Enginn þorir að neita Icesave og IMF

Hrópa þarf af húsþökum: „EKKI SAMÞYKKJA ICESAVE og IMF!!!“icesave_nei.png

·         Ef gríðar- skógareldur geisar, þá skiptir garðslangan engu máli.

·         Ef skip er hriplekt, þá skiptir ein fata engu máli.

·         Ef Icesave- og IMF skuldbindingar verða staðfestar, þá skiptir niðurskurður upp á milljarð hér og þar í hagkerfinu engu máli.

 

Langflestir ráðendur hafa fyrst sagt að Icesave verði ekki greitt eða IMF skilyrði samþykkt en guggnað svo á því. Síðasta von landans var Steingrímur J., sem gafst upp gagnvart þessari vá á fyrstu dögum í stóli fjármálaráðherra og fór að einbeita sér að þáttum sem skipta engu máli í samanburði við þúsund milljarða skulbindingar ríkisins og sjúklega stýrivexti.

 

IMF neiHvað þarf til þess að einhver ráðandi aðili hafni Icesave algerlega og skeri á hnútana? Sá hinn sami fórnar sér þá, eins og Davíð gerði með því að segja afdráttarlaust: „Við borgum ekki þessar skuldir“.  Einnig að hafna IMF „aðstoð“, sem felst í blóðmjólkun krónunnar með 18% stýrivöxtum fyrir eigendur og tengslaaðila IMF.  

 

Nær engar líkur eru á því að stjórnmálamaður leggi frama sinn að veði með því að láta kjósa sig sem þann sem mun hafna Icesave/IMF samningum, þrátt fyrir það að meirihluti Íslendinga geri sér fyllilega grein fyrir því að við getum ekki greitt neitt í þá áttina. Allir slæmir atburðir eftir það verða taldir honum að kenna. Allt hefði farið betur hefðum við bara samið og „haldið stöðu okkar meðal þjóðanna“. Því erum við enn stödd við gapastokinn, þar sem taka á allan almenning af lífi.

 

Gjaldþrot annarsvegar eða höfnun Icesave og IMF hinsvegar. Þeir eru kostirnir í dag.


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ívar.

Það er líf eftir gjaldþrot.  Í því liggur munurinn. 

Takk fyrir góðan pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Við ættum ekki að borga krónu.

Birna Jensdóttir, 16.2.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Eygló

Rétt staðhæfing um rétt málefni sett fram á vitlausum stað og á vitlausum tíma.

Ég er fullkomlega sammála Davíð dúllurassi um að við eigum ekki "að borga skuldir óreiðumanna"  og vona enn að einhver höggvi á þann hnút. Það kann þó að þýða að haus viðkomandi fyki í leiðinni.

Það á ekki að geta kostað heila (stór-)fjölskyldu gjaldþrot og sultarlíf að fífldjarfir frændur hafi veðsett eignir hennar með svikulum hætti.

Eygló, 17.2.2009 kl. 03:02

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta er voðalegt bull í þér Ívar.  Viltu að Ísland verði Norður Kórea Atlantshafsins.  Við eigum enga aðra möguleika en að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar.

Með því að ábyrgjast innistæður Íslendinga erum við bundin af EES samningnum að gera slíkt hið sama við erlenda innistæðueiganda (íbúa innan EES)  Ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni, innan svæðisins, og snertir þetta kjarnann í EES samningnum.  Þetta er hluti af fjórfrelsinu.

Ef Íslendingar ætluðu að haga sér eins og óreiðumenn í alþjóðasamfélaginu og brjóta á EES samningnum, þá yrði honum sagt upp.  Hvar stæðum við þá?  Og hvernig eigum við að vinna okkur út úr vandanum án IMF?  Mér sýnist íslenskir stjórnmálamenn vera hver á móti öðrum og eina reglan kemur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Þú verður að hugsa málið til enda Ívar og taka stöðuna alvarlega.

Gunnar Þórðarson, 17.2.2009 kl. 07:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, ég tók stöðuna alvarlega fyrir tveimur árum og mörg ræddum við þetta í þaula fyrir ári. Þessi eymdar- niðurstaða sem er í Icesave og IMF núna er það sem ég varaði helst við forðum, enda var nokkuð ljóst fyrir ári að í þetta stefndi. Aðstoð við sparifjáreigendur hér hefði ekki átt að eiga sér stað með inngripi í einkabankana. En fyrst sú kolranga ákvörðun var tekin hér, þá er varla annað að gera nú en að lýsa því yfir að hún gangi til baka, þ.e.a.s. eftir að réttur dómstóll hefði úrskurðað að svo yrði að vera, því að óvissan um það hvað aðildarríki mega gera fyrir þegna sína er þó alltaf fyrir hendi.

Elskulega ESB notar öll þungavigtarvopn til þess að ná sínu fram. Það kom í ljós þegar það beitti IMF fyrir sig ásamt aðildarríkjum og hikar varla við að hóta EES- samningsfalli líka. Þar liggur ein aðalástæðan til þess að við eigum að fylgja Norðmönnum að málum. Sameiginlegir EES hagsmunir okkar þjóða eru verulegir og sjálfstæðið er dýrmætt.

IMF er hluti vandans og tól hins samningsaðilans, ESB, en ekki leið út úr vandanum. Kínverjar staðfesta að fríverslunarsamningur Íslands og Kína, sem var í deiglunni, var síðan frystur um leið og umræður um aðildarviðræður að ESB urðu háværar. Nú reynir á sjálfstæði landsins og ef ESB, sem er sjálft nálægt efnahagslegu hruni, ætlar að beygja okkur í duftið þegar það ætti að sína linkind, þá verðum við að herða okkur upp í slaginn.

Enginn sagði að þetta yrði auðvelt. 300.000 manna þjóð sem skuldaði 15.600 milljarða króna í október sl. verður að taka slaginn, ekki bara já og amen.

Ívar Pálsson, 17.2.2009 kl. 09:27

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

viltu semsagt meina Ívar að við ættum ekki að sýna ábyrgð gagnvarð IceSafe og sleppa IMF - ef við þenkjumst bæði verðum við þá ekki að ganga að fullri hörku inn í ESB og kasta frá okkur því sem skiptar skoðanir eru um og vegur einna þyngst þ.e. landbúnaður sem og fisveiðistjórnun sem í dag er hvort sem er á höndum fárra sérhagsmunaaðila

við sem erum vön að standa í skilum kunnum ekki hitt - en kanski ættum við bara að segja þeim öllum að éta það sem úti frís og hugsa fyrst og femst um okkur sjálf - eða þannig

Jón Snæbjörnsson, 17.2.2009 kl. 09:58

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, við sýnum ábyrgð gagnvart þjóðinni með því að sleppa Icesave. IMF og ESB aðild er þá sjálfsleppt, því að ESB setur skilyrðin. Svo vill ESB t.d. ekki hvalveiðar sem gætu reynst hjálplegar sjálfstæðinu.

Við erum ekki óreiðufólk þó að við neitum að borga skuldir einkabankanna, sama þótt Björgvin fv. viðskiptaráðherra hafi staðfest í bréfi 14. ágúst 2008 fyrir fallið að við myndum borga. Hann borgar það þá bara sjálfur. Við erum ekki að gefa ESB puttann, heldur að standa föst á því að ríkið borgi ekki skuldir fyrir aðra. Það er ESB sem er að neyða okkur til annars.

Ívar Pálsson, 17.2.2009 kl. 10:13

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru fleiri, sem eru ekki að ná rökum Gunna fyrir Evrópubandalaginu.

http://www.siglo.is/is/news/eitt_af_thvi_sem_fekk_mig_til_ad_staldra_vid/

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2009 kl. 00:42

9 Smámynd: Héðinn

Við eigum að semja við Breta og Hollendinga um það að hvor aðili taki á sig hluta af þessum 20.000 evrum sem að innlánatryggingasjóður ber skv. lögum ESB, sem við eða fulltrúar okkar höfum samþykkt, ábyrgð á. Við tökum engan þátt í að bæta það sem var umfram 20.000 evrur á einstaka reikningum.

Rökstuðningur:

Peningar fólks hafa tapast og einhverjir þurfa að bera skaðann. Við verðum að biðja viðskiptavini IceSave afsökunar og  bera okkar hluta af ábyrgðinni.

1. Okkar ábyrgð:

a) Við hefðum átt að koma í veg fyrir að bankarnir urðu 10x stærri en efnahagur landsins. Ýmsar heimildir voru til þess s.s. gat FME bannað stofnun erlendra útibúa bæði í Bretlandi og síðar í Hollandi og Seðlabankinn haft hærri bindiskyldu. Þá hefðum við átt að bregðst fyrr við og vera betur undirbúin undir þann möguleika sem að síðan varð að veruleika s.s. vera með stærri gjaldeyrisforða og slíkt.

b) IceSave og reyndar líka Kaupthing Edge var auglýst þannig erlendis að sagt var að reikningarnir væru með íslenskri ríkisábyrgð. Ríkið hefði átt að gera athugasemdir við þessar auglýsingar og krefjast þess að þær væru sannleikanum samkvæmar.

c) Alþingi samþykkti lög ESB sem taka á þessu máli án breytinga eða fyrirvara. Alþingi hefði getað samþykkt lögin í breyttri mynd þar sem að 100% skýrt væri að túlkun Alþingis væri að ef að ríkið þurfi ekki að bera ábyrgð á sjóðnum ef að bankakerfið hrynur og slíkt teflir fjárhagslegri stöðu ríkissjóðs í tvísínu. Það er algengt að aðildarríki ESB aðlagi lög ESB áður en þau eru samþykkt. Hugsanlega hefði slík breyting á lögunum leitt til málaferla hjá ESB dómstólum, en slíkt ekki óalgengt hjá ESB.

Það má færa rök fyrir því að við höfum samþykkt þessi lög í þeirri mynd að okkur beri ekki lagaleg skylda til þess að bera alla ábyrgð á 20.000 evrum sbr.

http://www.tryggingarsjodur.is/modules/files/file_group_26/log/log-98-1999-isl.pdf

10. grein 

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum."

Ath. að það stendur "heimilt" að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, ekki að hún sé skuldbundin til þess eða verði að gera það.

2. Ábyrgð Breta og Hollendinga

a) Fulltrúar Breta og Hollendinga samþykktu ESB lögin sem að opnuðu þann möguleika fyrir bönkunum að stofa t.d. IceSave reikningana. Fulltrúar íslenskra kjósenda komu ekki að því að semja og greiða atkvæði um þessi lög hjá ESB.

b) Viðskiptavinir IceSave og Kaupthing Edge gátu lesið lögin sem að giltu um innlánatryggingarsjóð og séð að í raun var ekki um ríkisábyrgð að ræða. Þá má benda á að fjármálamarkaður virkar þannig að beint samband er á milli áhættu og vaxtastigs. Með því að velja hæstu vextina sem í boði voru á markaðnum tóku viðskiptavinir IceSave áhættu.

Við eigum að vera kurteis og forðast upphrópanir eins og "við borgum ekki".

Við eigum að benda á það að ríkissjóður hefur vart bolmagn til þess að greiða niður eins háar upphæðir og um er rætt og flytja okkar mál með sanngirni þar sem hvor aðili ber ábyrgð á sínum mistökum og gjörðum að leiðarljósi.

Við þurfum að halda vel á spöðunum í samskiptum við erlenda fjölmiðla og takast á við það erfiða verkefni að fá þá til að skilja okkar sjónarmið og fá þá í besta falli á okkar band.

Við eigum ekki reyna að hlaupast undan okkar hluta ábyrgðarinnar og skilja það fólk sem að sýndi íslensku bönkunum traust eftir með sárt ennið.

Héðinn, 19.2.2009 kl. 02:31

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir góðan pistil og ég gleðst yfir að Héðin bendir á atriði sem ég hef verið að benda á síðan í október.

Viðskiptavinir IceSave og Kaupthing Edge gátu lesið lögin sem að giltu um innlánatryggingarsjóð og séð að í raun var ekki um ríkisábyrgð að ræða. Þá má benda á að fjármálamarkaður virkar þannig að beint samband er á milli áhættu og vaxtastigs. Með því að velja hæstu vextina sem í boði voru á markaðnum tóku viðskiptavinir IceSave áhættu.

Það er alveg út í hött að aðili sem gat ekki haft áhrif á þessi viðskipti beri áhættuna, þ.e. íslenska þjóðin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:06

11 identicon

Ívar, þú þarft að stíga fram og taka við þessu messíasar hlutverki.  Vissulega er hætta, nánast vissa fyrir krossfestingu, jafnvel bókstaflegri, en þjóðin reisir styttu af þér síðar og börnin bera þér blómsveiga og syngja ættjarðarljóð þar sem þitt nafn kemur fyrir.

Ég skal kjósa þig og auðvitað kemst enginn róttæklingur með þessa dagskrá að nema með yfirburða kosningu, þannig að þú færð þína hveitibrauðsdaga til að varpa klafanum af okkur og setja stefnuna til framtíðar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband