Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!

Ríkisstjórnir hrunsins heita Urður, Verðandi og Skuld eftirurdur_verdandi_skuld.png örlaganornunum þremur. Urður  er fortíðin, hún var jörðuð, Verðandi beið í 80 daga eftir því að verða stjórn og núna er framtíð okkar ráðin, en hún er Skuld. Hér er lýsing af Wikipediu:

Urður, Verðandi og Skuld eru þrjár örlaganornir, sem koma fyrir í norrænni goðafræði. Þær búa við brunn, sem heitir Urðarbrunnur, og stendur við eina af þrem rótum Asks Yggdrasils. Urður, Verðandi og Skuld ausa yfir tréð, einu sinni á dag, vatni sem á að halda trénu (Aski Yggdrasils) frá því að fúna eða visna. Urður er myndgervingur fortíðarinnar, Verðandi nútímans, og Skuld framtíðarinnar.

Þær stýra örlögum manna og hafa til þess langa þræði sem þær hugsa um af ýtrustu varfærni. Þegar kemur að því að kappi (maður) er búinn með sinn tíma þá klippa þær á þráðinn og örlög viðkomandi eru ráðin.

Í bókinni Veðmál Óðins fer Óðinn á fund þessara örlaganorna til að fá þær til að upplýsa um þrjá mestu kappa sem eru á lífi. Nornirnar bregðast ókvæða við og neita Óðni um þessa bón.

---------------------------------

Tökum eftir því að allar eiga nornirnar þrjár það sameiginlegt að hafa verið með Samfylkinguna í sér.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5124


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

En til að gæta sanngirni þá eru þessi ósköp ekki alveg ný af nálinni.

Ólafur Eiríksson, 8.6.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kysi helst að urða verðandi skuld.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2009 kl. 18:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2009 kl. 02:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú flýtur skíturinn óðum upp á yfirborðið. Ekkert bindandi samkomulag var til, aðeins minnisblað. Össurlaug, Jóhanna laug, Steingrímur laug og allir leyndu mikilvægum staðreyndum um ólögmætar þvinganir og hótanir AGS og EU. Danlel Gros segir nú að vextirnir sú allt of háir...og þetta er bara dagur eitt.

Það verður með öllum ráðum að koma Samfylkyngunni frá. Þetta er glæpahyski, sem hefur svikið sína þjóð. Í steinin með þau öll eins og skot. Þau eru öll sek um landráð samkvæmt lagaskilgreiningu. Ef einhver vafi var á því í gær, þá er það 100% núna.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 08:12

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ólafur, góð grein í tenglinum hjá þér. Jón Steinar góður líka!

Hulduherinn ætlaði að vera gegnsær með afbrigðum, en varð háður leyndinni eins og Frodo Baggins með Hringinn. Valdið sem fylgir því að sitja á upplýsingum sem almenningur fær ekki að sjá, það sýkir besta fólk beð leifturhraða. Fyrir vikið þorir Steingrímur J. ekki að upplýsa pupulinn um það sem máli skiptir fyrir Icesave- ákvörðunina, frekar en að Páfagarður upplýsi um spádóma Fatímu. Ég var tilbúinn til þess að trúa því í febrúar sl. að Steingrímur J. myndi upplýsa fólk og standa upp í hárinu á IMF og Gordon Brown, en viti menn, þá setti Frodo bara upp hringinn!

Fyrir vikið stöndum við því hér við Bastilluna en jánkumst samt konungsvaldinu!

Ívar Pálsson, 9.6.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband