Lánin yfir í fallandi krónur

Þann 7. nóvember árið 2007 var krónan sterk í síðasta sinn.  Jen IKR 160 prosent 1 arJenið hefur hækkað um 160 prósent á þessu eina ári síðan, en skuldir Íslendinga eru helst í Jenum. Búist er við frekari styrkingu Jensins. Breska Sterlingspundið hefur aftur á móti „aðeins“ hækkað nær helmingi minna, um 66 prósent, en drjúgur hluti tekna Íslands er í pundum. Nú er SPRON að breyta erlendum lánum í krónulán, sem ætti að koma sér vel í frekara gengisfalli krónunnar.

Gjaldeyrishöft og viðskiptatregða geta orðið örlög okkar í einhvern tíma. IMF gerir kröfur, ekki er von á öðrum gjaldmiðli og varla verður krónunni fleytt nema fram af fossi. Nær algjör höfnun ríkisábyrgða á bönkunum virðist framundan. Vonandi verður sú skýra afstaða ofan á, því að annars verður eilíft fúafen hlutskipti okkar.

GBP ISK 66 prosent 1arGert er ráð fyrir gengisfalli, t.d. í góðri greiningu Kaupþings um fleytingu krónunnar. Það er að vísu búist við bata krónu eftirá, en þar tel ég t.d. að ekki sé gert nægjanlega ráð fyrir því að útflytjendur takmarki krónukaup sín ef krónan styrkist of mikið fyrir þeirra smekk. Einnig verður fjármagnsflótti líkast til meira afgerandi en Kaupþing lýsir honum og hugsanlega varanlegur.

Besta ávöxtun hér fæst áfram með greiðslu skulda. Þó gætu aðgerðir stjórnvalda verið á þann máta að það borgi sig að doka við með það, ef neyðaraðgerðir til jöfnunar skulda þurrka út ábatann af því.

En allar leiðir liggja til Rómar: Krónan fellur áfram, líklega um 30%.


mbl.is Fara yfir lánasamninga viðskiptavinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En leggur þú trú á spá seðlabankanns um 10% verðbólgu? 

Verða vísitölurnar fiffaðar til að endurspegla svo lága verðbólgu í gegn um hrap krónunnar?  Er það hægt? 

Ef við sjáum fram á 40+% verðbólgu, verður verðtrygging afnumin?  Ekki láta þeir stórann hluta fólks fara undir hamarinn?

Afsakaðu allar þessar spurningar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Seðlabankinn ekur alltaf með augun á bakspeglinum. Vísitalan er meðaltal síðustu 12 mánaða, þannig að kúrfa eins og hér birtist, með bröttu risi í lokin, endurspeglar alls ekki raunveruleikann þá stundina heldur er að væflast með hann út heilt ár. Þannig verður kalt, kalt, kalt , kalt, volgt, volgt, volgt, volgt, heitt, heitt, brennheitt, sjóðandi, slíkt verður bara volgt, þótt þú standir í sjóðandi vatni.

Verðbólguhraðinn er það sem máli skiptir og hann er 30-50%. Nú vantar flestar vörur og nýju vörurnar eru á nýju gengi. Stóru innflytjendurnir hafa þurft að kaupa Evru á svörtu á 180-200 krónur. Hækkanirnar verða hrikalegar, hreinsun er í fletum geirum og nokkrir stórir aðilar (jafnvel nýir) verða eftir í hverjumgeira.

Hver á að borga verðfallið? Ef verðtrygging er afnuminn, eru ríkisbankarnir (við) þá ekki að taka að okkur að borga niður skuldir skuldaranna? Hvað með ráðdeildarsamt fólk? Það borgar skuldir hinna og horfir svo upp á söfnun sína brenna upp eins og ca. árin1970- 1983. Einhver borgar fallið. Líkur eru á jafnaðarmannapökkum í anda Jóhönnu og þar með greiðum við öll, en þá kemur að því enn og einu sinni: alls ekki spara í krónum. Kaupið gjaldeyrisseðla og gullklumpa og geymið þá í bankahólfi. Allt annað er byggt á sandi í dag.

Annars, hvað veit maður?

Ívar Pálsson, 8.11.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Höfundur ókunnur

Línkurinn á greiningu Kaupþings er laskaður, það væri mjög gott ef þú gætir lagfært hann (til að svala forvitni minni).

Takk svo fyrir ágæt skrif.

Höfundur ókunnur, 8.11.2008 kl. 12:01

4 identicon

Þakka þér fyrir - ég persónulega vil frekar að þjóðfélagið taki á sig einhverjar byrðar til að hjálpa fólki að halda í nauðsynjar, svo sem húsnæði, frekar IMF þrælabaggann.

Það gildir þó svo heppilega vilji til að við höfum selt íbúð okkar, sem við áttum að 50% eða svo (erfitt að eignast skuldlaust í þessum verðtryggðu skuldum), þannig að persónulega græði ég ekki á niðurfellingu verðtryggingar.

Ef við hefðum enn "átt" fasteign okkar, þá væri eignarhluti okkar að hverfa í verðtryggingunni, og fara svo í heiftarlegan mínus, ef fasteignaverð lækkar um 30+% af nafnverði eins og spáð er.

Í staðinn er hann að hverfa vegna þess að við eigum þessar blessuðu krónur.  En að minnsta kosti þurfum við ekki að klifra upp á núllið.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt hjá þér Ívar að sparifjáreigendur og lífeyrisþegar, núverandi og væntanlegir, myndu borga fyrir afnám verðtryggingar.

Á móti kemur að við erum að drepa fólk á aldrinum 30-55 með skuldum og vinnuþrælkun til að lífeyrisþegar geti safnað spiki. Er það réttlætanlegt?

Ég á sjálfur séreignarsparnað, en ég myndi sætta mig við að hann væri bara farinn vegna verðhruns krónunnar og sennilega er hann farinn.

Ég vil losna við þessa tilfinningu að ég búi í Suður-Ameríku. Annars flyt ég bara þangað. Allavega skárra veður þar!

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Tengillinn yfir í greiningu Kaupþings vill ekki virka. Hann er PDF skrá sem ég kann ekki að koma fyrir inni á blogginu. Veit einhver um það?:

Krónan á flot_Nóv 2008

Ívar Pálsson, 8.11.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ívar þetta virðist vera tengill af öryggisvörðu svæði (https.) Það þarf aðgangsorð.

Þú getur aðeins sett hann inn með því að smella á keðjuna í athugasemdasvæðinu og afrita slóðina í Link/Url svæðið ef hann er af opnu vefsvæði.

Ef þú hinsvegar getur vistað PDF-skjalið sem mynd geturðu sett það í myndaalbúmið hjá þér. Það er hægt t.d. með PrintScreen takkanum.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband