EKKI skila 2006 styrkjum!

Óviturlegt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skila styrkjum sem fengust í söfnun á löglegan hátt árið 2006. Fyrirtækjasamsteypur sem mokgræddu létu þá af hendi kannski hagnað eins eftirmiðdags til stjórnmálaflokks, íþróttahreyfingar eða líknarfélags.  

Endurgreiðslan er eltingarleikur við hverfult  vinstri- grænt almannaálit stundarinnar og hefur ekkert upp á sig nema að fella þennan stjórnmálaflokk enn neðar. Fyrst flokkurinn er svona vel stæður eða fer þetta frjálslega með fé, þá höfum við hjónin nú sagt upp styrktaraðild okkar að Sjálfstæðisflokknum, sem var að vísu ekki stór, en úttekt í hverjum mánuði árum saman.

Versta afspil flokksins er þó að vilja ekki ræða á landsfundi einu lausnina á málum málanna, skuldum þjóðarinnar.  Flokksstjórnin hefur næstu 15 daga til þess að lýsa því yfir að við munum ekki greiða skuldir bankanna eða fyrirtækjanna, en nær engin von er til þess að sú yfirlýsing fáist.

Við förum því fram af fossbrúninni niður í hyldýpið, öll sem eitt.


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þessi síðasta málsgrein þín er óhugnanlega sannfærandi.

Árni Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 15:16

2 identicon

flokkurinn er fremstur meðal þeirra sem vilja sverja IMF hollustu og berjast (afsakið, láta okkur berjast) fram til síðasta blóðdropa og síðustu auðlindar við að borga (asakið, láta okkur borga) skuldir sem ekki er hægt að borga.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:14

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er sama sinnis og þú Ívar. Ég hefði getað sætt mig við, að flokkurinn greiddi þessa peninga til sjúkra barna eða aldraðra, en alls ekki til erlendra kröfu-hafa.

Svo er Andri rekinn, sem er frábær maður. Þannig er fórnað riddara og peði á flóttanum, en hvað með að fórna gagnslausri drottningu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 18:32

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sé að þið Loftur eruð farnir að sjá fyrir heimskítsmát. 

En ég er sammála þér Ívar eina von Íslands felst í því að neita að borga þessar skuldir sem þú nefnir.  En því miður virðist enginn stjórnmálaflokkur bjóða upp á slíkt hugrekki í aðdraganda þessara kosninga.

Magnús Sigurðsson, 10.4.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Sigurjón

Ég gerði það að tillögu minni í gær að flokkurinn myndi leggja þessa peninga í mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálpina.  Ég sendi erindi þess efnis í tölvupósti, en hef ekki fengið svör.

Þetta er hið klaufalegasta mál fyrir flokkinn og viðbrögðin eru enn verri.

Ef einhver flokkur mun lýsa því yfir að við munum neita að borga erlendar skuldir sem örfáir glæframenn settu sig í, mun ég kjósa þann sama flokk.  Annars skila ég auðu...

Sigurjón, 10.4.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Árni, því miður er þor á undanhaldi.

Björn, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fremstur í IMF hollustunni. Þar stendur Samfylkingin í stafni, því að IMF og ESB eru nú í sambúð og Samfylking þráir ESB. Samfylking og IMF staðfesta bæði að skuldir bankanna séu skuldir þjóðarinnar og að við eigum að greiða þær.

Loftur, það var enn ein syndin að grilla framkvæmdastjórann.

Magnús, ég lýsi enn eftir stjórnmálamanni sem þorir að lýsa yfir skýrri andstöðu við uppgjör skuldanna og að standa við það. Nú er Framsókn hvað heitust í því, m.a. héldu fundinn með Michael Hudson sem sýndi leiðirnar til þessa. En Framsókn er þá í þversögn, því að þau vilja ESB, sem augljóst er að fer í kross við afneitun skuldanna. Refsiaðgerðir ESB kæmu þá örugglega til, en þær eru smámunir miðað við það að greiða skuldirnar eða hluta af þeim.

Ívar Pálsson, 10.4.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurjón, ég er sammála þessu með kosninguna. En hverjum er að treysta, því að Stengrímur J. talaði mjög skýrt gegn IMF (og ESB) en bauð síðan erlendum IMF- ráðgjafa beint í seðlabankastólinn.

Við bankahrunið vildi Davíð aftur á móti:A) starfsstjórn og B) ekki að við greiddum þessar skuldir. 

Ívar Pálsson, 10.4.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Ívar, um þversögn Framsóknar varðandi ESB. 

Steingrímur hefur sýnt á sí spil og þau er allt önnur en hann gaf í skin, hann orðin einn helsti talsmaður IMF á Íslandi. 

Það er fátt um fína drætti hjá fjór "flokknum".  Sá stjórnmálamaður sem þú lýsir eftir finnst varla fyrir þessar kosningar. 

En hvað um fólkið, verður það ekki að taka til sinna ráða?  með því að borga ekki þó það setji bankakerfið aftur á hausinn og opinberi gjaldþrot ríkisins?

Magnús Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 00:19

9 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Mér finnst að flokkurinn ætti að skila þessum mútupeningum í Ríkissjóð ekki veitir af. Mér skilst að fjálagahallinn sé að minnsta kosti 150 milljarðar. Ég er sammála þér með það að við getum ekki og eigum ekki að borga allar þessa skuldir.Við sem þjóð skrifuðum ekki upp á eitt né neitt. Við verðum að fara út í heim og gera mönnum grein fyrir því að við sem þjóð vorum plötuð .

Helga Þórðardóttir, 11.4.2009 kl. 00:41

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er óvenjulegt að hitta fáeina alvöru menn á einni og sömu bloggsíðu.

Því miður er það svo að þjóðin endurspeglar forustuna og ekki er hægt að vænta óvenjulegs hugrekkis. Við verðum bara keyrð í foraðið, Allah og ESB til dýrðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 00:45

11 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég hef skrifað töluvert á móti ESB þar sem ég gert mér grein fyrir því að við afsölum okkur mikið af eigin valdi og setjum auðlindir í uppnám, þ.e.a.s. í varnarstöðu það hljóta allir að sjá að við þurfum að verja þær ef til ingöngu í ESB kemur.

Gömlu bankarnir þurfa að fara í gjaldþrot og við greiðum ekki þessar skuldir.

Ég fór svolítið langt í haust í hugarleikfimi þegar þetta var að ganga yfir, og þá var ég að velta fyrir mér einum gjaldmiðli um allan heim, ég hef einnig verið að velta fyrir mér á undanförnum dögum SDR bindingu krónunar.

Ég vona að pólitíkin sé það frjó að geta hugsað út fyrir kassann og leytað leiða til að koma okkur frá brúninni sem á þessum tímapunkti blasir við. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa verið bundinn í báða skó gagnvart þeim aðilum sem komu okkur í þessa stöðu.

Ég sé ekki betur en að við þurfum að grípa verulega inní hjá HS, þar sem greinilega kemur fram í ársreikningi félagsins að eigið fé félagsins er komið undir þau mörk sem lánadrottnar settu sem skilyrði fyrir lánveitingum til félagsins, en fyrst verður að ganga úr skugga um að auðlindirnar geti ekki orðið eign lánadrottnana, þar með er búið að opna leiðir fyrir erlenda aðila að auðlindum þjóðarinnar.

Til að koma í veg fyrir þetta verður að skipta fyrirtækinu upp og koma auðlindinni út úr þessari flækju. Það væri hægt með því að hefja gjaldtöku fyrir auðlindirnar sem dæmi.

Friðrik Björgvinsson, 11.4.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband