Skuldir Íslands snarhækka

Óhamingju Íslands verður allt að vopni. Hvíta Rússland, Úkranía, Ungverjaland og Ísland fóru fram á amk. USD 20 Ma. lán frá IMF. Hávaxtaflótti fjárfesta er mikill og mun mikið af Jenum verða greitt inn til Japan. Jenið styrktist verulega, t.d. í 13 ára hámark gegn Bandaríkjadal og tveggja ára hámark gegn Evru. Skuldir Íslendinga hafa helst verið í Jenum, þannig að þær snarhækkuðu t.d. í nótt um kannski 200 milljarða króna.

 

Helstu markaðir Íslands hafa verið á Bretlandi, en breska pundið átti nú sitt mesta fall í 37 ár gagnvart Bandaríkjadal. Hlutabréfamarkaðir féllu um 5% til 9,6% um heiminn sl. sólarhring. Bandarískir vogunarsjóðir falla hverjir af öðrum, enda vilja fjárfestar koma sér burt meðan enn er von. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn fellur því hratt, þar sem selja þarf eignir til þess að minnka hraða skriðunnar. Eignir íslenskra lífeyrissjóða geta því hafa raskast enn frekar, en þó er von ef þeir hafa átt í bandarískum ríkisskuldabréfum, því að þau styrktust enn frekar.

 

Heildar- erlendar skuldir banka og fyrirtækja voru um 9000 milljarðar þann 30. júní sl. Síðan höfðu þær aukist og gengi gjaldmiðla hækkað um rúman fjórðung fram að síðasta degi frjálsra krónuviðskipta. Eftir það hefur Jenið síðan snarstyrkst, þannig að raunstaða krónu er afar slæm, óháð öllum bankavandræðunum. Þessir 9000 milljarðar eru amk. 12.000 milljarðar króna í dag. Ef bjartsýnisáætlun ríkisins gengur eftir munu kannski 80-90% skuldanna verða afskrifaðar þannig að 1-2000 milljarðar kr. verða eftir. Við bætum síðan 700 milljörðum króna skuldum við núna með lántökum. En hver 1% gengisfelling eykur þá skuldir um kannski 20 milljarða! Eignastaðan gæti þó jafnvel orðið sterk að lokum á þennan hátt. Það hefur verið mest á kostnað Þjóðverja (um 1/3 skuldanna) sem veðjuðu á okkur í krónubréfum og alls kyns skuldabréfum. Heilu byggðarlögin í Þýskalandi fara verulega illa út úr þessum Íslandsviðskiptum ásamt stærstu bönkum.

 

Ríkisstjórnin ætlar að láta okkur að bíða í kyrrstöðu í 10-12 daga í viðbót við vikurnar tvær af gjaldeyrisskorti og viðskiptahöftum á meðan bankamenn IMF reikna út gjaldhæfi okkar. Stjórnin hvetur útflytjendur til þess að hætta á það að peningar þeirra læsist í hryðjuverkalögum og keðjuverkunum, einungis til þess að skipta gjaldeyrinum í Seðlabankanum á tilbúnu gengi krónu sem er í engum tengslum við raunveruleikann á sl. tveim vikum, þar sem krónan hefur fallið á þeim tíma. Útflytjendur munu skipta gjaldeyrinum þegar verðið endurspeglar framboð og eftirspurn, en það er ekki fyrr en stjórnin setur krónuna á flot. Því boðaði stjórnin áframhaldandi stopp í 10 daga í viðbót.

 

Hér eru tenglar um ýmislegt af því sem gerðist í dag og í gær:

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aUp5S7WpH1MI&refer=home

IMF Considers Emergency Loan Program; Iceland Gets $2 Billion

 

http://online.wsj.com/article/SB122478654801263311.html?mod=MKTW

German Banks Now Face Big Losses From Their Misadventures in Iceland

 

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=ajAnLKnHlpm4&refer=home

U.K. Pound Weakens Most Since at Least 1971 as Economy Shrinks

 

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aLD.lHY14Fm8&refer=home

Global Stocks, U.S. Futures Fall, Led by Carmakers; Yen Rallies

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20602081&sid=aX4hc6aaFwqc&refer=benchmark_currency_rates

Yen Rises to 13-Year High as Investors Exit High-Yield Assets


mbl.is Spá 15,7% verðbólgu í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hvað verður þetta mikið á mann? Það er svo erfitt að átta sig á svona háum tölum.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sérðu ljós handan ganganna Ívar? 

Er annað í stöðunni en að skipta um gjaldmiðil eða að þjóðnýta kvótann, svo útflutningstekjurnar skili sér til landsins? 

Back to the basics!

Magnús Sigurðsson, 24.10.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Heidi, tapið er ótrúlegt á hluthafa og flesta aðra kröfuhafa. Skattgreiðendur líka, en enginn veit hvort við losnum alveg við Icesave. Sem betur fer ætlar ríkisstjórnin ekki að semja, en það getur þá kannski farið í hart í Bretlandi, með alls kyns stífni þar.

Ljósið handan gangnanna er skemur í burtu ef við sleppum við Icesave. Það yrði sannkallað Icesave. En trúlega þarf bindingu við einhvern gjaldmiðil, þar sem sterkur lánveitandi til þrautavara tæki við okkur. Hann er bara ekki að finna núna. Það hriktir meira að segja í Evrópusambandinu. Fólk ætti að lesa um efnahagsmál þess og öryggismál. 

Kvótaeigandi fyrirtæki eru flest rammskuldug í Jenum (oft vegna kvótakaupa) og ef við rænum af þeim kvótanum, þá kippum við fótunum undan útflutningnum sem við sárþörfnumst. En útflutningstekjurnar skila sér um leið og allt lánið skilar sér. Þetta kemur, en ekki ef upphæðirnar hjá ríkinu og styrkur kerfisins er of lítill. 

Ívar Pálsson, 25.10.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hitti útgerðarmann í gær sem er með togaraútgerð til margra áratuga auk fiskvinnslu.  Hélt að hann horfði fram á bjartari daga en hann kom inn á þetta með erlendu lánin.  Hans útgerð hafði m.a. orðið fyrir því að vera nýbúin að kaupa kvóta þegar skerðingin 2007 var tilkynnt þannig að þau kaup juku aðeins skuldir en veiðiheimildirnar ekkert.  Í dag sér hann erlendu lánin hækkað um tugi milljóna.

Er krónunni við bjargandi, er ekki svo komið að hún er öllu til trafala? 

Það er allavega vandséð að hún gagnist á næstuni  til að greiða niður skuldir hvað þá að hún verði gjaldmiðill til sem treyst verður fyrir sparnaði.

Magnús Sigurðsson, 25.10.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það mætti líka vejka athygli á rólyndi Þjóðverja gagnvert okkur þar virðast vera vinir í raun

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.10.2008 kl. 10:47

6 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Talandi um þjóðverja - ég hef alltaf sagt að þeir kunni að fara með peninga og fór þess vegna í Allianz á sínum tíma með viðbótarsparnaðinn. Verð að viðurkenna að mér er hætt að standa á sama um það núna. Hvað heldur þú Ívar.... er öllu óhætt hjá Allianz?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 25.10.2008 kl. 15:07

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Nú er búið að redda bankakerfinu fyrir horn og það á að taka gífurleg lán til að byggja upp eginn fjárhagsstöðu bankana.

Í ljós hefur komið að leggja á byggingaiðnaðinn á hliðina sem er 10% af þjóðarframleiðslu, ég ætla ekki að útlista afleiðingar þess.

En almenningur og fréttamenn hefa spurt forráðamenn þjóðarinnar réttilega " hvað á að greiða með þessum lántökum " svörin eru ein enn líging og útúrsnúningar.

Þeir þora einfaldlega ekki að segja þjóðinni af skuldastöðu sjávarútvegsins en mest af þessum lánum mun fara í að halda uppi gjaldþrota sjávarútvegi næstu 3-6 árinn.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.10.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband