Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag

Íslenskir lífeyrissjóðir eru ekki einir um það að stefna í glötun. Félagi minn hefur reynsluna af því: Skandia fékk 14.000 Sterlingspund frá honum fyrir nákvæmlega 10 árum, sem kostuðu um tvær cartoonstock_lost_and_found.pngmilljónir króna þá. Féð fór í Evru- sjóð, sem féll nokkuð með Evrunni í upphafi hennar. Þaðan stýrði Skandia fénu í Sterlingspundasjóð, sem féll þegar Evran reis, svo að sjóðurinn helmingaðist. Um sama leyti yfirgáfu forstjórarnir Skandia með milljarð í starfslokasamning.

Þetta var löngu fyrir 2008 kreppuna. Síðan kom hún og þá lækkaði virði sjóðsins verulega allt til útgreiðslu sem er núna í maí árið 2009. Niðurstaðan er um GBP 3.800, sem eru rúm 27% af upphaflega GBP virðinu. Krónurnar sem fást verða líklega um 700.000 kr. eftir árin tíu.

Skandia á að heita ein af stærstu og traustustu fjárfestingaleiðum í heimi.  En það dugir ekki til þess að sjóðurinn gæti nægilega fjárhagslegs öryggis þeirra sem til hans leita. Uppgíraðar fjárfestingaleiðir og yfirvogun hafa gengið að mörgum sjóðnum dauðum undanfarið. Íslendingar horfast í augu við það eins og aðrir að það er engu að treysta í þessum efnum, hvorki hérlendis né erlendis.  Því taka margir (amk. erlendis) þann kost að fá eins mikið og hægt er af lífeyrissjóði sínum greiddan út strax og kaupa sér eitthvað öruggt eins og gullpeninga. Það myndi ég gera ef kostur væri á því hér.


mbl.is Undrast dráttarvexti á eigin lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nostradamus

Það er greinilegt að ekki er til fyrir 2 milljóna launum framkvæmdastjórans um næstu mánaðrarmót eða þá að það er kominn tími á að uppfæra jeppann sem lífeyrissjóðurinn skaffar honum svo hann þurfi nú ekki að koma sér í vinnu og heim á eigin kostnað, aumingja láglaunamaðurinn. Ég skulda þessum sama sjóði einhver 120 þúsund sem Intrum er búið að hækka um 50 þúsund. Sumsé 170 þúsund, ekkert þak á innheimtukostnaði þar. Ekkert hlustað á að maður sé atvinnulaus heldur bara hótað og hótað með endalausum bréfum uppá nokkra þúsundkalla stykkið. Það verður orðinn kaldur dagur í helvíti áður en ég borga þessum náriðlum krónu...

Nostradamus, 20.5.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Minnstu ekki á lífeyrissjóðina ógrátandi.  Það er til þess vinnandi að segja upp vinnunni sinni og stunda sjálfsþurftabúskap til þess eins að losna við það að greiða 15% launa sinna til lífeyrissjóða og stéttarfélaga.

Það er eins með lífeyrissjóðin og tryggingafélögin, sjóðirnir eru tómir en reksturinn gengur ágætlega vegna þess að iðgjöldin berast.  Þetta hefur marg komið fram í frétta samtölum við forsvarsmenn þessar sjóða og félaga.  Hugsunin nær ekki lengra en að næsta útborgunardegi launa þeirra sjálfra.

Magnús Sigurðsson, 22.5.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll,

þetta er mjög athyglisverð færsla hjá þér. Heyrði af umræðu hjá hóp manna sem veltu því fyrir sér hvað menn myndu gera við eina milljón í dag ef þeir ættu hana óráðstafaða. Einn stakk upp á því að ef maður ætti venjulega bankabók erlendis þá væri milljónin betur komin þar. Betra en að greiða niður húsnæðislánin sín. Merkileg pæling og ég er hugsi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.5.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband