Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB

Ísland fór neðarlega á lista þjóða, en matsfyrirtækið S&P lækkaði núna einkunn Grikklands. exclude.pngÞá veiktist Evran og áhyggjurnar á Evrusvæðinu jukust um það að skuldsetning veikari aðildarríkja ESB drægi niður Evruna og hin aðildarríkin. Þýskaland er fremst í því að draga vagninn. Líkurnar á því að ESB vilji taka skuldug, veik hagkerfi inn í Evruna verða nú hverfandi, þegar þau geta þá ekki fellt gengið sitt út úr vandræðum, eins og það er orðað.

Sjáið t.d. þessar greinar:

Financial Times: S&P cuts Greece’s credit rating

http://www.ft.com/cms/s/0/9b650d60-e239-11dd-b1dd-0000779fd2ac.html

Útdráttur efnis:

Standard & Poor’s decision to cut its ratings sent Greek stocks plunging, saw the euro weaken, and heightened concerns across the eurozone over the public finances of the weaker economies as they take on record levels of debt. … “The downgrade of Greece is a wake-up call to everyone that there is a price to pay for taking on big levels of debt.”

It also puts further strain on the eurozone as it celebrates its 10th birthday this month, with the bonds of Germany, the monetary union’s biggest economy, outperforming the so-called peripheral countries. This is reflected in the widening gap in bond yields between Germany and Greece, Spain, Portugal, Ireland and Italy, which have risen to record highs since the start of the single currency in 1999. Ken Wattret, economist at BNP Paribas, said it was “valid to say that there are question marks about the cohesion of the monetary union” with the region experiencing its worst downturn.

…they no longer had the option of devaluing their way out of difficulties.

ATH: kannski þarf að fara beint inn á www.ft.com og skoða fréttina

Aðrir tenglar vegna þessa:

http://www.iht.com/articles/2009/01/14/business/14drachma.php

http://www.reuters.com/article/companyNewsAndPR/idUSLE28479620090114

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a2xBuQm38TMg&refer=home

http://www.foxbusiness.com/story/markets/industries/finance/sp-cuts-greece-credit-rating/

http://www.marketwatch.com/news/story/SP-cuts-Greeces-credit-rating/story.aspx?guid={426527F7-AE23-44FB-AC59-A078A8C23974}


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæll og blessaður Ívar. Var ég búin að segja gleðilegt ár við þig? Ég allavega óska þér alls hins besta á nýju ári. Takk fyrir bloggvináttuna á síðasta ári.

Ég held að ESB og Íslandi eigi enga samleið. Hvernig sem á það er litið. Samkvæmt þessum upplýsingum værum við varla auðfúsugestir innan þeirra samtaka og þess utan (mitt helsta áhyggjuefni) hefðum við, þessi fámenna þjóð, afskaplega lítið vægi innan ESB þegar kemur að ákvarðanatökum í hinum ýmsu málum. Ég held við yrðum gleypt með húð og hári.

hvað heldur þú?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Jóna, gleðilegt ár og takk sömuleiðis. Lítið varð úr ritsmíðum, því miður, en afsökunin mín er þó sú að ég eyddi tímanum í að vara við komandi bankafalli!

Álit mitt á Íslandi í ESB liggur fyrir: Við pössum ekki inn í batteríið. Nú óska Bretar og fleiri þess að hafa ekki gengið inn, heldur bara gert samninga, þá er sjálfstæði jafnan haldið til haga. Nú verðum við að neita að borga skuldir bankanna, en þá munu flestir samningar við ESB ganga illa, hvað þá aðildarsamningar. ESB aðild núna þýðir ofurskuldir og ánauð, engin spurning.

Ívar Pálsson, 16.1.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ívar: Nú er ég að pæla eins og drengurinn í nýju fötum keisarans. Ef allir þessir gríðarlegu peningar, sem nú er verið að dæla inn í dauðadæmt bankakerfið hefðu farið í hendurnar á alþýðu landanna, hefði þá ekki allt hrokkið í gang? Þeir eru ekki að vinna neina vinnu eins og þeim er útdeilt núna nema að gjaldfella gjaldmiðla og skuldsetja fólkið.

Ég meina hér hefði hvert mannsbarn fengið 4.5 milljónir í sinn hlut. Iðnaður, verslun og bankastarfsemi hefði allt hrokkið í gírinn við það. Er þetta rangt ályktað? Er verið að troða næringunni upp um rassgatið á hagkerfinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Athugunarverð pæling, Jón Steinar, en eins og kemur æ betur í ljós þá voru kerfin að þrotum komin. Það stöðvar ekki stríðið að dreifa handsprengjum til barnanna. Vitleysan varð að hafa sinn gang og bankarnir á hausinn.

En núna sogar svarta bankaholan æ meira til sín. Kommúnískar gjafir gera illt verra. Spírallinn fer að mæta sínum brennipunkti og ég er einmitt að skrifa um það núna loksins, gorm- spírallaga hringferlin sem allt ferðast í og sannarlega stjórnmálin hér. Óreiða og vinstri deilur er næsti óumflýjanlegi kaflinn. Alltaf álíka hringferli, en aldrei nákvæmlega það sama. 

Ívar Pálsson, 24.1.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband