Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?

Á ég að trúa því að vinkona mín, Þorgerður Katrín, ætli að bregðast þjóðinni í Icesave- málinu?putty_tear_apart.png Einmitt þegar sjálfstæðisþingmenn ná líklegast að fella afarsamninginn ef þeir standa saman, með aðstoð réttsýnna þingmanna úr öðrum flokkum?  Ég las annars staðar í dag að hún gefi það í skyn, að hún verði að styðja samninginn. Ef þingmenn úr Sjálfstæðisflokki staðfesta Icesave- „samninginn“, þá eru þeir sjálfkrafa að lýsa því yfir að nauðung sú, sem ESB með IMF beitir Íslendinga sé í lagi, allt fyrir heildarhagsmunina, sem felast í ESB aðild.

 

Sverfur til stáls í Icesave

Nú sverfur til stáls í þessu Icesave/ESB máli innan Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel að sé í grundvallaratriðum svo, að um 30% flokksins vill Evrópusambandið, en drjúgur meirihluti vill það ekki, heldur sjálfstæði. Loftið átti að hafa hreinsast á landsfundi og í kosningunum en gerði það ekki. Um óásættanlegan ágreining er að ræða, sem kemur berlega í ljós í Icesave málinu ef þeir sjálfstæðisþingmenn finnast sem styðja þessa sjálfsaftöku þjóðarinnar. Ef einn bregst, þá hefur flokkurinn brugðist okkur öllum.  Samfylkingarþingmenn standa sem einn í vitleysunni, djúpt í kviksyndinu og vilja draga ljósbleikblátt sjálfstæðisfólk út í svaðið eins og í ríkisstjórninni forðum.

 

Einhliða nauðasamningur staðfestur af Samfylkingu

Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi.  Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna  afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili.  Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða.  Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra.eaglecartoons_load.png

 

Réttur Breta verður ofaná

Vegna ofangreinds þá fá Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði, ef greiðslubrestur verður.  Hugsanlega yrði hægt að ganga að t.d. eignum fjármálaráðuneytisins! Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér  er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann.  Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð.

 

Samningurinn ber augljóslega merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins, nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum.

 

Þingmenn með réttlætiskennd

Sem betur fer finnst núna góður fjöldi þingmanna sem ber skynbragð á sanngirni og hafnar Icesave-samningnum. Þar má enginn sjálfstæðisþingmanna bregðast. Helsta hættan er hjá ESB- sinnum, sem ættu að stofna eigin flokk eða að ganga í Samfylkinguna og falla með henni, en ekki að misnota Sjálfstæðisflokkinn í þessa herferð þeirra til Brussel- veldisins með fjárhagslegum Icesave skuldbindingum á hvert mannsbarn, eins og í forrétt fyrir aðalréttinn, aðild að ESB.

 

Verður Ólafur Ragnar Grímsson síðasta vonin?

Þar kemur kannski að því að okkur verði bjargað af Forseta Íslands. Þeim hinum sama og Icesave- samningamaður Íslands, Svavar Gestsson á að hafa sagt um forðum um nokkuð á þessa leið: Fyrr frysi Faxaflói yfir en að ég kjósi þennan mann!“. Þeir áttust augljóslega við í pólítíkinni í þá daga. En nú er kannski von til þess að Ólafur Ragnar Grímsson fái allsherjar syndaaflausn með því að neita að staðfesta breska Icesave- ofbeldisbragðið. Það yrði óvæntur sigur sanngirninnar.


mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Einhliða nauðasamningur staðfestur af Samfylkingu

Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi.  Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna  afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg.

Ja hvur andskotinn!

Séu þínar heimildir réttar þá verður að fara í undirskriftasöfnun og skora á forsetann fari svo að alþingi samþykki þetta skuldafangelsi. 

Ólafur Eiríksson, 16.6.2009 kl. 03:17

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

B.T.W þá erum eru erl. markaðir líklegast í stuttu bjarnarallý og þessar eignir í bretlandi alger vonarpeningur. Krugman og Rubini eru enn svartsýnir og þessi green shots líklegast tímabundin. Enn er alveg eftir að afgíra  og fella niður skuldir úr evrópska bankakerfinu, US hjakkar á botninum (gjaldþrota) og 0 vextir virka lítið. Þessi niðursveifla er ekkert venjuleg og getur varað í áratug.

Ólafur Eiríksson, 16.6.2009 kl. 03:23

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Er henni ekki nauðugur sá kostur að samþykkja. Ella þarf hún væntanlega að borga eitthvað úr eigin pyngju. Það svíður spilafíklum.

Þórbergur Torfason, 16.6.2009 kl. 07:10

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Landráð leynast víða.  Sum vegna persónalegra hagsmuna, önnur af hreinu hugsunarleysi, en flest vegna þess að fólk treystir ekki eigin dómgreind.

Magnús Sigurðsson, 16.6.2009 kl. 08:56

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég get ekki betur séð en að Þorgerður styðji Icesave og sama má segja um Morgunblaðið. En formaðurinn mun áreiðanlega reyna að tala hana til.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2009 kl. 08:56

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Eygló framsóknarkona er með smá pistil í Fréttablaðinu í dag. Segir að hún sé beðin um að skrifa upp á 700 milljarða kúlulán með bundið fyrir augun. Það geti hún aldrei gert. 

Haraldur Hansson, 16.6.2009 kl. 10:40

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er ákaflega góður pistill hjá þér Ívar og réttur í öllum megin dráttum. Stóra spurningin er hvort Þorgerður og aðrir ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins svíkja lit, eða ætla að stuðla að samstöðu innan flokksins og endurreisn hans. Málið varðar auðvitað ekki síður hagsmuni þjóðarinnar, sem nær öll virðist á móti Icesave-samningnum, eins og hann liggur fyrir.

Við munum eggjan Þorgerðar á fundinum 11.maí um öfluga stjórnarandstöðu. Ef einhverjir þingmenn flokksins bregðast trausti, verður ekki framhald á öflugri stjórnarandstöðu. Bæði Framsókn og Borgarahreyfingin munu hafna samstarfi við okkur. Mikilvægast er þó, að Sjálfstæðisflokkurinn mun líklega ekki þola óeiningu um Icesave og klofna.

ESB-sinnar mættu hafa í huga, að höfnun Alþingis á Icesave-samningum merkir einungis, að ríkisstjórnin hefur farið fram úr sjálfri sér. Höfnunin merkir, að alvöru sendinefnd verður send til að gera samning við Bretana. Hvað getur verið eðlilegra en margar samningalotur um viðkvæmt og erfitt deilumál ?

Í nærstu samningalotu verður að standa öðruvísi að málum en í þeirri fyrstu. Senda verður öfluga samningamenn og allir stjórnmálaflokkarnir verða að koma að málinu frá byrjun og fylgjast með samningaferlinu. Með þessu móti fengjum við einnig lengri frest til að meta efnahagsstöðu okkar. Ég er ekki tilbúinn að ætla Þorgerði svo illt, að hún vilji hindra að við eigum möguleika á þolanlegri niðurstöðu málsins. Til að svo verði, er nauðsynlegt að samningaferlið beri einkenni siðaðra manna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 11:45

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þorgerður Katrín hefði og á að hverfa úr áhöfn Sjálfstæðisflokksins

Jón Snæbjörnsson, 16.6.2009 kl. 11:46

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er ekki Sjálfstæðismaður og hef ekki áhyggjur af framtíð hans í neinu efni. Tel þó að við þurfum á mörgum góðum fulltrúum hans að halda en vil sjá aðra hverfa. Innan raða þessa flokks eru margir einarðir þjóðhyggju/og sjálfstæðissinnar og ekki veiti þjóðinni af slíku fólki í dag.

En þessi pistill þinn er góður og ég þakka fyrir mig. 

Árni Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 12:42

10 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

 Snilldar grein Ívar

Það er alveg ótrúlegt þrot sem stjórnmálin eru í. Endalausar  spekúlasjónir um hluti sem skipta ekki mál. Að greina aðalatriða og aukaatriða virðist vera ómögulegt.

Nú hefði verið færi fyrir stjórnmálin að gefa  þjóðinni von og þjappa henni saman gegn hrægömmunum sem ætla að hirða okkur á silfurfati vegna hræðslu við einangrun.

Við erum að tapa öllum vopnum okkar til að sigla í gegnum þessa heimskreppu sem mjög sennilega á eftir að dýpka mikið

Allstaðar eru brestirnir að koma fram og klúðrið ætlar engan endi að taka

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 13:41

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Takk Ívar. Kjósendur flokksins virðast ekki ætlast til að flokkurinn sýni siðferðislegan styrk.   Og meira að segja almenningur landsins virðist ekki eiga von á siðferði þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar. Stórmerkilegt;  "Getur verið að siðferðilegur vandi okkar sé djúpstæðari og alvarlegri en allar okkar skuldir og gjaldþrot? Ég tel svo vera. Ísland virðist hafa tekið að sér að vera spillta og óuppalda barnið í samfélagi þjóða. Við kennum öðrum um og lítum aldrei í eigin barm. Þetta gildir um þá einstaklinga sem efst trjóna á öllum stigum okkar samfélags og þetta gildir um samskipti okkar við aðrar þjóðir. Við erum lítil þjóð í miklum vanda."

Jón Snæbjörnsson, 16.6.2009 kl. 13:49

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir góð komment. Ég heyrði núna frá sjálfstæðisþingmanni að talið hafi verið að þau væru öll á móti Icesave- samningnum. Ég vona að svo sé, þannig að athugasemd Þorgerðar Katrínar eigi sér ekki stoð eða sé einungis kastað fram. Það væri óskandi!

Ívar Pálsson, 16.6.2009 kl. 16:15

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góðar fréttir Ívar ef sannar reynast, að enginn þingmaður okkar muni taka að sér að skera ríkisstjórnina úr snörunni. Væntanlega er öllum þingmönnum stjórnarandstöðunnar ljóst, að stuðningur eða hjáseta við afgreiðslu Icesave-málsins, mun framlengja líf þessarar ríkisstjórnar. Menn gætu þá eins lýst opinberlegi yfir stuðningi við hana, eða eins og þú nefnir gengið í Samfylkinguna.

Ef staðan er sú að stjórnarandstaðan öll er á móti, þá er spurning um Vinstri Græna. Munu þeir greiða atkvæði með eða sitja hjá, til að stjórnin lafi eitthvað fram á haustið ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband