Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000

ESB aðild ásamt Evru mun ekki bjarga Íslandi úr kreppunni frekar en Írlandi, sem hefur hvorttveggja en er í vandræðum af sama meiði og Ísland er í, en Írland getur ekki fellt gengið og minnkað þannig atvinnuleysi eða gripið til sértækra ráðstafana nema þá í gegn um Brussel.

BBC Irland motmaeliVið getum enn ráðið örlögum okkar, þótt við stöndum djúpt úti í síkinu. Með ESB- aðildarumræðu þá drepum við aðalmálunum á dreif, hvernig ber að lágmarka skuldir okkar og auka við eða halda tekjumöguleikum okkar. Umræður um aðild Íslands að ESB hafa t.d. þegar orðið til þess að Kínverjar hafa hætt við fríverslunarbandalag við Ísland í bili, en þeir samningar voru komnir mjög langt og hefðu skipt sköpum í uppbyggingu á Íslandi. Ef við staðfestum að ESB aðildarviðræður komi ekki til greina, þá snýr Kína aftur að samningaborðinu.

Kreppan krefst réttilega athygli. Stjórmálaflokkar ættu þess vegna að verða sammála um það að eyða ekki tíma og peningum í umræður um ESB- aðild, hitnandi loftslag (sem kæmi okkur hvort eð er vel), þróunaraðstoð (sem er nær hrein sóun verðmæta) eða hvalveiði (sem er sjálfbær og sjálfsögð).


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Hitnandi loftslag: skammgóður vermir, við druknum

Þróunaraðstoð(sóun): harðbrjósta og kalt að líkja stöðu okkar við stöðu fólks í löndum með ekkert drykkjarvatn , enga menntun og geisandi sjúkdóma hinum megin NATO línunnar okkar

Hvalveiði: jújú sjálfbær er hún og góð er hrefnan, en þarsem engir markaðir eru til staðar til auknings á útflutning er kannski best að 5falda ekki veiðar í 5 ár allt í einu í miðri krísu og þarsem álit heimsins á okkur er kannski ekki uppá það besta

Við erum að eiga við okkur sjálf sem þjóð með endalausa sögu af rányrkju og rugli.

Lífstíll okkar er ekki sjálfbær. 

Einhver Ágúst, 21.2.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Við vorum bara með óhæfa stjórnendur og verðum að súpa seyðið af því, ég tel að krónan sé ekki vandamál, við þurfum bara að sníða okkur stakk eftir vexti, ef ég nota buxur númer 48, þá kaupi ég ekki buxur númer 56, mig vantar 48, þetta snýr bara alltaf að því hvað við viljum.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.2.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Hvernig heldurðu að staðn hjá Írum væri ef þeir væru ekki hluti af ESB?"

ertu ekki að ná þessu Kaldi? Írar eru í sama skít og við? það þýðir ekkert að reyna að halda því fram að það gæti verið verra þegar það er eins vont og hægt er. ástandið án evru og esb hefði ekki á neinn hátt orðið verra. ef eitthvað er þá væru útflutningsgreinarnar að plumma sig í stað þess að vera gjaldþrota og að störf séu flutt úr landi þar á bæ. 

Fannar frá Rifi, 21.2.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Kaldi, ESB mokaði styrkjum til Írlands, uppsveiflan varð mikið og fallið líka. Málið er að ESB eða ekki ESB, breytir engu varðandi kreppuna.

Ágúst Már, við drukknum ekki nema við leggjum andlitið að sjávarbakkanum og bíðum í 30 ár (10-15 cm). Ef við erum það vitlaus að aðlagast ekki, þá verðum við ekki hluti af þróun mannsins. Þar að auki beyta aðgerðir manna ekki sjávarhæð að skapi þeirra, en ef svo er, þá á 200-500 árum!

Þróunaraðstoð: Staða okkar kemur því ekki við að peningar okkar sóast í óskilvirkri eyðslu sem spilltir herforingjar láta okkur sóa ein eiga að nota eigin blóðpeninga til þarfra mála. Ágúst Már, spurðu hvern sem hefur unnið lengi í þessum málum hvort milljarðarnir hafi farið á skilvirkan hátt. Svarið er yfirleitt falið. Ekkert gagnsæi þar!

Það er nóg af markaði fyrir hrefnu, sérstaklega ef hún er fjarlægð af Cites- listanum yfir bann við verslun meðtegundir í útrýmingarhættu. Hrefnukjöt er mjög gott prótein sem hefur alltaf verð. Hrefnan er í samkeppni við manninn um fiskinn og hana ber að nýta á sjálfbæran hátt.

Ívar Pálsson, 22.2.2009 kl. 00:52

5 identicon

Þeir peinngar sem ESB dældi inn í Írland í formi þróunnarstyrkja, þá nýtu írar til þess að byggja upp menntakerfi og samgöngukerfi sín. Til þess að laða að erlenda fjárfesta þá lækkuðu þeir alla skatta á fyrirtæki (nokkuð sem Michael Porter hefur kallað "race to the bottom). Sem ásamt menntuðu hæfu starfsfólki laðaði að mörg fyrirtæki. Þessi strategía virkaði því vel lengi vel og var talað um Írland sem tígur.

En þessi fjárfesting sem byggir eingöngu á skattalegri samkeppnishæfni er hættuleg.Það er það sem írar eru að finna fyrir núna. Þeir verða að byggja upp samkeppnishæfni sína upp á öðru heldur en skattalegri samkeppnishæfni.

Grunnorsök allra mótmæla undanfarina missera er sú staðreynd að heimurinn eins og við þekktum hann er farinn. Það sem menn trúðu að myndi virka það klikkaði,  fólk er svekkt þess vegna og mótmælir.

En ég held að andstæðingar ESB hafi ekki hugsað hlutina til enda. Það þurfti heimsstyrjöld til að enda síðustu alheimskreppu þ.s. ríkið stóð fyrir 70% af framleiðslu hagkerfis BNA.

Sú verndar- og haftayggja sem tekin var upp í kreppuni miklu dýpkaði kreppuna, skjaldborgin var ekkert annað en hítt. Til þess að hindra að þessir atburðir gættu gerst aftur þá mynduðu menn bandalag sem við köllum nú ESB.

En það er freistandi fyrir þjóðernissinna að óska eftir hafta og verndarhyggju. En þeir verða líka að hafa bak við eyrun hverjar afleiðingarnar geta verið. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 03:13

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Góðan dag!  Þetta eru athyglisverðar umræður hér. Ég undrast alltaf hvað veldur því að ESB- sinnar skuli aldrei geta tilnefnt einhverjar raunhæfar tilvitnanir um þann þjóðhagslega ávinning sem okkur á að vera að ESB aðild, að þeirra eigin sögn.

Ég hygg að flestir sem horfa til þeirrar þróunar sem líklegust er í nánustu framtíð, séu sammála um að á næstu áratugum verði afar lítið að sækja til Evrópulanda. Raunveruleg verðmætasköpun pr. íbúa er þar afar lítil og þau pappírsverðmæti sem hafa haldið kerfum þeirra gangandi, eru í stöðugu falli. Framundan er líklega mikil prentun á peningum hjá þeim, til að halda lágmarks þjónustu í löndunum, meðan atvinnulíf og framleiðsla verður byggð upp að nýju.  Kaupmáttur verður þar afar lítill, fyrir okkar dýru, en frábæru framleiðsluvörur.

Samhliða þessu eru virtustu framtíðarrýnar að benda á líklegasta vaxtabrodd viðskipta framtíðarinnar, sem verði í Asíu. Einnig er mikið um það rætt að Norður- siglingaleiðin sé að opnast. Það ætti því að vera auðvelt að sjá hve gífurlegir hagsmunir geti legið í því, fyrir okkur, að fá góðan viðskiptasamning við Kína, hvað þá fríverslun.

Ef við gleymum ekki hve við erum fámenn örþjóð, sem einungis getur þjónustað tiltölulega lítil markaðssvæði með framleiðsluvörum, gæti einn helsti vaxtabroddur okkar falist í þjónustu við vöruskiptahöfn, vegna siglinga um Norðurleiðina. Slíkir samningar yrðu erfiðir ef hagsmunaaðilar þeirra viðskipta þyrftu að semja við ESB (aðal keppinautinn) um tollfrítt athafnasvæði og þjónustugjöld fyrir aðstöðuna. Ég sé slíkt ekki ganga upp.

Ég tel því farsælast fyrir þjóðfélag okkar að ESB aðdáendaklúbburinn fari að átta sig á að frami og framtíðarvelgengni er líklegri í öðrum heimshluta. 

Guðbjörn Jónsson, 22.2.2009 kl. 13:07

7 identicon

Guðbjörn það þýðir ekki bara lesa það sem þú vilt lesa og heyra það sem þú vilt heyra. Hér er allavega tilvitnun um 50 atriði sem ESB skilað.

http://www.independent.co.uk/news/world/europe/50-reasons-to-love-the-european-union-441137.html

Athugasemt þín um hagkerfi ESB er kolröng. Þetta eru fyrst og fremst framleiðsludrifin hagkerfi. 

Þýskaland er einn stærsti útflytandi heims og hagkerfi ESB er drifið áfram af framleiðslu iðnvarnings fyrst og fremst. Ríki ESB hafa því hagnast mjög og á uppgangi Asíu og séð þeim fyrir framleiðslutækjum. Nú er ekki lengur eftirspurn eftir þessum tækjum.

Það er fyrst og fremst þessi samdráttur í eftirspurn eftir framleiðsluvörum sem er að fara illa með Frakkland, Þýskaland og líka Írland.

Aldurssamsetning Evrópulanda er vissulega áhyggjuefni, en það atriði hefur verið leyst með innflytjendum og verður eflaust áfram. Einu ríkin þ.s. barneignum hefur fjölgað er á norðurlöndum. 

Siglingar um norðurslóður verða bundnar við 4 mánuði á ári fyrst um sinn. Skipastóllinn sem ferðast þarna á milli verður sérbúin til þessara siglinga. Mesti séns íslendinga á þessum siglingum er að vera umskipunarhöfn fyrir erlend skipafélög. En fríverslun við Kína kemur þessu máli ekkert við.

ESB aðild mun eflaust gera þessi viðskipti auðveldari þ.s. erlend munu vita af hvaða regluumhverfi þeir eru að ganga. 

Sé horft í stærð landsins þá held ég að það sé betra fyrir íslendinga að leita ekki langt yfir skammt til að byrja með. Evrópa er okkar heimamarkaður, viðskipti við Asíu krefst öflugrar utantíkisþjónustu, það er nokkuð sem við höfum ekki efni á eins og er. 

Með ESB aðild lækkum við viðskiptakostnað íslenskra fyrirtækja og sköpum þeim hagstæðs rekstrarumhverfis. Í því liggur framtíðavelgengni Íslands. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:12

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir þá sem telja AGS vera frelsandi engil: http://this.is/nei/?p=3742

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minni á að við höfum enn ekki fengið að sjá nema brotabrot af standard114 skilyrðum sjóðsins, þótt einhvernveginn vili menn halda að þau séu upp á borðinu.  VG sem klifaði mest á birtingu skilyrðanna er nú komið í sama leynimakkið með þau og forverar þeirra.  Mér finnst í dag að það vegi á milli feigs og ófeigs að við fáum þetta upp á borðið strax.  ESB hjál er ekkert annað en reykbomba til að fela aðalatriðin.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2009 kl. 19:36

10 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér í þessu Ívar.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband