WSJ myndband um fall Íslands

Wall Street Journal birti þetta áhugaverða myndband á annan í jólum um það hvernig Ísland féll saman. Tengillinn sem ég birti á blogginu virkaði illa, smellið því á tengilinn í setningunni.

Það er erfitt að horfa á þetta svona sem orðinn hlut!


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Takk fyrir að benda á þetta myndband. Mjög áhugavert og góð skrif yfirleitt.

Sigurður

Sigurður Ingólfsson, 28.12.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er margsannað að "glöggt er gests augað" og oft höfum við orðið vitni að því Íslendingar. Betur hefðum við beislað þjóðarhrokann og hlýtt á þung aðvörunarorð erlendra hagspekinga sem við hefðum getað nýtt okkur mikið til að draga í það minnsta úr þeim skaða sem við blasti þegar upp úr síðustu áramótum. Útlendingar hafa reyndar líka horft gleggri augum á þau verðmæti sem við eigum í náttúru landsins og víðernum; verðmæti sem kalla ekki endilega á að verða að peningum gegnum málmbræðslur.

En ég þakka þér fyrir ágætar bloggfærslur á úthallandi ári. Þið Húnvetningar mættuð gjarnan láta heyrast meira til ykkar í þjóðkórnum, þó ég sé nú ekki beinlínis að ásaka Sauðanessmenn um hlédrægni.

Gleðilegt ár 2009! 

Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Örn Ragnarsson

Sæll

Við erum víst frændur en þaða er aukaatriði.

Má til að þakka fyrir að benda á þetta ágæta myndband. Tel að þarna hafi kaninn hitt naglann á höfuðið. Greiningin er skýr.

Verst að ríkisvaldið er ekki farið að gera neitt til að negla þessa djöfla sem ollu þessu öllu. Mann grunar að þeir fái milda meðferð og jafnvel allt afhent aftur á silfurfati.

Kveðj

Örn Ragnarsson

Örn Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott myndband

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka ykkur fyrir jákvæð viðbrögð og athugasemdirnar um bloggskrifin. Hvað segir þú Árni, förum við Sauðnesingar ekki alltaf með veggjum! Hér ofar er nú annar, hann Örn Ragnarsson. Ég sá bara áðan að afar okkar voru bræður. Svona er þegar við systkinin erum átta og föðursystkinin voru tólf talsins. En það er gaman kynnast fleirum, ekki síður náfrændum!

En myndbandið og jólin hafa sýnt manni að skaðinn er skeður. Nú tekur maður gamla spjaldið úr hausnum og setur nýju uppfærsluna inn, sættir sig við að stór hluti gömlu gagnanna tapaðist en getur nú hlaðið inn nýjum forritum í sjokkeraðan hausinn. Árið 2008 heyrir sögunni til. Því fyrr sem við sættum okkur við það, því hraðari er batinn. Eltingarleikur við sökudólga er ekki á mínum aðgerðarlista, enda yrði hann „leit að villtum gæsum“ eins og Kaninn orðaði það, kynni hann íslensku.

Ívar Pálsson, 29.12.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband