Hæstaréttardómari staðfestir afsal

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari birti hnitmiðaða grein í Mbl. í dag (bls.15) þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að afsal felist í Icesave samningunum. Aðalefnið er þó það að íslenska þjóðin eigi að fá úrlausn hlutlausra dómstóla um það hvort hún skuldar Icesave- féð:

 

„Icesave-samningarnir snúast í raun og veru um hvort við Íslendingar eigum að njóta þessa helga réttar í viðskiptum okkar við fyrrnefndar þjóðir. Það er nefnilega verið að semja við þær um afsal hans (feitletrun ÍP). Þær vilja fá fram viðurkenningu okkar um að við skuldum þetta án þess að leyfa okkur að njóta þess grunnréttar sem þær segjast sjálfar virða, bæði gagnvart sínum eigin borgurum og einnig í deilum milli þjóða, að allir skuli hafa aðgang að dómstólum til að láta dæma um réttindi sín og skyldur.“

 

EFTA courtMagnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar hefur einnig lagt áherslu á ofangreint. Hann telur EFTA- dómstólinn réttan aðila til þess að dæma í málinu. En staðfesting Alþingis á Icesave- samningnum afsalar okkur þeim málskotsrétti. Bretar og Hollendingar hafa fullyrt að samningunum verði ekki breytt. Því er augljóst að Íslendingar eiga ekki annarra úrkosta völ en að hafna samningunum.

 

 


mbl.is Icesave gæti fellt stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mjög athyglisvert innlegg í málið.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Dúa

Sem betur fer eru að koma fram fleiri og fleiri álit þekkingarreynslubolta sem styðja þessa túlkun. En er ekki borin von að stjórnvöld hlusti á lög og reglur eða fari eftir þeim?

Dúa, 22.6.2009 kl. 09:10

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ríkisstjórnin hefur gefið yfirlýsingar um, að ekki sé fyrir hendi sá möguleiki að leggja Icesave-málið fyrir dómstóla. Þetta tel ég vera fjarstæðu. Hægt er að koma Bretum og Hollendingum fyrir dómstóla með tveimur leiðum, auk þess að um það yrði samkomulag.

  1. Hægt er að hefja gegn þeim málsókn, vegna efnahagsþvingana. Þeir myndu örugglega halda uppi vörnum og það yrði fjallað um Icesave-reikningana.
  2. Hægt er að fella drögin að Icesave-samningunum og þá eiga Bretar og Hollendingar ekki annara kosta en hefja mál gegn okkur.

Mín skoðun er sú, að okkur beri ekki skylda til að greiða þær upphæðir sem nefndar eru í Icesave-samningunum. Um þetta hef ég fjallað á nýlegu bloggi og meginatriðið er ákvæði alþjóðalaga, sem upp á Latínu er nefnt "Rebus sic stantibus".

Vegna óvæntra aðstæðna, eru ekki forsendur fyrir fullnustu EES-samningsins !

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega Ívar, en hvar var Jón Steinar síðastliðið haust ? ekki aðalmálið en erum við ekki orðin og sein, eða erum við kanski á réttum tímapúnkti akkúrat núna þe að leggja "okkar" mál undir td EFTA dómstólinn

Jón Snæbjörnsson, 22.6.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Bendi á grein um Icesave málið í Morgunblaðinu í gær 21.6.. Þar er kristaltær lýsing á málinu.  Þar sést ábyrgðin er okkar Íslendinga enda studdu fulltrúar þjóðarinnar fyrir því að útþennsla bankans var ekki stöðvuð og saklaus almúginn í Hollandi og víðar voru ginntir til að leggja sparnaðinn sinn á Icesave reikninga. Það væri siðleysi að hlaupast undan ábyrgðinni og okkur til ævinlegrar skammar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.6.2009 kl. 09:57

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, sem hæstaréttardómari er Jóni Steinari ófært að tjá sig um ýmiss mál sem gætu endað fyrir dómi hérlendis. Þannig var staðan sl. haust. En hér velur hann að viðra skoðanir sínar til stuðnings alþjóðlegs réttarkerfis, sem hlýtur að teljast í lagi fyrir mann í hans stöðu.

Þórdís Bára, aeint yrði dæmt í alvarlegasta máli þjóðarinnar eftir því sem stæði í einni grein blaðamann, þótt góður sé. Þar vantar líka einn mikilvægasta þáttinn:

13. ágúst 2009: Björgvin viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar sendir bréf til Gordon Brown með staðfestingu á ábyrgð Íslands  á umframupphæðum tryggingasjóðsins.

Þetta skipti sköpum.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 10:08

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, þetta átti að vera 13. ágúst 2008

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 10:08

8 Smámynd: Ívar Pálsson

SVONA er þetta rétt:

Þórdís Bára, seint yrði dæmt í alvarlegasta máli þjóðarinnar eftir því sem stæði í einni grein blaðamanns, þótt góður sé. Þar vantar líka einn mikilvægasta þáttinn:

13. ágúst 2008: Björgvin viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar sendir bréf til Gordon Brown með staðfestingu á ábyrgð Íslands  á umframupphæðum tryggingasjóðsins.

Þetta skipti sköpum.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 10:10

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Auðvitað eigum við aðsemja um að  borga þessar skuldir.

En við eigum að gera það á okkar forsendum, ÁN RÍKIS'ABYRGÐAR.

Samhliða á að fara réttarfarsleið til að fá um það skorið um réttmæti þessarar greiðslu. Ef við töpum málinu, þá borgum við. En ef við vinnum málið, þá látum við deila þessu á öll ríki ESB.

Eggert Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 10:17

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Því miður þá stóð Björgvin ekki undir nafni og það er einmitt þáttur í þessu hvað varðar ábyrgð þjóðarinnar. Hann og Davíð seðlabankastjóri töluðu ekki einu sinni saman á þessum tíma.  FME sendu tilkynningu út um að allt væri í lagi þegar gagnrýni Hollendinga kom fram um hættuna á útþennslu bankanna.  Fulltrúar okkar þáverandi og fyrrverandi stjórnarherrar studdu blekkinguna beint eða óbeint.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.6.2009 kl. 10:23

11 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þið eru að grínast hlutleysi Jóns Steinars verður alltaf dreigið í efa. Menn gleyma líka því hvað er í húfi. Ef af hótunum verður um afsal lánshæfis vegna skorts Íslendinga á skuldbindingum þá missum við Orku og sjávarútvegsfyritækin. En þið greinilega viljið lýsa því yfir að við séum Insolvent. Að óstjórn D og B hafi í raun keyrt okkur í þrot og að við höfum ekki átt okkur viðreisnar von.

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 10:27

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þótt Björgvin Gamli Sigurðsson hafi látið Bretska Sossa plata sig til að staðfesta kröfu þeirra breflega, nægir það ekki til að skuldbinda Íslendska þjóð. Ákvæðið "rebus sic stantibus" gildir þrátt fyrir það.

Að alþjóðalögum, erum við ekki skuldbundin til að borga Icesave-reikningana. Þetta þarf að fá staðfest fyrir dómstólum, til að uppfylla formsatriði. Þótt Bretska stjórnkerfið eigi færari lögfræðinga en það Íslendska, eigum við samt marga hæfa menn sem eru hæfir til að framfylgja þessu máli til sigurs.

Ívar, er afrit af þessu heimskulega brefi Björgvins á Netinu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 11:16

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þurfum að fá að sjá þetta bréf heimskunnar.

En einn ráðherra, sem skrifar formanni flokks síns í Bretlandi (Björgvin og Össur eru meðlimir Verkamannaflokksins*) eitthvert viðurkenningarbréf, getur ekki skuldbundið heila þjóð. Það gætum við líka staðfest með því að stinga honum sjálfum upp í flugvél og sent hann í útlegð til Tortola.

Íslenzka þjóðin er óbundin af skvaldri þessa manns, sem þar að auki var ekki gengið frá með neinum opinberlega staðfestum milliríkjasamningi, og sjálfur hefur hann ekki vald til slíks. Upp á 640–700 milljarða króna? Nei takk! En förum að rifja upp gömlu útlegðardómana frá þjóðveldisöld.

* Spurning hvort þeir eru lendir menn Skotans Browns eða drottningar hans.

Jón Valur Jensson, 22.6.2009 kl. 12:37

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halló !  Íslensk stjórnvöld voru búin að viðurkenna lagalega stöðu direktívisins síðast haust og og samþykkja lágmarkið eins og þeim ber að gera samkv. lögum þar að lútani.

"Agreed Guidelines Reached on Deposit Guarantees

According to the agreed guidelines, the government of Iceland will cover deposits of insured depositors in the Icesave accounts in accordance with EEA law.

Agreed Guidelines

  1. The Government of Iceland has held consultations with the EU Institutions and the Member States concerned regarding the obligations of Iceland under the EEA with respect to the Deposit Guarantee Directive 94/19/EC. All parties concluded that the Deposit Guarantee Directive has been incorporated in the EEA legislation in accordance with the EEA Agreement, and is therefore applicable in Iceland in the same way as it is applicable in the EU Member States.
  2. The acceptance by all parties of this legal situation will allow for the expeditious finalization of negotiations underway concerning financial assistance for Iceland, including the IMF. These negotiations shall be conducted in a coordinated and consistent way, and shall take into account the unprecedented difficult situation of Iceland and therefore the necessity of finding arrangements that allow Iceland to restore its financial system and its economy.
  3. The EU and the EEA Institutions will continue to be involved and consulted on this process.

Reykjavik 16 November 2008

http://eng.forsaetisraduneyti.is/news-and-articles/nr/3229

Hvar hefur þessi furðufugl JS verið ? Hólsfjöllum ?!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 12:39

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er ekki auvðitað að ríkið eigi að greiða þessar skuldir, því yrði ekki endilega um það samið. Landsbankinn fór í raun í þrot og þarf að enda þar, ásamt öllum kröfunum á hann upp á þúsundir milljarða króna, sem flestum hættir til að gleyma. Á meðan fer ríkið með ábyrgðarmálið fyrir EFTA- dómstólinn.

Þórdís Bára, þetta er rétt hjá þér með blekkinguna. Hún færðist frá bönkunum sjálfum (sl. 2 1/2 ár) yfir til ríkisins í einni svipan og margfaldaðist þar.

Andrés, þú misskilur mig ef ég á að hafa rætt um hlutleysi Jóns Steinars. Hann myndi auðvitað ekki dæma í þessu máli, heldur EFTA- dómstóllinn. Jón Steinar veit hvað hann talar um og lýsti sem betur fer áliti sínu.

Staðfesting samninganna  þýðir að við eigum ekki fyrir skuldum. En viðurkenning IMF á því kæmi ekki fyrr en við höfum safnað upp heilmiklum vaxtaskuldum, svo að við yrðum að fara að benda á eignir til upptöku. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að finna þær eignir ríkisins upp á mörg hundruð milljarða króna sem henta þætti til þessarra trygginga.

Loftur Altice, ég sá einhvern tíma textann að bréfi Björgvins til Breta á bloggi annars, en man ekki hvar.  Þar var snjóboltinn sem hlóð utan á sig og rúllaði síðan yfir þorpið.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 12:44

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar Bjarki,ekki mun ég verja aðgerð stjórnvalda (Sjálfstæðis/Samfylkingar) þann 16/11/2008: The government of Iceland will cover deposits of insured depositors in the Icesave accounts in accordance with EEA law.

Samt vil ég benda á það að við lofum þar að vera skuldbundin þar í samræmi við EES -lögin. Um eðli og upphæð þeirrar skuldbindingar þyrfti að fá skorið fyrir EE- dómstólnum áður en lengra væri haldið. En staðfesting Icesave- samningsins kæmi í veg fyrir það, því þarf að hafna henni.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 12:54

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta átti að ver:

Um eðli og upphæð þeirrar skuldbindingar þyrfti að fá skorið fyrir EES- dómstólnum áður en lengra væri haldið. En staðfesting Icesave- samningsins kæmi í veg fyrir það, því þarf að hafna henni.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 12:55

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta plagg í bréfi Ómars segir ekkert um, að íslenzka ríkið sé ábyrgt fyrir Icesave-skuldum Landsbankans, sem baktryggðar eru skv. EES-reglum með ábyrgð þess sjálfseignafélags sem nefnist Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta. Þar að auki gæti ríkisstjórn Íslands ekki gert skuldbindandi samning við önnur ríki um ábyrgð íslensku þjóðarinnar á 640 milljörðum króna án þess að leggja slíkt fyrir utanríkismálanefnd eða allsherjarnefnd og fjárlaganefnd Alþingis og þingið sjálft, ella væri slíkur samningur brot á þessu landráðaákvæði almennra hegningalaga, í 3. málslið 91. greinar: "Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri," enda ætti 21. gr. stjórnarskrárinnar reyndar einnig við slíka samninga: "Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

Jón Valur Jensson, 22.6.2009 kl. 13:01

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allir á villigötum á þessum þræði - nema eg !

Íslensk tjórnvöld samþykkja að ábyrgjast lágmarkið.  Algjörlega klárt. Farið yfir lögin með ísl. stjórnvöldum af öllum stofnunum þar að lútandi.  Niðurstaðan ótvíræð: Ábyrgðin Íslands.

Það eina sem eftir var, var að fínpússa nokkur atriði,  lánatíma o.þ.h.   Nú,niðurstaðan úr því er komin.  Mun betri en reiknað var með.

Hvað skeður ? Jú, sjalllar draga á flot hvern hver furðuraft sem þeir ná í til að tilkynna að það sem þeir hinir sömu (þ,e, sjallar) gerðu í haust hafi bara verið allt í plati.  Hafi bara verið að djóka eitthvað í liðinu og allur sjallamannskapurinn er nú á harðahlaupum undan eigin gjörðum !  - sem kemur ekki á óvart reyndar úr þeim ranni enda ábyrgðarleysið og ósvífnin þannig á þeim bænum að landið er nú í rúst eftir meðferð þeirra á því.  Í rúst.  Tók þá 10-15 ár að rústa íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 13:58

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er alþjóðlegur samningur og því gildir um hann ákvæðið "rebus sic stantibus". Ef aðstæður "eins og málum er háttað" (rebus sic stantibus) eru aðrar en vænta mátti þegar samningurinn var gerður, er leyfilegt að ógilda samninginn, að hluta eða öllu leyti.

Eina verulega hindrunin sem komið getur upp er sú, að sá málsaðili sem krefst riftunarinnar hafi brotið alþjóðlegar skyldur gagnvart aðilum samningsins. Höfum við brotið einhverjar alþjóðlegar skyldur gagnvart löndum Evrópusambandsins ? Ef svarið er neikvætt, þá ber okkur ekki skylda til að greiða Icesave-reikningana.

Ég vil halda til haga, að efnisleg atriði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hníga í sömu átt. Þetta hafa sannað þeir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 14:11

21 Smámynd: Ívar Pálsson

Fólk innan stjórnkerfisins hefur sagt og skrifað eitt og annað sem hefur ekkert lagalegt gildi af viti, því að stærð og eðli skuldbindinganna er með ósköpum. Núna er loks komið að Alþingi til staðfestingar, en það má ekki bresta og halda að allt sé "done deal", þegar framkvæmt, á minnisblöðum og með alls kyns fullyrðingum.

Ómar Bjarki, niðurstaðan er ekki ótvíræð fyrr en A) Alþingi staðfestir afarsamninginn eða B) EFTA- dómstóllinn dæmir í málinu. Einstaklingar eða jafnvel stjórnin geta ekki bundið þjóðina svona, sem betur fer, nema Alþingi samþykki, eins og margoft hefur komið fram.

„Furðuraftar“ sem þú nefnir eru lagafróðustu menn landsins. Þegar kemur að einni erfiðustu rimmu lýðveldisins, þá treysti ég þeim betur í þeim efnum en okkur bloggurum úti í bæ.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 14:22

22 Smámynd: Ellert Júlíusson

Gott að hafa svona vitsmunabrekkur eins og Ómar hérna á blogginu til að leiða okkur í hinn heilaga sannleika. Annars væri nú aldeilis illa komið fyrir þjóðinni.

Gott ef ekki ætti að setja manninn í ráðherrastól og láta hann semja um þetta, enda augljóslega lögfróður maður með meiru. Jafnfram má ekki gera lítið úr greinilegum hæfileikum og þekkingu á stjórnmálasviðinu, en málefnaleg innskot hans í þeim flokki eru ómetanleg.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 22.6.2009 kl. 14:30

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eggert, varðandi skilning og túlkun mína á direktívinu um að lágmarkið blívi sama hvað - þá eru bara öll esb ríkin auk Noregs sammála mér.  Það er nú bara svoleiðis.

Nú síðast er hin virti fræðimaður Gauti B. Eggertsson alveg sammála mér.  Svo er nú það.

 http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2009/6/22/serkennilegur-skilningur-laga/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 15:11

24 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það að samþykkja samning sem ekki er nokkur möguleiki á að geta staðið við er hrein heimska. 

Það að samþykja nauðarsamning baráttulaust sem skuldbindur næstu kynslóð, er hreinn aumingjaskapur. 

Hvað sem "direktívinu" viðkemur og jafnvel þó allir íslensku stjórmálaflokkarnir væru  sammála ESB ríkjunum auk Noregs.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 16:12

25 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef haldið því fram að sú ríkistjórn sem nú situr, hafi á undarlegan hátt, hafnað ráðgjöf fagfólks.  Kannski vegna pólitískar langrækni.

Ég hafna algjörlega svona vinnubrögðum.  Það þarf að láta á það reyna fyrir dómsstólum, hver ábyrgð Íslendinga er í þessari glórulausu Icesave málum, og hver sé ábyrgð þeirra áhættufíkla sem lögðu innistæður sína inn á reikning, sem var too good to be true.

Ívar þakka einarðlega eftirfylgni í þessu mikilvægasta máli, sjálfstæði okkar þjóðar.

Vaskir menn og meyjar, þetta mál þarf að fara rétta leið í gegnum dómskerfið, enga helvítis leti hér.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.6.2009 kl. 16:47

26 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Landið er augljóslega gjaldþrota enda er staða þess gagnvart útlöndum neikvæð um 4500 milljarða

http://sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=684d7b4a-7b6d-4a49-8b0c-f62d792fd59a&nextday=27&nextmonth=8

eða sem samsvarar 3-4 ára veltu í hagkerfinu eða 10-12 ára tekjum ríkissjóðs. 

"Samingar" um að viðhalda vonlausri skuldastöðu þessa gjaldþrota kerfis snúast því eingöngu um að vinna tíma til að halda lýðnum hér sofandi á meðan restin af eignum hans er hirt upp í þessa vonlausu hít. Þessi stefna var mörkuð hjá fyrri stjórn og henni er fram haldið hjá þessarri.

Baldur Fjölnisson, 22.6.2009 kl. 19:44

27 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við sjáum hér glögglega þann hluta fjórskipta einflokksins sem nú er "við völd" í þessu hefðbundna leppríki ensk-ameríska heimsveldisins framfylgja ákvörðunum þess hluta sem varð undir í þessu verra en gagnslausa sjónarspili sem kallast kosningar. Þetta er í raun sami flokkurinn með sömu húsbændurna og þannig hefur það verið eiginlega frá því ég man fyrst eftir mér. Það eina sem hefur komið á óvart er hversu langan tíma tók fyrir þetta gervilýðræðisdót að koma hér öllu í þrot en auðvitað þurftu eigendur þess og kostendur erlendir og innlendir sinn tíma til að stela landinu og flytja það út.

Baldur Fjölnisson, 22.6.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband