29,2% verðbólguhraði

Verðbólguhraðinn er núna 29,2% skv. Hagstofu Íslands. Það eru um 29% sem verðtryggð lán hafa hækkað um á ársgrundvelli síðasta mánuðinn. Sjáið verðhækkanir í október (frá síðasta mánuði) í töflunni hér til hliðar. Hver ætli hækkun varanna verði á ári með þessum hraða?

Verdbolga okt 2008

 


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ef það væri hægt, þá vildi ég bara komast í burtu héðan. Lánin hækkar stöðugt og ekki er hægt að selja. Við erum föst eins og fangar á einangaraða eyju, en við skulum bara vera bjartsýnn, brosa, vera glöð og hugsa um hvað við höfum það gott miðað við sveltandi börnin í Afríku.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Baldur Már Bragason

Varstu ekki að skrifa aðeins og hratt núna Ívar?

"Það eru um 29% sem verðtryggð lán hafa hækkað síðasta mánuðinn" skrifar þú en hið rétta er að þau hafa hækkað um 2,16% sem vissulega myndu gera 29% á heilu ári.

Baldur Már Bragason, 27.10.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Heidi, ekki fara strax. Þetta er ekki svona slæmt:

Baldur Már, ég roðna við leiðréttinguna. Maður á ekki að henda svona niður á hlaupum. Það vantaði orðin „á ársgrundvelli“ og svo var fyrirsögnin röng. Takk fyrir ábendinguna.

Ívar Pálsson, 27.10.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hjón sem tóku 20 milljónir króna að láni fyrir sléttu ári - og hafa borgað af því skilvíslega - hafa nú, 12 mánuðum síðar, ekki lækkað höfuðstólin með sínum afborgunum, heldur hefur hann hækkað hann um 3 milljónir króna.

Hefði lánið verið tekið í september rétt fyrir hrun bankanna,  þá hefði það á einum mánuði hækkað um nærri hálfa milljón íslenskra króna (470 þúsund krónur). Þessi hækkun mun skila sér inn á greiðsluseðil manna í desember.

Hækkanirnar fara hvergi, fyrr en lánið er uppgreitt, einhvern tímann á ævikveldinu. En það var fyrst í dag sem félagsmálaráðherra skipaði starfshóp til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. 

samkv. visi.is

Magnús Sigurðsson, 27.10.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þú þarft ekkert að roðna Ívar og verðbólguhraðinn er áreiðanlega amk. 100% úr því að verðbólguhönnunarstofnun ríkisins neyðist til að viðurkenna að hann sé um 30%. Svo er krónan í raun gufuð upp en geðdeild seðlabankans er samt að úrskurða að hún sé einhvers virði með því að hindra að verslað sé með hana og endar það án efa með skelfingu enda öll stefna þessa opinbera vitlausraspítala miðuð við að hámarka tjón almennings eins og hefur lengi blasað við.

Baldur Fjölnisson, 27.10.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þetta er rugl ! Hvaða manni dettur í hug að bílar hafi hækkað um 4% milli mánaða og enginn innflutningur á bak við það. Ef það gengur eftir að aðflutningsgjöld verði felld niður við útflutning bíla frá Íslandi; eins og Bílgreinasambandið er að reyna að ná í gegn; munu bílarnir verða fluttir út á lægra verði en þeir upphaflega voru fluttir inn á. Þetta mun þá væntanlega þýða mikla lækkun og þ.a.l. mínus tölu á þessum lið í verðbólgumælingunni næstu mánuði.

Kristján Þór Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 09:59

7 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Æ Ívar, ég væri til í að gera þig að Seðlabankastjóra, þar sem þú gerir ekki nema ein svona "smámistök" annars lagið. Annars þýðir lítið að vera að hvetja fólk til að fara ekki, fólk mun flýja land þúsundum saman. Og þessi sturlaða vaxtahækkun dagsins mun valda þúsunda uppsögnum næstu daga. Þeir sem voru að spá í að þrauka, dettur ekki í hug að reyna að halda áfram með svona vitfyrt lið við stjórnvölin.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 28.10.2008 kl. 21:26

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, manni fallast hendur við þessa fyrirséðu IMF ákvörðun, að hækka stýrivextina í 18% fyrir bankana úti í heimi. Reynt er með því að hanga á síðustu 300 krónubréfamilljörðunum í stað þess að láta þá falla eins og öll hin bréfin. Í stað nýrrar byrjunar með hreint borð þá býður IMF okkur upp á endursýningar frá fyrri vetri, en nú með viðbættu efni!

Nú verða það bara gallharðir grjóthausar sem verða eftir á klakanum, eins og eftir stórubólu og móðuharðindin. Hvernig ætli við tækjum Kötlugosi núna? Við getum náttúrulega bara sett upp krákuhattinn eins og Georg gírlausi og látið okkur detta einhverja lausnina í hug.

Ívar Pálsson, 28.10.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja...50% af strykníni í viðbót inn í atvinnulífið og Davíð segist ekkert hafa haft um það að segja. IMF ráði nú seðlabankanum. Hann er þá væntanlega blaðafulltrúi bankans. Einnig kom fram í máli hans að Sjóðurinn muni hafa afskipti af fjárlagagerð, svo okkur er þá væntanlega stjórnað af erlendum prívatbönkum, sem eru að undirbúa jarðveginn fyrir útsölu á landsgæðunum.

Hver eru skilyrðin fyrir utan þessa fyrirsjáanlegu sturlun? Það hefur enn ekki komið fram.

Hitt er annars athyglisvert líka, sem kemur fram í þessari grein.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2008 kl. 21:39

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Hið sanna andlit IMF er einkabanki, þar sem stærsti eigandi er BNA og hefur alltaf formennsku. IMF sér til þess að ríki borgi skuldir „sínar“ (sem er það sem ríkið okkar er að forðast, enda eru skuldirnar varla þess). IMF minnir mig á það þegar Ríkisendurskoðun mætti í fyrirtæki nokkurt með þrjá menn. Allt reyndist í lagi, en ekki mældi framkvæmdastjórinn með þeirri skemmtun. Hillurnar tómar og hann sat eftir hugsandi: „hví ég?“

Ívar Pálsson, 28.10.2008 kl. 21:59

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fæ ég svona tilfinningu manns í brennandi húsi. Hverju bjarga ég fyrst? Það fyrsta sem mér dettur í hug er að gera stjórnarskrárbreytingu með hraði og setja inn ákvæði um þjóðareign á auðlindum okkar. Þar tek ég loks undir með Guðna Ágústsyni, sem undanfarið hefur ekkert sagt af viti nema þetta og það bætir alla aðra vitleysu upp.

Málið er nefnilega það að hér er verið að undirbúa jarðveginn fyrir að koma þessu öllu í prívatsektorinn og það hinn ameríska.

Til hvers eru stýrivextir hækkaðir svona?

1. Ti að slá á þenslu í samfélagi, sem er nánast stopp?

2. Til að ganga endanlega frá þeim sem skulda íbúðarlán og gera heimilin gjaldþrota?

3. Til þess að leggja öll framleiðslufyrirtæki á hliðina og þar með alla verga gjaldeyrisöflun?

4. Til að laða að fjármagn (eina ferðina enn) í fjármálaumhverfi sem hefur gersamlega fyrirgert trausti sínu?

5. Til að knýja þjóðina til að leigja eða selja orkulindir og fleiri auðlindir fyrir slikk til erlendra auðjöfra?

6. Til að fá peninga til að borga skuldir auðmanna og senda reikninginn á gjaldþrota íbúa landsins?

7. Til að styrkja gjaldeyrisstöðu bankanna (hvernig?) Svo þeir geti tekið til við sama leikinn aftur?

Getur þú sagt mér hvað liggur að baki? Ég fæ ekki séð neina skýringu á þessu.

Er rétt að fara að pakka ofan í töskur og gleyma Íslandi eins gömlum draum um stolt og sjálfræði?

Hjálp!

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, spurningar þínar eru hárbeittar og svara ég öllu neitandi. Við erum komin út á Rökkursviðið (Twilight Zone).

Ívar Pálsson, 29.10.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband