Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið

Ríkið sekkur í æ dýpra skuldafen Overloadá meðan samþykkt er að greiða skuldir bankanna. Evrópusambandsaðild verður ekki að veruleika nema að við fetum áfram þessa ógæfubraut og tökum á okkur skuldir fram og til baka þar til samningsstaðan er nákæmlega engin. Þá getur ESB og bankar þess gengið að orkunni og auðlindunum vísum, en aðalmál ESB til frambúðar er að vera sjálfu sér nægt um orkuöflun.

Hver þeirra sem ráða þorir að berja í borðið og mótmæla því umorðalaust að við greiðum skuldir bankanna? Það fer að verða of seint, en er áfram eina lausnin, því að klafinn á kynslóðirnar er engin lausn. Betra er að hafa minni tiltrú og traust þjóða í fjármálum, sem er hvort eð er í lágmarki, heldur en að vera skuldum hlaðinn og hafa þannig ekkert traust og engan tilgang með vinnu manns um aldur og ævi.

Ríkið heldur áfram að krukka í eignir bankanna og að taka þannig á sig (þ.e. okkur) skuldir. Neyðarlögin og flestar aðgerðir til varnar sparifjáreigendum standast tæpast stjórnarskrá og gætu orðið felld úr gildi. Notum tækifærið fyrst viðsemjendur ríkisins í Icesave gera auknar kröfur í vöxtum og skilmálum og höfnum þeim samningum. Sættum okkur við það að bankarnir urðu gjaldþrota í vikunni eftir 6. október 2008 og miðum aðgerðir okkar við þá staðreynd. Ef við gerum það ekki og dönsum þennan andskotans, þá endar ríkið sjálft á hausnum. Þau sem halda að ESB eða IMF vilji bjarga okkur ættu að fara í skoðun. Þessir aðilar dansa glaðir á gröf landans.


mbl.is Lánshæfi Íslands lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ertu hræddur við ESB? Mikið hljóta Danir Svíar og Finnar að hafa tapað miklu á að fara í ESB, bara öllum auðlindum sínum og fleira og fleira. Nei kaupi ekki svona áróður.

Valsól (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Valsól, ég hræðist ekki ESB, heldur undanlátssemina við bandalagið. Evrópskir kröfuhafar hljóta að beita öllu sínu afli til þess að ESB/IMF þrýsti íslenska ríkinu til samninga um greiðslu skulda íslensku bankanna eins og þær væru okkar skuldir.

Ívar Pálsson, 12.1.2009 kl. 17:30

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ívar.  Þú ert allt of tortryggin gagnvar ESB og IMF.  Sjálfur er ég að missa allt traust á Íslenskum stjórnmálamönnum og ekki síður Íslenskum stofnunum.  Ég var að enda við að lesa grein Carsten Valgreen um bankahrunið, en hann er fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank og var einn af útgefendum skýrslu um íslenskt efnahagslíf 2006.  Það er þyngra en tárum tekur að sjá hversu illa okkar fólk tók á slíkum aðvörunum, sem settar voru fram á hlutlægan og vandaðan hátt.  Brugðust okkar fólk við viðlíka?  Nei alls ekki og ef ég man rétt sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins að maðurinn (C.V.) þyrfti að fara í endurmenntun þar sem skýrslan væri svo vitlaus.

Ég horfi til ESB ef hægt verður að ná samningum um sjávarútvegsmál.  Ég hef reyndar ekki skilið umræðuna um auðlindamál og það að ESB ætli að ræna orkuframleiðslu okkar.  Hvernig má það vera.  Draga Vatnajökul til Parísar og láta hann bráðna þar?  Ég sé enga aðra stöðu til framtíðar en að ganga í myntbandalag ESB.  Ég er svona stemmdur núna en lofa því að þegar kemur að atkvæðagreiðslu mun ég taka vitræna og yfirvegaða ákvörðun.  En aðalmálið er núna að við verðum að fara í samningaviðræður.  Sjálfstæðisflokkurinn á að taka forystu í því máli en ekki endilega í að samþykkja inngöngu.  Fara í viðræður og sjá hvað við fáum út úr því.

Gunnar Þórðarson, 12.1.2009 kl. 17:51

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 Ívar þú ert allt of hræddur við EU aðild. Gerðu bara eins og ég. Ég vil ekki í EU til að finna fyrirheitna landið, heldur til að lostna undan óhæfum íslenskum stjórnmálamönnum. Doddsson sagði sjálfur að ef við gengjum í EU þá myndu íslenskir stjórnmálamenn missa allt vald yfir efnahagsmálum landsins. Það yrði það besta sem fyrir þjóðina gæti komið.

 Annars með samninga um fiskveiðimál. Það er að spyrjast út nú að íslenskar veiðiheimildir eru hvort sem er gengnar okkur úr greipum, veðsettar í topp í erlendum bönkum. Kannski voru þeir að hugsa um eitthvað slíkt þegar þeir ákváðu að láta bankana ekki rúlla og kröfuhafana ekki hirða veðin. Ég veit ekki, en er óveiddur íslenskur fiskur ekki að ganga okkur úr greipum hvernig sem fer.

 Það er allavega orðið fáránlegt að láta fiskveiðimál standa í vegi fyrir inngöngu okkar í EU.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 12.1.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ívar

Þetta eru mjög athyglisverðar umræður hér. Ívar talar af skynsemi og yfirvegun um þessi mál. Sú staða sem Jóhannes er að lýsa er einnig rétt.

Það er engin framtíð með óbreytt ástand, hvorki efnahagslega né stjórnmálalega.

Ég er einn af þeim sem vill að fyrsta skrefið verða að taka einhliða upp evru en sækja jafnfram um aðild að ESB og tilkynna að stefnt sé að því að uppfylla Maastricht skilyrðin innan 4 til 6 ára. Ég bara sé ekki fyrir mér næstu 4 til 6 árin með íslensku krónuna.

Hvað ef þjóðin hafnar aðild og við sitjum uppi með krónuna um ókomin ár. Þá verður að vera til paln B. Plan B er að hafa tekið upp evruna núna þegar það er lag vegna núverandi aðstæðna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Samkvæmt skoðun minni á þessari tilskipun ESB nr. 97/9/EC um tryggingar á innistæðum, þá segir hvergi í henni, að ríkið eigi að taka yfir þessar ábyrgðir/skuldir, ef sjóðurinn hefur ekki efni á að greiða.  Í tilskipuninni segir að ríkið eigi að til staðar sé "investor-compensation scheme".  það segir hvergi að ríkið eigi að fjármagna sjóðinn.  Það sem meira er að í lið 4 í grein 4 segir t.d.:

4. A Member State may limit the cover provided for in paragraph 1 or that referred to in paragraph 3 to a specified percentage of an investor's claim. The percentage covered must, however, be equal to or exceed 90 % of the claim as long as the amount to be paid under the scheme is less than ECU 20 000.

Þetta get ég ekki skilið öðru vísi, en að hægt er að takmarka ábyrgð sjóðsins.  Vandamálið er að þegar ríkið ákvað að tryggja innistæður hér innanlands, þá varð því óheimilt að mismuna kröfuhöfum upp að EUR 20.000.  Lausnin á þessu máli er að draga til baka vernd á sparifé í bönkunum hér innanlands og þar með er hægt að segja við Breta og Hollendinga að við munum ekki dekka icesave umfram það sem Landsbankinn getur staðið undir.  Vissulega yrði þetta skellur fyrir innlenda sparifjáreigendur, en hann væri mun minni, en skellurinn af icesave er fyrir íslensku þjóðina.  Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju menn bökkuðu ekki með innlendu verndina, þegar þeir áttuðu sig á því hvað hún kostaði okkur vegna icesave.

Annað vandamál hér er mismunurinn á tilskipun og íslensku lögunum.  Lögin líta á sjóðinn sem sjálfstæða lögaðila, en tilskipunin virðist ganga út frá því, án þess að segja það beint, að ríkið eigi taka upp slakann, ef sjóðurinn er ekki nógu fjáður til að greiða kröfur sem gerðar í hann.

Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill!

Heidi Strand, 13.1.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, til hamingju með Masterinn. Það er varla að maður þori að andmæla þér núna! En við verðum samt að stilla fókusinn. Flest mín skrif hafa bent á glapstigu bankamanna og stjórmálamanna, en það þýðir ekki sjálfkrafa traustsyfirlýsing á starfsbræður þeirra í ESB.  Nú eru örlagasamningar í gangi. ESB (+bankar, stofnanir og einstök ríki) er mótaðilinn. Þetta er miklu stærra en EFTA samningurinn og EES  forðum. Málið er að ekki er hægt fyrir Ísland að semja í þessari stöðu, eins og ég varaði oft við fyrir fallið. Ef grundvallarforsendan er röng, þ.e. að bankaskuldirnar séu skuldir ríkisins, þá er ekki hægt að ganga til samninga fyrr en það mál er útkljáð. Yfirráð yfir orkunni er ein stærsta leiðin til greislu skulda, IMF hefur sannað það víða.

Gjaldmiðillinn er annað mál. Krónan var misnotuð herfilega í mörg ár og tilheyrir sögunni. Ég mælti með Norskri krónu fyrir daufum eyrum. Einhliða upptaka Evru, til þess að það gerist strax, er líklegasta leiðin í átt að stöðugleika, en ESB getur gert okkur lífið leitt þegar ljóst er að við getum ekki og munum ekki borga þessar sjúklegu skuldir. Við getum svo sem farið í aðildarviðræður til þess að fá frið við einhliða upptöku Evru en fella síðan aðild seinna í þjóðaratkvæðagreisðlu og höldum Evrunni. En ESB veit vel um örvæntingu okkar og nýtir sér hana til hins ýtrasta.

Sveinn Elías, 17 árin voru góð framan af en síðan var Fíatinum ekið á 12.000 snúningum eins og kappakstursbíl í lokin. Það getur gerst á bestu bæjum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera upp við sig hvort hann vill halda áfram að líma saman fólk á miðjunni við hægri sinnaðar sjálfstæðismanneskjur, eða að kveðja okkur frjálshyggjufólkið til þess að friðmælast enn við Samfylkinguna, með þeirri reynslu sem það hefur skilað. Geir Haarde er trúlega alltaf frjálshyggjumaður, en í álögum Samfylkingar sem stendur.

Jóhannes Snævar, fyrst frelsið virkaði illa í lokin, kýstu þá fangelsi?  Ef við göngum í ESB þá er gengið að kröfum þeirra. Það er fangelsi.

Takk, Friðrik. Rétt, ef taka á upp Evru, þá er það einhliða til þess að breytingarnar gangi strax yfir. Það er ekki hægt að breyta neinu á meðan krónan er hér.

Takk fyrir fróðlega grein, Marinó. Ef málið lenti fyrir rétti, þá yrði eflaust að túlka bókstafinn þröngt og greiða bara 19 milljarða sjóðinn, ekki með rúmri ályktun um að ríkið sé eiginlega ábyrgt. Vandamálið er framganga ríkisins, það er rétt, enda vöruðum við mörg við því löngu fyrir fallið: Látið eignir bankanna vera! En nú ætti þingið að segja að neyðarlögin hafi því miður ekki staðist lög og að afhenda bú bankanna til gjaldþrotaskipta. Face the music!

Ívar Pálsson, 13.1.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó

Bloggað um fréttina

Vel er mætt á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:25

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

D-auður stóll.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:25

11 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta eru góðar vangaveltur, EU eða ekki EU þá þurfa ísl stjórnmálamenn að vinna á aðsteðjandi vanda.

Rakst á forvitnilega grein þar sem borið er saman staðan á Íslandi í dag við stöðuna á Nýfundnalandi þegar þeir urðu gjaldþrota.  Greinin er hér og er eftir Hall Hallsson og heitir Geta Íslendingar lært af reynslu Nýfundnalands

Gísli Gíslason, 13.1.2009 kl. 15:37

12 identicon

Ég er alveg sammála þér.  Við eigum ekki að dansa þennan vals.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:38

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef ég man rétt, þá töldu 85% fundarmanna sem kjósa VG að fundurinn endurspegli þjóðina, 65% Samfylkingarfólks og 15% Sjálfstæðisfólks. Síðan hefur munurinn aukist, þannig að skiljanlegt er að D- listinn skilji sætið eftir autt, þar sem fundurinn er í raun kosningafundur VG og S.

Takk fyrir greinina, Gísli. Þú og ég sem þekkjum svæðið vitum hvernig þetta fór. Svo finnast enn námur ofl. sem renna til Ottawa, en betlipeningur til baka.

Gullvagn, það er rétt, við dönsum ekki með.

Fréttir stöðvar 2 sönnuðu flest ofansagt rækilega áðan:  ESB hafði gert leynisamning um yfirtöku ríkja ESB á orkuauðlindum einstakra ríkja og nýtti sér hann nú til þess að ræna gassamningi Bretlands og Hollands við Rússa til sín. Bretar segja: fyrst tókuð þið allan fiskinn og nú orkuna. EINMITT!

Ívar Pálsson, 13.1.2009 kl. 21:12

14 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

 Þú ert enginn frjálshyggjupési Ívar þó þú styðjir frjálst markaðshagkerfi. Það geri ég líka, en slíkt kerfi verður að hafa gott regluverk sem ekki er ætlast til í frjálshyggjunni.

 Svo er ég í fangelsi nú þegar Ívar. Ég er í fangelsi vitleysinga sem settu þjóðina mína á hausinn og virðast telja sig sjálfkjörna til að stýra henni áfram. 

1909 (u.þ.b.) - 1 Dkr =  1 ískr.      2009 - 1 Dkr = 2245 ískr. Ég ætla ekki að bíða og vona önnur 100 ár að hér komi upp stjórnmálamenn sem geta stjórnað efnahagsmálum.

 En að umræðunni. Ég er viss um að kröfur EU ríkjanna um að við gengjumst í ábyrgð fyrir innistæðunum erlendis, snúist eingöngu um Evrópska fjármálakerfið. Á þeim tímapunkti sem umræðan var háværust, í haust, hefði verið rosalegt ef í ljós hefði komið að allar innistæðu Evrópubúa í erlendum bönkum  (innan sambands) væru ótryggðar. Ég meina, hvað hefði gerst ef liðið hefði allt rokið út í bankaútibúin til að ná í peningana sína, þjóðverjar úr enskum bönkum, Frakkar úr þýskum bönkum o.s.f, í kjölfar þess að íslendingar hefðu ekki verið skyldugir til að ábyrgjast sína banka.

 Annað, með kvótann ef "gömlu" bankarnir verða látnir fara í þrot. Hverjir eiga þá íslenskar veiðiheimildir. Það eru nokkuð sterkar heimildir fyrir því að stór hluti kvótans sé í veðum fyrir erlendum lánum bankanna, ekki bara kvóti þeirra fyrirtækja sem nefnd voru í nýlegri frétt. Verði bankarnir gerðir upp en kvótinn hirtur út úr þrotabúunum er ég hræddur um að komi fýlusvipur á einhvern erlendan bankamanninn sem var vélaður til að taka veð í eintómri lygi. Ætli hann færi svo ekki í mál við íslenska ríkið fyrir þjófnað úr þrotabúi og ekki myndi hróður þjóðarinnar aukast við það.

 Það gæti því komið upp sú drepfyndna staða ( eða hitt þó heldur) að við yrðum að ganga í EU til að fá rétt til að taka þátt í fiskveiðum á Íslandsmiðum.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 13.1.2009 kl. 22:30

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Jóhannes Snævar, ég tel mig frjálshyggjumann, sérstaklega þegar ég gagnrýni ríkið fyrir að krukka í eigur einkafyrirtækja. Við erum samt öll sammála um regluverkið og eftirlitið, alveg eins og lögreglu og dómstóla. Framkvæmdin getur svo klúðrast á margan hátt, t.d. hjá einum helsta hönnuði og ráðgjafa í SEC eftirlitskerfi BNA, honum Madoff karlinu, sem rak hliðarfyrirtæki án eftirlits og tapaði 50 milljörðum dala fyrir kúnnum sínum!

En ég verð að viðurkenna það að við erum í fangelsi aðgerða ríkisstjórnarinnar. Það þýðir þó ekki að ég kjósi fangelsi ESB.

Erlendar ríkisstjórnir eiga hver og ein enn eftir að bíta af sér ábyrgð á bönkum „sínum“, t.d. Sviss með UBS og fleiri banka með útibú um allan heim í alls kyns ævintýrum. Á svissneskur úrsmiður og barnabörn hans að borga fyrir fasteignaævintýri í Kaliforníu? Slíkum dæmum fjölgar nú og fara í hart þegar seðlabankarnir berja af sér þannig ábyrgðir.

Varðandi kvótann, þá getur ríkið þó enn breytt sínum reglum ef ESB yrði of nærgöngult, en ekki ef innganga yrði samþykkt. Hróður þjóðarinnar versnar varla héðan af. Ef við yrðum að ganga í ESB þá ættum við ekki að gera það, enda væri þá um misneytingu þeirra á okkur að ræða.

Annars er innganga í ESB ekki málið núna, öllu heldur að neita ofurgreiðslum til aðildarríkjanna.

Ívar Pálsson, 13.1.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband