Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?

Landráð eru brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis.  kviksyndi.pngÞað að skuldbinda þjóðina um mörg hundruð milljarða vegna afglapa eins einkabanka er einmitt landráð. Lítum á þingmannalistann og athugum hver þeirra ætlar að svíkja þjóð sína í dag á þennan hátt. Þjóðina sem einmitt valdi þingmanninn sem fulltrúa sinn til varnar sjálfstæðis og öryggis landsins.  Þingmaðurinn á að fylgja sannfæringu sinni í hvívetna. Er sú sannfæring á þann veg núna að það eina rétta sé að skrifa upp á þennan stærsta víxil Íslandssögunnar, sem kom til af ástæðum sem ekki tengjast rekstri ríkisins?

Örlagastund eins og þessi rennur einungis upp á áratuga fresti. Nú er tíminn fyrir hvern þingmann að staldra við og segja: „Nei, undir þetta get ég ekki skrifað!”

Krefjumst þess að þingmenn hugsi skýrt þó að ríkisstjórnin hafi brugðist.

 

 

Norðvesturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Gunnar Bragi Sveinsson, Birkihlíð 14, Sauðárkróki, sem 4. þingmaður.
Guðmundur Steingrímsson, Nesvegi 59, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ásbjörn Óttarsson, Háarifi 19, Rifi, sem 1. þingmaður.
Einar K. Guðfinnsson, Vitastíg 17, Bolungarvík, sem 5. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Guðbjartur Hannesson, Dalsflöt 8, Akranesi, sem 3. þingmaður.
Ólína Þorvarðardóttir, Miðtúni 16, Ísafirði, sem 7. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Jón Bjarnason, Skúlabraut 14, Blönduósi, sem 2. þingmaður.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Hjallavegi 31, Suðureyri, sem 6. þingmaður.
Ásmundur Einar Daðason, Lambeyrum, Dalabyggð, sem 9. þingmaður.

Norðausturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Birkir Jón Jónsson, Hvanneyrarbraut 58, Siglufirði, sem 2. þingmaður.
Höskuldur Þór Þórhallsson, Hamarstíg 24, Akureyri, sem 6. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Kristján Þór Júlíusson, Ásvegi 23, Akureyri, sem 4. þingmaður.
Tryggvi Þór Herbertsson, Sörlaskjóli 16, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði, sem 3. þingmaður.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Austurbyggð 12, Akureyri, sem 7. þingmaður.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Kelduskógum 1, Egilsstöðum, sem 10. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Steingrímur J. Sigfússon, Gunnarsstöðum 1, Svalbarðshreppi, sem 1. þingmaður.
Þuríður Backman, Hjarðarhlíð 7, Egilsstöðum, sem 5. þingmaður.
Björn Valur Gíslason, Stekkjargerði 12, Akureyri, sem 8. þingmaður.

Suðurkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Sigurður Ingi Jóhannsson, Syðra-Langholti 4, Hrunamannahreppi, sem 3. þingmaður.
Eygló Þóra Harðardóttir, Hásteinsvegi 8, Vestmannaeyjum, sem 7. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Lindarflöt 44, Garðabæ, sem 2. þingmaður.
Unnur Brá Konráðsdóttir, Hvolstúni 9, Hvolsvelli, sem 6. þingmaður.
Árni Johnsen, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, sem 9. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Margrét Tryggvadóttir, Reynihvammi 22, Kópavogi, sem 10. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Björgvin G. Sigurðsson, Grænuvöllum 5, Selfossi, sem 1. þingmaður.
Oddný G. Harðardóttir, Björk, Garði, sem 5. þingmaður.
Róbert Marshall, Melhaga 1, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Atli Gíslason, Birkimel 6, Reykjavík, sem 4. þingmaður.

Suðvesturkjördæmi:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Siv Friðleifsdóttir, Bakkavör 34, Seltjarnarnesi, sem 6. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Bjarni Benediktsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ, sem 2. þingmaður.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Mávahrauni 7, Hafnarfirði, sem 5. þingmaður.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Hrafnshöfða 35, Mosfellsbæ, sem 8. þingmaður.
Jón Gunnarsson, Fífuhjalla 21, Kópavogi, sem 12. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Þór Saari, Hliðsnesi 6, Bessastaðahreppi, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Árni Páll Árnason, Túngötu 36a, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Katrín Júlíusdóttir, Furugrund 71, Kópavogi, sem 4. þingmaður.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Arnarási 17, Garðabæ, sem 7. þingmaður.
Magnús Orri Schram, Hrauntungu 97, Kópavogi, sem 11. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vesturgötu 22, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Ögmundur Jónasson, Grímshaga 6, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi suður:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Vigdís Hauksdóttir, Þorláksgeisla 45, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Ólöf Nordal, Laugarásvegi 21, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Logafold 48, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Birgir Ármannsson, Víðimel 47, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Birgitta Jónsdóttir, Birkimel 8, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Össur Skarphéðinsson, Vesturgötu 73, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ljósvallagötu 10, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Skúli Helgason, Suðurgötu 24, Reykjavík, sem 7. þingmaður.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Garðastræti 43, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Svandís Svavarsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Lilja Mósesdóttir, Starrahólum 2, Reykjavík, sem 6. þingmaður.

Reykjavíkurkjördæmi norður:

Af B-lista Framsóknarflokks:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Lokastíg 24, Reykjavík, sem 8. þingmaður.

Af D-lista Sjálfstæðisflokks:
Illugi Gunnarsson, Ránargötu 6a, Reykjavík, sem 3. þingmaður.
Pétur H. Blöndal, Kringlunni 19, Reykjavík, sem 7. þingmaður.

Af O-lista Borgarahreyfingarinnar – þjóðin á þing:
Þráinn Bertelsson, Fischersundi 3, Reykjavík, sem 9. þingmaður.

Af S-lista Samfylkingarinnar:
Jóhanna Sigurðardóttir, Hjarðarhaga 17, Reykjavík, sem 1. þingmaður.
Helgi Hjörvar, Hólavallagötu 9, Reykjavík, sem 4. þingmaður.
Valgerður Bjarnadóttir, Skúlagötu 32, Reykjavík, sem 6. þingmaður.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rauðalæk 23, Reykjavík, sem 11. þingmaður.

Af V-lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs:
Katrín Jakobsdóttir, Reynimel 82, Reykjavík, sem 2. þingmaður.
Árni Þór Sigurðsson, Tómasarhaga 17, Reykjavík, sem 5. þingmaður.
Álfheiður Ingadóttir, Fjólugötu 7, Reykjavík, sem 10. þingmaður.

 


mbl.is Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú birtir kannski listann aftur, svo við sjúm hvernig menn greiddu atkvæði. Það er algerlega ljóst hér að þeir, sem eru það miklir hryggleysingja að sitja hjá verða samsekir ef illa fer.

Hvernig er það með þorpsfíflið þarna fyrir ofan. Sefur hann ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 03:51

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Þau lofsungu loforðin fögru,

fyrir kosningar í röddunum - hreim.

Að bjarga börnunum okkar-

að gera ekki fjölskyldu mein.


En loforðin strax voru svikin,

fyrir raðherra stólana setu.

Hégóminn heljar tekinn,

og sannleikur úr húsinu rekinn.


Svo seldu þau þjóð mína,

í ánauð og neyða hana í neyð.

Og Íslenskri fjölskyldur setja í fjötrana mein,

svo fengu þau landinu í landinu drottna.


Hvert ungbarn er tekið og hlekkjað,

við hel þunga hamarsins stein.

Gert það að borga og borga,

því þrælinn er en ungur að árum,

en aldin hann verður að lokum

þegar upp verða gerð þau gerræðis mein.


Nú er þjóð mín nú svívirt og svikin,

fyrir Versala af verst gerð.

Fyrir níutíu árum síðan,

er Þjóðverjar lágu í stríðsins sárum

sá gjörningur sem þá var gjörður,

var af hinni verstu gerð.


Því læra ekkert landsfeður okkar,

af spjaldana skráðri sögu,

Því sálin var seld fyrir stólana setu

og hégóminn ræður þar för.

Svig.


Rauða Ljónið, 8.6.2009 kl. 04:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

I tremble. Hvað sem nú "flame on leyfi" þýðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 04:54

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Ívar,

Las á hraðferð Svavar segja að leiðirnar hefðu verið tvær A og B.  Að samþykkja

þessa ógnarkúgun, eða B hrekjast úr "sambandi þjóðanna".  Sakna þess að sjá ekki

fleiri kosti, í svo veigamiklu máli, hvað þá lögfræðilega og þjóðarréttslega útfærslu á

báðum kostum.  Í fyrsta kasti hugnast mér B, einfaldlega vegna þess að Landsbankinn

og Icesave "var ekki þjóðin". 

Hættið svo þessum leiðinda sandkassariflildi út um allar trissur nafnar!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.6.2009 kl. 07:29

5 Smámynd: GH

Þessi dramatík er orðin dálítið þreytandi. Stjórnmál eru list hins mögulega, en íslenskir bloggarar virðast lifa í e-s konar draumaheimum. Auðvitað saknar maður þess að eiga ekki fullt af kostum nú, en við megum ekki gleyma að þjóðin átti þá fyrir nokkrum árum. Þá var valin sú leið að leyfa bönkunum að stækka stjórnlaust, og þjóðin verðlaunaði flokkinn sem stóð í brúnni með góðri kosningu árið 2007. Strax árið 2006 voru erlendir fræðimenn og greiningardeildir erlendra banka farnar að vara við hruni, en íslenskur almenningur -- og, því miður, stór hluti íslenskra hagfræðinga -- talaði niðrandi um slíkar skýrslur sem "danska öfund" og "óhróður" -- íslensku víkingarnir væru bara svo svakalega flinkir og töff. Að koma núna og hrópa landráð -- og það jafnvel fulltrúar hinna sömu flokka og komu okkur í þessa klípu -- er ekki bara pínlegt heldur er það, í mínum huga, hin einu og sönnu landráð. 

GH, 8.6.2009 kl. 07:56

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála því að þetta verði að fara fyrir þjóðina. Við erum að taka á okkur ofboðslegar skuldir. Ef þjóðin samþykkir, er hún búin að gefa grænt ljós. Samþykki hún ekki, verður hún bara að sjá hvernig það er að vera ekki í "samfélagi þjóðanna".

Mig hlakkar til að sjá hvaða þingmenn segja já.

Villi Asgeirsson, 8.6.2009 kl. 08:07

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með Jóni Steinari, birtu listann að lokinni atkvæðagreiðslu. 

Jón Frímann, það hefur kannski farið fram hjá þér að Bretar hafa haft með Landsbankann í Bretlandi að gera frá því í október 2008.  Mikill eignabruni hefur átt sér stað síðan þá.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 08:15

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hlustið hér....

Mokið ykkar flór



 ...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2009 kl. 11:10

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvernig væri að birta listann yfir íslenska viðskiptafræðinga sem dönsuðu með okkur hrunadansinn? Þarf ekki því þeir voru allir með tölu með og fatta ekki neitt ennÞá hver tók hátalarana úr sambandi. Eru enn að líta í kringum sig forviða einsog Bjarni núlifandi Ben þegar hann kemur í opinber v iðtöl.

Gísli Ingvarsson, 8.6.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann, í hverju felast sinnaskipti þín? Sl. ár hefur þú haft þetta réttilega á hreinu, en allt í einu núna kaupirðu þessi eymdarlegu rök, að ríkið sé ábyrgt fyrir því sem tryggingarsjóður innistæðureikninga á ekki fyrir. Haltu áfram að fara eftir sannfæringu þinni að okkur beri ekki að greiða vanskilaskuldir einafyrirtækja í nokkurri mynd.

Jenný, þessi þjóðabisniss er eins og allur annar bisniss. Ef þú kemur þér í ofurskuldir vill enginn við þig tala, „toxic debt“, afleiðing leiðar þinnar A. Leið þín B liggur því fyrir, það er ekkert val annað en að neita.

GH, öllu meira þreytandi er að sjá bankana og síðan ríkið stefna stjórnlaust í glötun. Við bloggarar upp til hópa höfum verið sjálfum okkur samkvæm í rúm tvö ár. Við höfum varað við hverjum og einum af þessum reginvitleysum löngu áður en þær tóku form, en dauðaósk stjórnmálamannanna verður jafnan ofan á. Það skiptir meir að segja ekki máli, þegar svona er komið, af hverju hlutirnir gerðust, heldur einungis það, að þessa stóru reginskyssu má ALLS EKKI gera. Sú tilraun er eins og að kvekja á eldspýtu til þess að athuga hvort bensínloft sé í stóra tankinum. Það verður ekki afgert. Betra er að rífast til eilífðarnóns um hvað hefði gerst, hefði Alþingi staðfest afarsamninginn, heldur en að upplifa eymdina.

Villi og Magnús, við merkjum við Kvislingana á þingmannalistann eftir á.

Anna, stjórnmálamennirnir sem staðfesta Icesave festa flórinn í sessi svo að henn verður aldrei mokaður. Skíturinn sprengir fjósið.

Gísli, ég tek amk. þetta ekki til mín sem viðskiptafræðingur, enda reyndi ég að telja hinum grástökkunum hughvarf á fjölda funda fjármálafyrirtækja og Seðlabankans löngu fyrir hrun. En eins og kerfin voru með öllum sínum píramídabónusum þá gat enginn nema topparnir sjálfir í bönkunum breytt neinu þótt hann fengi ofursamviskubit, því að þá legðist allt blóðmjólkandi commission- kerfið á hann til að hann spili með.

Eins er með pólítíkina 8. júní 2009. Afarsamningar aldarinnar verða staðfestir og við göngum með kústskaft í afturendanum allt þar til við neitum að borga eftir nokkur hryllings- ár.

Ívar Pálsson, 8.6.2009 kl. 17:13

11 identicon

Einn - sexarmastjarna - átta - sexarmastjarna - átta - sexarmastjarna - einn.

1 * 8 * 8 * 1

Kunnuglegt?

Sex (stjarna) Sex (stjarna) Sex

6 6 6

1 8 8 1 = 9 + 9 = 18

9 er 3+6 eða 666

18 er 666

Þingið er vandlega merkt og greinilega vel undir stjórn eigenda sinna.  Það er engin tilviljun hversu erfitt er að skipta um lið á þingi.  'Endurnýjunin' felst aðalega í nýjum höfðum á hýdruna.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband