Frumvarp um Weimar- Ísland

Nú verður frumvarp um stærstu skuldbindingu Íslandssögunnar lagt fram á Alþingi, án þess að aukinn Weimar- Íslandmeirihlutastuðningur sé fyrir því á þingi, jafnvel ekki einfaldur meirihluti sem styður það. Bráðaþörf er á því að breyta lögum landsins um meðferð slíkra mála  þannig að það sé til samræmis við mikilvægi eða skuldbindingu, sbr. lög um hlutafélög, þar sem krafist er amk. 2/3 hluta atkvæða til slíkra ákvarðana, sem hafa afgerandi áhrif á starfsemina um ókomna tíð.  

Raunar ætti að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samninginn, enda eiga þeir fulltrúar sem sum okkar kusu á þing ekki að geta fengið til umráða undirritaðan óútfylltan tékka, stílaðan á þrældóm okkar langt fram í tímann vegna ævintýra gjaldþrota einkafyrirtækja.  Þetta finnst flestum gefa auga leið, en lúðraþytur fylkinganna bylur svo í eyrum, að almenningur játar sig sigraðan og segir við alþingismennina: „skrifið undir, allt fyrir friðinn, kannski verða þjóðirnar mildari við okkur fyrir vikið“.

Hvar í stjórnmálaflokki sem þú stendur, ekki gefast svona upp! Við hin þörfnumst þín í kjörkuðum hópi einstaklinga sem kallast Íslendingar og vilja búa á fjarlægu, gróðurlitlu skeri í norðurhöfum. Nóg er okkar eigin skuldaánauð, þótt við tökum ekki á okkur sjálfviljug skuldir ráðvilltra milljarðamæringa sem flugu sitt Íkarusaflug upp í sólina.

Látum Íkarus falla án okkar hjálpar. Höfnum Icesave- „samningunum“.

 

Um Ikarus af Wikipediu: http://en.wikipedia.org/wiki/Icarus

“Before they took off from the island, Daedalus warned his son not to fly too close to the sun, nor too close to the sea. Overcome by the giddiness that flying lent him, Icarus soared through the sky curiously, but in the process he came too close to the sun, which melted the wax. Icarus kept flapping his wings but soon realized that he had no feathers left and that he was only flapping his bare arms. And so, Icarus fell into the sea…”


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Guð hjálpi þjóðinni ef þetta verður útkoman varðandi að samþykkja ÍCESLAVE á þinginu,allir þessir ríkisstjórnar þingmenn og útrásarvíkingar eiga að vera réttdræpir hvar sem næst í þetta hyski sem ætlar að setja heimilin og þjóðina á hliðina.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.6.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gefum Alþingi skýr skilaboð um að við viljum ekki þennan nauðarsamning. 

Það verða stjórnmálamennirnir sem ráða úrslitum um það hvort íslendingar verða skuldaþrælar um ókomna tíð.

Magnús Sigurðsson, 29.6.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er ekki pólitíkst mál, þetta eru grundvallar mannréttindi, sem barist er fyrir.

Auk þess væru þeir með samþykkt þessari að opna flóðgátt fólksflótta, sem ekkert orðagjálfur fær stöðvað. 

Nei við gefumst ekki upp, fyrr en í fulla hnefana! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.6.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Dante

Ef kaflinn um landráð í stjórnarskránni er lesinn þá mætti kalla þá þingmenn, sem samþykkja þennan "Versalasamning", landráðamenn.

Kannski ætti maður að kæra þá, sem samþykkja þetta, fyrir landráð og láta reyna á þennan kafla stjórnarskrárinnar?

Gæti verið fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr því og hver dómurinn yrði, ef þeir yrðu dæmdir sem landráðamenn.

Dante, 29.6.2009 kl. 18:21

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek heilshugar undir með Jenny,þetta er ekki pólitískt mál.      Og svo öllum hér.

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2009 kl. 21:18

6 identicon

Heyr Heyr. Borgum ekki neinar skuldir nema okkar eigin.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 11:59

7 identicon

Þá meina ég okkar eigin sem við höfum skrifað undir.

Rugl að halda því fram að við eigum að borga fyrir Fons og aðra óreiðumenn

Og þeir sem tóku lán til að kaupa hlutafé, þeir borgi sín lán. Jafnvel þá fyrirtækið sé orðið í ríkiseign og rjúkandi rústir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband