.is Vanskil af samúræjabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst þetta nú ofmat. Þetta er nú ekki opinber yfirlýsing og gengur bara út á að ekki verða greiðslur af lánum fyrr en skilanefnd hefur lokið störfum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: gummih

Hvaða jöklabréf ertu að tala um?

gummih, 20.10.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Þetta eru ekki jöklabréf.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er það sem legið hefur fyrir frá upphafi ! Íslendska ríkið tekur EKKI ábyrgð á erlendum kröfum á hendur bankanna, enda eru þeir hlutafélög án baktryggingar ríkisins. Þeir kröfuhafar sem um er að ræða, eru handhafar skuldabréfa.

Erlendir innistæðuhafar er aðskilinn hópur sem nýtur tryggingar Tryggingasjóðs innistæðuhafa og fjárfesta. Að auki gefa neyðarlögin þessum hópi forgang að eignum erlenda hluta bankanna.

Skuldir bankanna eru EKKI á okkar ábyrgð, heldur þrotabúa erlendu hluta bankanna. Takið eftir að enginn bankanna hefur ennþá farið í gjaldþrot. Það skeður ekki fyrr en Nýju bankarnir hafa verið stofnaðir og ef í ljós kemur að erlendir kröfuhafar vilja ekki semja um kröfurnar, með lækkun þeirra eða framlenginu.

Innlendir sparifjárreikningar eru full-tryggðir af ríkinu, en með peningamarkaðs-sjóði er farið í samræmi við reglur þeirra. Þetta þýðir vafalaust verðmætarýrnum, en þó ekki algjört tap. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.10.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar þú hefur haft á réttu að standa hingað til.

Hvað eiga þeir sparifjáreigendur að gera sem eru með sitt á almennum reikningum og gjaldeyrisreikningum?  Halda áfram að treysta ríkisbönkunum? 

Magnús Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 13:05

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég skil fréttina þannig að um sé að ræða afborgun af skuldabréfi Kaupþings í jenum (en krónubréf á móti?). Gildir einu, þar sem aðalmálið er að bankaskuldir Kaupþings verða ekki aðskildar frá öðrum skuldum og eignum í heildaruppgjöri hans. Skilanefndin, sem er á vegum ríkisins, mun (að lokum) komast að niðurstöðu sem er neikvæð um þúsundir milljarða króna.

Gott er ef Loftur Alice hefur rétt fyrir sér, að ríkið samþykki ekki aðrar ábyrgðir en Tryggingasjóð innistæðuhafa og fjárfesta. Annað heyrist manni á ráðamönnum, sem vilja IMF inn og semja á fullu við Breta og Hollendinga sérstaklega. Þar stendur hnífurinn í kúnni (eða kúnnanum): Ef samið er um heildarskuldir bankanna, þá erum við búin að vera.

Magnús, ég held svartagallsrausinu áfram. Í mínum hópi þykir öruggast að hreinsa nær allt af krónureikningum, borga allar skuldir eða inn á þær og reyna að fá gjaldeyrinn út í seðlum á meðan bandið sem heldur fallöxinni upp trosnar á methraða. Það hefur ekkert staðist sem sagt er hingað til, hví ætti það allt í einu að breytast? Svo dreymdi mig snjóflóð fyrir veginn í morgun og bankamaðurinn (vinur minn) slasaðist á fótum í draumnum. Því drífur maður í þessu.

Skýrsla IFM njósnarana er tilbúin, en við pupullinn þolum víst ekki að sjá slæmu tölurnar fyrr en búið er að skuldbinda okkur.

Ívar Pálsson, 20.10.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það stefnir bráðlega í að ríkið skuldi 1500 milljarða (erlend staða þess var neikvæð um 500 milljarða áður en það tók bankana yfir)og síðan bætast við skuldbindingar þess vegna gjaldþrota banka sem það hefur leyst til sín. Þetta er greinilega spurning um þúsundir milljarða og þjóðarbúið er sem sagt algjörlega fallít.

Baldur Fjölnisson, 20.10.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta grunaði mig, sá sjálfur aldrei fram úr þessari aðferð ríkisstjórnarinnar. 

Magnús Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 15:16

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er lítið rætt um málefni í þessu sambandi og hefur verið síðustu árin. Þetta hefur mest verið þjóðernisrembingur, tilfinningaklám, útúrsnúningar og strámannakjaftæði - og er enn. Trúverðugleika og trausti landsins hefur þannig verið útrýmt skipulega og ekkert sem bendir til þess að stjórnvöldin reyni að breyta þeim ógæfulegu vinnubrögðum sínum.

En þegar skuldir ríkisins verða komnar í 1500 milljarða þá mun augljóslega amk. þriðjungur tekna þess fara í vaxtagreiðslur sem aftur mun þýða stórfelldar skattahækkanir og/eða gríðarlegan niðurskurð hjá hinu opinbera. Landslýðurinn er þegar yfirskuldsettur með hlægilega yfirkeyptan húsnæðismarkað og súrrealískt vitlausan þjónustuvinnumarkað þannig að erfitt er að sjá hvernig hann á að geta þolað slíkar skattahækkanir og niðurskurð ekki síðan síst í ljósi hinnar gífurlegu kjaraskerðingar sem uppgufun krónunnar hefur þegar leitt af sér og mun bíta en harðar þegar líður á veturinn. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 20.10.2008 kl. 17:03

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Bloomberg um sölu eigna:

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=at3t08YzNH0g

``This isn't a normal, orderly bankruptcy so you have to assume the worst,'' said Simon Adamson, an analyst at debt research firm CreditSights Inc. in London. ``They're selling off the overseas subsidiaries as quickly as possible at fire sale prices, rather than looking to preserve value for bondholders. It's all unpredictable and heavily politicized.''

``Recovery depends on fire sales of foreign assets,'' Bill Blain, a broker at KNG Securities in London, wrote in a note to investors where he stated the price. This ``so far, has been done with appalling ineptitude,'' he wrote.

Ívar Pálsson, 20.10.2008 kl. 18:58

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er opinbert kennitölusvindl á risaskala.

"""The new entities have no obligation to bondholders of the institutions they are replacing, according to the Web site of the Icelandic Financial Supervisory Authority."""

Baldur Fjölnisson, 20.10.2008 kl. 19:19

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Orkufyrirtækin eru líka algjörlega fallít og orkusölusamningar sem erlendir leppar hafa gert við húsbændur sína eru grátbroslegir brandarar og er ég þá að reyna að orða þennan skrípaleik á nærgætnislegan hátt.

Baldur Fjölnisson, 20.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband