Ríkið fer beint í snöruna

Bretar lána £3 milljarða svo að við tökum ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans og göngum beint í snöruna. Þá eru einungis nokkur þúsund milljarðar króna eftir af skuldum bankanna. Þessi hörmung er líkast til hluti af IMF pakkanum til „lausnar vanda okkar“. Athugið að vextir á ári eru kannski 25 milljarðar króna og að 10% gengisfelling hækkar skuldina um 58 milljarða.

Þá er allt hitt eftir. Alþingi getur ekki samþykkt öll þessi ólán.


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Best að koma sér burr

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

burt

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Sigur!

Já ef gengið verður af þessari "aðstoð" er ekkert annað í stöðunni en að yfirgefa þessa hrjóstrugu en yndislegu eyju okkar og flytja sig suður á bóginn. Það gerir lundinn þegar harðna fer í ári!

Sigur!, 22.10.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Og gildran lokast um leiðitama þjóð, takk kærlega "landsfeður", þið stóðuð ykkur helvíti vel.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.10.2008 kl. 05:39

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ríkið fer beint í snöruna og ætlar að hengir heila þjóð.

Magnús Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 08:26

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég bendi á það á mínu bloggi að ef allar skuldirnar eru til 20 ára og það eru 5% vextir á öllu, þá eru þetta ekki nema 100 til 130 milljarðar (miðað við núverandi skráð gengi) á ári. svipað og öll útgjöld til heilbrigðismála.

Fannar frá Rifi, 22.10.2008 kl. 09:18

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sat á spjalli í sumar á Austurvelli við fyrrv. skipstjóra. Sími hans hringdi og á línunni var kollegi hans, sem tjáði honum, að fyrr um daginn hefði hann neyðst til að kasta frá borði 20 tonnum af þorski, gat ekki komið að landi með aflann. Aflaverðmætið ca. 20 millj. fullunnið.

Brottkast verður að stöðva strax!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.10.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband