Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!

Eftirspurn í erlendan gjaldeyri er margföld á við krónueftirpurn. buysell_portland_tribune.pngÞví er óráð að festa lágt verð, mun lægra en markaðsverð, á erlenda gjaldeyrinum, sem gerir hann ofurvinsælan. Svartamarkaðsbrask verður þannig borðliggjandi og seljendur gjaldeyris (kaupendur krónu)sjá sig tilneydda að selja hann erlendis á 30-40% yfirgengi, en kaupa gjaldeyrinn (t.d. í hráefniskaupum á súráli) af ríkinu á niðurgreiddum spottprís. Niðurstaðan er þá flótti enn fleiri tuga milljarða króna úr tómum sjóðum okkar. Þessi lága fastgengistilraun var reynd sl. haust, en hún kostaði okkur handlegg og fótlegg á tveimur dögum og var út í hött.

Enn á ég eftir að hitta þann hagfræðing (fyrir utan háskólakennara) sem telur að hægt sé að ákveða miklu sterkara gengi á krónuna en grundvallarhagstærðir benda til og að geta haldið þeim þrýstingi á gufukatlinum til lengdar án þess að allt springi í loft upp. Sjáið gengislínuritið hér til hliðar (sýnir 190-230). Þetta er stýrða gengi stjórnarinnar með 21% hækkun GVT á 74 dögum. Gengisvísitala upp á 160-170 er fyrir neðan þessar stærðir. Heldur fólk að stjórnin vilji hafa þetta svona? Nei, en hún fær ekki við þetta ráðið.gengi_gvt_2009_1303_2605.png

Aðgerðirnar sem þörf er á eru sem fyrr: Sýna heildar- bankaskuldirnar, sættast við að þær verði aldrei greiddar, setja gömlu og nýju bankana í almenn gjaldþrotaskipti, setja lága stýrivexti, snarfella gengið, finna markaðsverð krónunnar og festa gengið þar. En aðalatriðið er að neita að greiða skuldir bankanna. Annars komumst við aldrei spönn frá rassi.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Gott að sjá að það eru ekki allir í algjörri afneitun á Íslandi, það virðist sem að Alþingi og ríkissjórn lifi í draumaheimi þar sem ekki þarf að taka tillit til raunveruleikans. Því fyrr sem vandinn verður viðurkenndur og hætt verður að leyta að töfralausnum, því fyrr er hægt að takast á við hann.

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson, 26.5.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Algjörlega sammála.

Ef íslenska ríkisstjórnin væri einstaklingur og kæmi með þennan málatilbúnað til þjónustufulltrúa í banka eða innheimtulögfræðings yrði niðurstaðan bara gjaldþrot á staðnum.

Illu er best aflokið.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 26.5.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það þarf kjark til að skrifa þetta, og enn meiri kjark til að fara eftir þessu. Ég held samt að þetta sem þú nefnir, Ívar, varðandi a.m.k. gengisfellingu og skuldir gömlu bankanna sé það sem gera verður.

Gengisfelling er staðreynd og veikt gengi er það sem þarf til að rétta viðskiptahalla landsins af. Það dugar ekkert annað á Íslendinga nema magn-takmarkanir (en þá er reynt að fara fram hjá þeim, eins og bent er á hér ofar um umrætt falska fasta gengi).

Það væri vitfirring að koma á fölsku gengi hér, AFTUR, með umræddu fastgengi, í stöðunni!. Það var falskt gengi íslensku krónunnar sem afvegaleiddi alla aðila málsins er öðrum þræði leiddi til bankahrunsins. Það voru afbrigðilegir þættir á þenslutímabilinu sem leiddu til falskrar styrkingar krónunnar um sinn, enda snarféll hún þegar þeir voru ekki lengur til staðar.

Hér verður að koma á eins eðlilegu ástandi á framboði og eftirspurn gjaldeyris, vegna "eðlilegs" innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu, og kostur er á. Afbrigðilegum þáttum sem hafa áhrif á flæði erlends fjármagns til landsins, og þar með gengið,  má þá frekar reyna að halda fyrir utan þann markað. Það hefði t.d. líklega verið heillavænlegra að halda lægra gengi á krónunni meðan virkjunarframkvæmdirnar voru í gangi við Kárahnjúka vegna þess að það var vitað mál að þetta væru algjörlega afbrigðileg og tímabundin áhrif sem þar voru á ferðinni. Að hleypa erlenda fjármagninu til landsins gegnum lántökur einkabankanna kórónaði svo þá sveiflu.

Skuldbindingar einkabankanna gömlu tilheyra þeim en ekki skattgreiðendum íslenska ríkisins. Það vissu erlendu bankarnir sem tóku þá áhættu að lána bönkunum vel vitandi um skuldsetningu þeirra samanborið við landsframleiðslu Íslands. Þeir sömdu um lánveitingu til einkabankanna við þá, en ekki við íslenska skattgreiðendur né íslenska ríkið. Þeir tóku viðskiptalega áhættu, nema þá þeir hafi ekki athugað hvað þeir voru að gera;  að það hafi verið jafnmiklir fífldjarfir snillingar við völd þar eins og í íslensku bönkunum. Það tel ég reyndar ólíklegt, en þá má spyrja: Hvers vegna lánuðu þeir íslensku bönkunum samt?!

Kristinn Snævar Jónsson, 27.5.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ívar, það er gott að átta sig á staðreyndum þegar skrif þín um þessu málefni eru lesin og óhætt að nefna það einu sinni enn að fáir hafa verið eins forspáir og þú í þessum efnum.

Mikið væri gott að stjórnmálamenn áttuðu sig á þessu áður en til "40 ára eiðmerkurgöngu" kemur.  Það myndi stytta þá göngu verulega.

Magnús Sigurðsson, 27.5.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband