Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?

Raunverulegt virði krónunnar er miklu lægra en platgengið sem Seðlabankinn býr til. Það endurspeglast íThe left bank thumscrew því að staðfest eftirspurn er eftir gjaldeyri á t.d. 30% yfirverði miðað við gengið í dag og hugsanlega 50%. Bankahrunið og alþjóðlega kreppan með brottfalli vaxtamunarviðskipta olli í raun miklu meiri hækkun gjaldeyris en yfirvöld fást til þess að jánka. Þessi IMF- seðlabanki okkar í dag er ánægður á meðan vinstri vængurinn herðir enn skrúfuna á okkur en ekki á IMF og lánadrottnum sem þeir vernda með ofurvöxtum og gjaldeyrishöftum.

Uppgjör Íslands myndi taka á þessu öllu í einu: gengisfelling 50%, neitun vafasamra bankaskulda (aðallega Icesave) upp á þúsundir milljarða króna, gjalþrotauppgjör nýrra/gamalla banka samtímis, tenging við gjaldeyri á alþjóðamarkaði (EUR/ USD/ NOK), ásamt öðrum afgerandi aðgerðum, því að ljóst er að við getum ekki borgað skuldirnar og munum ekki gera það með sölu orkuveitna.

Vinstri stjórnin býr því til vonda karla, útflytjendur, sem voru góðir fyrir stuttu og áttu að bjarga landanum í Nýja Íslandi. Bátakarlar sem selja aflann sinn í íslenskum krónum eru nýjustu blórabögglarnir og nú á að góma þá með enn einum ólögunum. Fyrst neyðarlögin, svo gjaldeyrishöftin, núna sérlög um að íslenska krónan sé ekki gildur miðill í sölu afurða.

Ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir því að sjálfsbjargarviðleitni er sterkur eiginleiki íslenskra sjómanna. Skipsstjórnarmönnum ber að ná hæsta verði á afurðirnar fyrir áhöfn sína. Flestum er kunnugt um það hvað er raungengi krónunnar í erlendum viðskiptum, jafnvel niður í Reuters- uppboðsgengið, þar sem Evran er vel yfir 200 krónur. Útflutta afurðin ætti því að skila fjölda króna til Íslands, en má það ekki af því að ríkið býr til falskt Kremlar- gengi sem virkar ekki á markaðnum. 

Velkomin í vinstri- ríkisstýrðan IMF heim Íslands! "The Left Bank" kalla ég hann hér með. Kannski verður hann ekki sá eini sem er eftir, þökk sé MP.


mbl.is Gjaldeyrisfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Verður næsta skref að leita í farangri erlendra ferðamanna, ef þar leynast íslenskar krónur,  munu þeir þá verða sendir úr landi eins og hverjir aðrir Vítis englar?

Magnús Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband