Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun

Steingrímur J. staðfestir að Icesave- gjörðin er á milli einkaaðila, banka og tryggingarsjóðsins og þess vegna fáist hann ekki birtur. Þetta er ekki þjóðasamningur. Lymska Breta í því að draga okkur út úr þjóðarétti yfir í breskan einkamálarétt kemur í veg fyrir það að Alþingi taki einu vitrænu ákvörðunina og hafni samningnum.  

 

photobucket_gunpoint.pngSamningur þessi er ein allsherjar lögfræði- gryfja fyrir Íslendinga, það staðfesti einn lögfróðasti maður Íslands í gær við mig, eftir að hafa skoðað ósköpin. Óháð pólítík, þá skrifar engin heilvita maður undir slíkt afsal almennra grunnréttinda manna, hvað þá fyrir hönd heillar þjóðar, án þess að hver grein samningsins sé opinberuð.  Semsagt, skrifað undir með bundið fyrir augun og með kalt byssuhlaupið við hnakkann. Nei takk!

 

Vinsamlegast kíkið á færslu mína frá því í nótt og athugasemdir við hana, þar sem málið er betur reifað:

Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/897430/


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragnhildur

 Icesave-samningurinn: Fullur af gildrum breskra lögspekinga?

Icesave-samningurinn við Breta er einhliða nauðasamningur, fullur af gildrum breskra lögspekinga, faldar í óvenjuerfiðu ensku lagamáli. Ísland afsalaði sér þjóðréttarlegri stöðu sinni með samningum.

Þessu heldur Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og útflytjandi, fram og vitnar í heimildarmenn sína í íslenska kerfinu.  Orðrétt segir Ívar:

„Fólk djúpt innan kerfisins sem þekkir til Icesave- bardagans, staðfestir að þetta er einhliða nauðasamningur. Nú þegar greinar hans birtast lögspekingum kemur í ljós að allt morar í gryfjum gegn Íslandi. Gryfjurnar eru faldar í óvenju- erfiðu ensku lagamáli. Helst þar má nefna afsal Íslands á þjóðréttarlegri stöðu sinni, þar sem Bretum tókst að færa málið úr þjóðarétti, samningum á milli þjóða, yfir í breskan einkarétt. Lögsagan yrði í raun bresk, í stað þess að vera þjóðréttarleg. Þetta er gert með því að draga íslenska ríkið inn í einkaréttarsamninga á milli banka og tryggingarsjóðsins, sem er einkaaðili. Fyrir vikið missir íslenska ríkið flestan þann rétt og þá stöðu sem fyrir hendi er í dag í þessu máli. Nær ómögulegt yrði að koma viðhlítandi vörnum við frá okkar hendi. Mál þessi fengjust ekki rædd t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem um einkarétt yrði að ræða. Mál með rakinn rétt Íslands yrðu að engu með afsalinu stóra.“

Ívar segir að vegna þessa fái Bretar í raun ýmsar eignir íslenska ríkisins að veði ef greiðslubrestur verði á samningnum. Þannig gætu Bretar í raun gengið að ýmsum eignum fjármálaráðuneytisins sjálfs.

„Breska ríkið setti raðir lögfróðs fólks, sérfræðinga í það að semja hverja grein samningsins. Hér er mjög undirmannað og eðlilegir umsagnaraðilar fá hvorki samninginn né þá ráðrúm til þess að skoða hann. Brotið er á grundvallarrétti manna með þessari samningagerð. Maður ber ekki ábyrgð á gjörðum annarra nema að maður hafi skrifað undir slíka ábyrgð.“


Ívar segir samninginn bera augljós merki þess að vera einhliða gjörningur breska ríkisins...

„...nauðungarsamningur sem íslenska samninganefndin telur sig hafa orðið að verða við vegna stjórnmálalegs þrýstings, í stað jafnhliða samnings á milli þjóða. Þrýstingurinn að ljúka málinu er svo mikill að augljóslega varð djöfullinn eftir í smáatriðunum.“

Þessa grein fann ég áðan á Pressan.isEf þetta er rétt þarf þjóðin að taka NÚNAí taumana!!!!

Anna Ragnhildur, 16.6.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig getur þetta verið eitthvað prívatmál, þegar þjóðin borgar brúsann. Ég á kröfu á að vita hvað ég er að borga og hvers vegna það er ég sem er greiðandinn. Þessi fasismi er orðinn yfirgengilegur. Svo virðist sem Steingrímur og co séu með spunameistara á sínum snærum 24/7 þessa dagana. Ekki er þetta komið úr hans tóma haus allavega. Hvaðan og frá hverjum koma þessar úrtölur hans. ég vil fá að vita það.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skyldi þó aldrei vera að þessir lögspöku spunameistarar hans væru breskir og einnig einhverjur frá IMF?  IMF segir að þetta mál, sé "none of their business" en samt beita þeir kúgunum til að knýja þetta í gegn fyrir hönd breta. Það eitt gerir samninginn ólöglegan. Þeir troðast svo hver um annan þveran inni í ráðuneytunum með heilræði sín. Sér fólk ekki hvað er á ferðinni hér? Þetta er kúpp og ekkert annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo tek ég undir með ræðumanni hér að ofan. Þetta er ekki samningur, heldur afsal. Einhliða afhending á landinu í hendur erlendra auðhringa eftir krókaleiðum.

Nú þarf a hugleiða vel, hvað það er í þessum gjörningi, sem ekki þolir dagsins ljós. Það hlýtur að vera eitthvað svakalegt. ÞAð er engin leið að ætlast til að skrifað verði undir samkomulag án þess að menn fái að lesa það yrir og átta sig á smáaletrinu og "the devil in the details." Það myndi enginn heilvita maður gera.  

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir þessa baráttu Ívar, titillinn segir allt sem segja þarf  að viðbættu ..... á hnjánum.   Niðurlægingin er algjör!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef þetta er einkasamningur, því þá að veita Ríkisábyrgð vegna hans?

Á tryggingasjóðurinn fyrir þeim tryggingum sem ríkisábyrgðin krefst skv. lögum 121/1997 um ríkisábyrgð?

Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 21:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi skrif þín, Ívar, eru meðal þess almerkasta sem birtist nú í vikunni.

Hjartans þakkir. Látum í okkur heyra! (sbr. hvatningargrein á neti mínu).

Jón Valur Jensson, 17.6.2009 kl. 02:13

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður punktur Eggert. Má ríkið ábyrgjast samninga milli einkaaðila? Ég man að eftir 911, þá sóttu Flugleiðir um ríkisábyrgð og það þurfti lagabreytingar og læti og það var gert tímabundið.  Það var ekki ábyrgð á samningum heldur aðeins til að halda opinni viðkiptavild og lánstrausti þegar útlit var fyrir gjaldþrot flugfélaga. Þetta var gert undir formerkjum þjóðaröryggis og samgangna. Hér er verið að stofna öryggi þjóðarinnar í voða og það að þjóðinni forspurðri.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2009 kl. 06:29

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athugaðu, Ívar, að í nýjasta þingpistli sínum kemur kollega þinn Þór Saari með afar merkilegar upplýsingar um fund sem hann og Birgitta Jónsdóttir áttu í fyrradag "með einum samninganefndarmanna Hollendinga í áðurnefndum viðræðum. [...] Í samtalinu kom fram að það hefur aldrei verið sett fram skilyrði af hálfu Hollendinga og Breta að ekki mætti birta samninginn. "Á nú að fara að kenna okkur um það líka, sagði viðkomandi," eins og segir í þeim pistli Þórs.

Sjálfum sýnist mér trúlegast, að okkar eigin ríkisstjórn vilji leyna þjóðina þessum upplýsingum og fari jafnvel sérstaklega fram á það við samningsaðilana, hvað sem líður auglýstu, hjákátlegu bænakalli hennar til sömu aðila um að fá að birta þetta.

Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband