Reglur IMF: réttur hinna sterku

Framkvæmdaháttur IMF er útskýrður á vef þeirra, með útdrætti og lauslegri þýðingu hér. Ljóst er að IMF fer inn í land til þess að fá það til þess að greiða skuldir sínar til meðlimanna. Sjóðurinn fer inn fyrir hönd allra meðlimanna, ekki endilega til aðstoðar landinu eina sem um ræðir. Það sem meðlimur á að gera:

  • ·         að láta eigin gjaldmiðil til skipta á öðrum gjaldmiðlum á frjálsan og óheftan hátt.
  • ·         að halda IMF upplýstu um fyrirhugaðar breytingar á fjármálalegri og peningalegri stefnu sem mun hafa áhrif á hagkerfi meðlima IMF
  • ·         að því marki sem mögulegt er, að aðlaga þessi stefnu samkvæmt ráðgjöf IMF til þess að samræmast þörfum alls IMF samfélagsins.

Þar sem íslenska ríkið hefur ákveðið að greiða ekki skuldir bankanna, þá ber því að senda IMF burt, enda eru mál þeirra í lás. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tefur því fyrir úrlausn málsins, sem er trúlegast beinn samningur við Noreg, Kína, Japan osfrv.

http://www.imf.org/external/pubs/ft/exrp/differ/differ.htm

The rules of the institution, contained in the IMF's Articles of Agreement signed by all members, constitute a code of conduct. The code is simple: it requires members

·         to allow their currency to be exchanged for foreign currencies freely and without restriction,

·         to keep the IMF informed of changes they contemplate in financial and monetary policies that will affect fellow members' economies, and,

·         to the extent possible, to modify these policies on the advice of the IMF to accommodate the needs of the entire membership.

To help nations abide by the code of conduct, the IMF administers a pool of money from which members can borrow when they are in trouble. The IMF is not, however, primarily a lending institution as is the Bank. It is first and foremost an overseer of its members' monetary and exchange rate policies and a guardian of the code of conduct. Philosophically committed to the orderly and stable growth of the world economy, the IMF is an enemy of surprise.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Reynisson

Er þá nokkuð annað að gera en að semja við Norðmenn um nýjan "gamla sáttmála".  Er það ekki plan B.  Við erum greinilega ekki hæf til að stjórna þessu landi sjálf hvort eð er.

Tökum upp Norska krónu og fáum Norskar herþotur til Keflavíkur.

Mætum öll með Norska fánann á Austurvöll á Laugardaginn.

Aron Reynisson, 12.11.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

IMF er þá innheimtustofnun en ekki bjargráðasjóður. Gott að hafa það svona á beinu.

IMF samfélagið? Eru þeir alveg að missa sig í Global goverment vitfirringunni? Ætli þetta sé Freudean slip?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Aron, heja Norge.

IMF er innheimtustofnun, það er rétt. En ég hefði kannski mátt þýða  needs of the entire membership  beturþegar vel er að gáð: Þarfir allra meðlimanna. Sú þýðing hefði bara mátt miskiljast svo auðveldlega!

Ívar Pálsson, 12.11.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að við verðum að fara að skilja að við fáum ekki að hvíla í kjöltu neins. Núverandi ríkisstjórn hagar sér eins og smákrakkar í sandkassa og er að bíða eftir að mamma þeirra sæki þá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:28

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Íslenska ríkinu ber engin skylda til þess að greiða skuldir,sem einkafyrirtæki (bankar) hafa stofnað til erlendis.IMF á ekki að innheimta neinar skuldir einkafyrirtækja.Öðru máli gegnir um ríkisskuldir.En meðlimir IMF ( Bretar,Hollendingar) misnota aðstöðu sína og koma í veg fyrir að IMF afgreiði lán til Íslands. Ísland er stofnaðili að IMF og hefur greitt til sjóðsins árum saman. Island á rétt á láni úr sjóðnum.Bretar og Hollendingar geta tafið lánveitinguna en ekki komið í veg fyrir hana.

Með kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Hollendingar eru vel svekktir yfir Icesave og draga ekki dul á það að IMF skuli beitt til þess að fá okkur til þess að greiða. Bretar þora ekki að viðurkenna það. Sameiginlega þá virðast þeir hafa náð að stöðva IMF lánið og ESB lánið og kannski öll hin.

Eins og ég hef sagt áður, Kínverjar koma jafnan til aðstoðar án skilyrða ef það hentar báðum aðilum.

Ívar Pálsson, 12.11.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hið opinbera stoppaði þessi einkafyrirtæki og gerði þau að sínum. Það hafði ákveðnar afleiðingar. Hið opinbera ber því ákveðna ábyrgð. Nú má vel vera að þessi fyrirtæki hefðu rúllað á hausinn hvort eð er en hvort og hvenær það hefði getað gerst er bara ekki hægt að segja um. Það eina sem liggur fyrir er atburðarásin síðan hið opinbera fór inn í bankana. Aðfarirnar hafa greinilega ekki vakið traust erlendis hjá stofnunum sem gætu reitt fram lánsfjármagn sem máli skiptir í þessu dæmi. Það er eitthvað óhreint við þetta allt saman og eins og sé dash af geðveilu í kássunni og þónokkuð af því sem einu sinni var kallað heimska en vandamálafræðingar nútímans kalla væga vitsmunalega hömlun.

Baldur Fjölnisson, 12.11.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Sævar Helgason

Við erum mjög skemmd þjóð meðal þjóðanna. Og ástæðan er sú að 1944 þegar við stofnuðum lýðveldi með ábyrgð BNA - féll okkur í skaut ábyrgð þessa mikla heimsveldis. Við fengum margt fyrir lítð - áratugum saman útá Keflavíkurstöðina. Öll okkar þorskastríð voru ábyrgst af BNA- að við fengum okkar fram að fullu gagnvart öðrum þjóðum, einkum bretum.  Hótununin ein um frávísun frá Keflavík var okkar vopn sem við beittum óspart. Gremja annara þjóða og einnig í BNA, útí okkur vegna þessa sífelldu þvingana , safnaðist fyrir ,allir voru búnir að fá sig fullsadda af þessari dekurdúkku sem við vorum. Að lokum sparkaði BNA okkur og yfirgáfu landið.  Við vorum ein á báti- en töldum okkur fær á allan sjó- Útrásin fór i algleyming villt og galið einkum galið.  Og að lokum efnagagshrun með 14 falda landsframleiðsluskuldaklafa eftir sukkið.  Og dekurdúkkan sem alltaf var vön að fá allt uppí hendurnar og bera enga ábyrgð í útanríkismálum- er alveg undrandi á óskammfeilninni í nágrannaþjóðunum að ætlast til að við stöndum við eðlilegar skuldbindingar ....  Við erum algjörlega einangruð með þetta viðhorf okkar...  Við erum orðin ábyrg gerða okkar.

Þetta finnst mér

Sævar Helgason, 12.11.2008 kl. 21:30

9 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Málið sníst um grundvallar brot allra siðmentaðar þjóða, en það er jafnræðisregla sem Ísland hefur brotið.

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að vernda sérstaklega reikninga Íslenskra sparisjóðseigenda er brot á jafnræðisreglu, en hinsvegar hefði verið hægt að komast fram hjá henni en það er annað mál og of seint að tala um það núna.

Ég á ekki von á að þjóðir sem brotið var á gefi eftir, hér er um grundvallarmannréttindi að ræða.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.11.2008 kl. 22:59

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Absalútt, en við höfum samt verið uppfyllingarleikarar í mjög stóru leikriti síðustu öldina. En samt er þjóðargjaldþrot okkar einhvern vegið að verða að aðalhlutverki enda hafa handritshöfundar leikritsins fyrir löngu misst stjórnir á sköpunarverki sínu. Það er erfitt að skipuleggja mannlegt eðli og fella það í fyrirframákveðna atburðarás. Við erum að tala um milljóna ára þróun sem þarf að bylta á nokkrum öldum. Það er augljóslega vonlaust. Hraðinn er of mikill. Þetta snýst um grunneðli mannskepnunnar sem er hið sama og fyrir 50 þúsund árum á meðan heimurinn æðir áfram á tryllingslegum hraða og telur sig sífellt vera að enduruppfinna sig. SEm er auðvitað blekking sem skýrir hvers vegna maskínan sem býr til þessa blekkingu selur okkur pólitíkusa sem hamra á því að við eigum ekki að pæla í hinu liðna heldur ávallt horfa fram á veginn. Það virkar kannski á einhverja hálfvita svo lengi en svo hættir það að virka af grundvalllarástæðum og við sitjum uppi með algjörlega málefnalega gjaldþrota lið í æðstu stöðum sem sem enginn heilvita maður utan lands sem innan tekur minnsta mark á. Burt með spillingarliðið.

Baldur Fjölnisson, 12.11.2008 kl. 23:09

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Baldur þú talar í löngum setningum. Getur ekki verið að allir þessir útlendingar séu bara komnir með ógeð á sjálfstæðisflokknum eins og ég. Ríkisvaldið hefur aldrey virt jafnræðisreglu gagnvart þegnum sínum. Svo halda þessir kappar GH og fleiri að þeir geti bara haldið uppteknum hætti við stórþjóðir. Staða þeirra núna er þannig að þeir eiga bara óvini. Almenningur er óvinur þeirra og aðrar þjóðir eru óvinir þeirra. Skildu þeir nokkuð fara að fatta að þeim hafi orðið á í messunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:39

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Síkópatar leita geðveilu sinnar vegna gjarna í störf og aðstöðu þar sem þeir geta sinnt sinni kontróláráttu og lygasýki. Þeir sækja því í stjórnmál sem skítaflugur í kúadellu. Ég er nú ekki að halda því fram að allir stjórnmálamenn séu undir þessa sök seldir, síður en svo, en því er ekki að neita að botnhratið í þeirri starfsgrein fellur alveg undir skilgreiningar geðlækninga á síkópötum. Þar sem um samviskulausar lygamaskínur er að ræða sem einskis svífast í viðleitni sinni við að ráða yfir öðrum, geta þeir náð ansi langt og valdið gífurlegum skaða.

Baldur Fjölnisson, 13.11.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband