Davíð um ESB- Svía

Davíð Oddsson mælir manna heilastur í merku viðtali Agnesar Bragadóttur blaðakonu við hann sem birtist í Mbl. á bls. 12-14 í dag. Meðal margra gullkorna er þetta um Svía vegna Icesave og ESB:

David MBL 05072009 Omar„Svíar hafa gengið fram í þessum málum með algjörlega forkastanlegum hætti. Þeir hafa algjörlega tekið afstöðu með Evrópusambandsþjóðunum, Bretum, Hollendingum og Þjóðverjum, gegn Íslendingum og hagsmunum þeirra. Norðmenn og Danir hafa óviljugir gengið með. Ef almenningur í Noregi og Danmörku vissi að það er verið að misnota svokallaða vináttu okkar með þeim hætti að skuldbinda okkur til þess að taka á okkur skuldabyrðar sem við getum alls ekki risið undir, gegn því að fá lán frá þessum löndum, þá yrði mjög mikil reiði almennings í þessum löndum í garð eigin stjórnvalda og að sama skapi samúð með okkur. Nú er reyndar komið fram í fréttum, að Norðmenn segja að þeir sem haldi því fram að lánveitingar Norðmanna til Íslendinga séu tengdar lausn á Icesave-deilunni, fari með ósannindi. Svo eru einhverjir kjánar hér að segja að við eigum endilega að reyna að komast inn í Evrópusambandið á meðan Svíar eru þar í forsvari. Svíar hafa reynst okkur fjandsamlegastir af öllum í þessu Icesave-máli, þannig að með miklum ólíkindum er og ég held að við ættum að sækja sem minnst til þeirra.“

 

Eftir Icesave- þvingun vinstri stjórnarinnar næstu daga kemur síðan næsta þvingunarbylgja á þingi, umræður um ESB- viðræður. Eltingarleikurinn við Svía er hlálegur, sbr. að ofan, en einnig af því að klíkukerfi ESB opinberast þar. Hverju máli á að skipta hvort Suður- Evrópsk þjóð er í forsvari eða norræn? Gætir ekki þessa sama fræga jafnræðis alltaf hjá ESB? Allir eiga vera svo óskaplega jafnir, en þegar norrænir „bandamenn“ okkar eru í forsvari, þá á Íslandi að ganga betur. Gengur okkur þá ekki verr eftir þann stutta tíma?


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Mikið er ég sammála þér

Baldur Már Róbertsson, 5.7.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Málið er að aðalákvörðunin og línan um það hvernig ætti að ganga fram gegn Íslandi og þjóðinni vegna þessa ICESAVE máls kemur frá cómmizara apparati ESB. Hinir pólitísku fulltrúar landanna eru orðnir meira og minna óvirkir í flestum svona fræðilegum ákvarðanatökum sem varða innri málefni ESB apparatsins sjálfs eins og þetta og samþykkja því oftast allt sem þaðan kemur eða í versta falli druslast þá með án þess að gera mikið veður af því þeir vita sem er að þeir ráða ekki við þetta yfirapparat skrifræðisins.

Þess vegna er málið í miklu verri stöðu en það annars væri ef við værum að kljást við þing og þjóðarleiðtoga þessara tilteknu landa.

Þannig er þetta nú þessir andlitslausu embættismenn ESB elítunnar taka allar helstu ákvarðanir í svona málum og það gerðu þeir svo sannarlega í þessu máli.

Svo er þetta líka dálítið skondið hvernig þessir ESB sinnar tala alltaf um að við þurfum að flýta okkur til að ganga frá umsókn núna því nú séu svo góðir menn fyrir þessu eða hinu ráðinu í innstu koppum og Cansellíum ESB valdsins og þessi sé betri og hinn sé verri.

Þetta er svona álíka hlálegt og þegar íslendingar voru að veikum mætti að reyna að pota málum áfram í einveldisstjórn Danakonungs í Kaupmannahöfn af því að einn og einn velviljaður og jú líka stundum meira að segja einn og einn íslendingur sem komist höfðu þar til einhverra metorða og sátu nú á þessum eða hinum kontórnum í sjálfu Cansellíinu.

           ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 5.7.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef þess mikla jafnaðar nýtur, sem svo margoft er mært, innan ESB, má í léttu rúmi liggja hver fer með forsæti. Ef það skiptir okkur máli að Svíar sitji við stýrið, hvers megum við þá vænta ef við förum inn og seinna meir þarf að kljást við t.d. sjávarútvegsstefnu ESB og Spánn situr við stýrið.
Þessi þversögn stenst illa skoðun.

Þessi "birgðir eru að klárast" sölumennska, sem notuð er í samhengi Svíanna, ættum við að leiða hjá okkur.

Það er fólki merkilega hulið hversu mikill þungi er settur á ESB aðild. Það er eins og 30% flokkurinn xS, hafi svarið bræðralag við SA, ASÍ og alla fjölmiðla um það að þjóðinni skuli ýtt inn í þetta bandalag skrifræðisins. Hvort sem þjóðinni líkar eða ekki.

Haraldur Baldursson, 5.7.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að það vekur mér furðu ef Svíar hafa raunverulega haft framgöngu, eins og Davíð lýsir. Ég hef komið víða og hvergi fundið fyrir jafn mikilli vináttu í garð Íslendinga og einmitt í Svíþjóð.

Hvaða menn eru þetta sem Davíð var að tala um ? Núverandi ríkisstjórn eða sænski seðlabankinn ? Spyrjið Davíð nánar út í þetta.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.7.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Andrés.si

Þetta hjá EB virtist altaf ganga svipað leið. Á meðan Svíar eru í formennsku ganga Íslendingar ínn. Á meðan Slóvenar voru, gerðist eitthvað sem er "á óvart gleymd" Þá var viðurkent NATO ríkið Kosovo og undirbuning fyrir  ingöngu  Serba hefst.  Þetta einfaltlega gefur í skín ósk Brusel á þróun mála. Sem sagt þeim langar að Íslendingar ganga í og ekkert annað. 

Við erum nú styttra í það, hverji standa bakvíð og leiða svo S hér á landi. Hver veit, kannski er það lika fjár stuðningur. 

Andrés.si, 5.7.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hagsmunir Svía eru gríðarlegir og meiri en annarra þjóða í sambandinu, því þeir reka einhverja mestu cross boarder bankastarfsemi í Evrópu. Fari icesave fyrir dóm og  ríkisábyrgðirnar yrðu feldar. þá kostar það hugsanlega áhlaup á bankana þeirra í austur Evrópu. Svo ég hef ákveðin skilning á þeirra afstöðu.

Guðmundur Jónsson, 5.7.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þarna er þá sænski hundurinn grafinn....hagsmunir, hagsmunir....vinátta hefur lægri forgang

Haraldur Baldursson, 6.7.2009 kl. 12:39

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svíar hafa löngum reynst Íslendingum erfiður ljár í þúfu varðandi hvalveiðar.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 06:11

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fyrir mér séð þá hafa Svíar svo oft sýnt af sér tvískinnungshátt og bölvaðan tepruskap - ég gef lítið fyrir álit þeirra í okkar garð og hvet ykkur til að gera hið sama

Jón Snæbjörnsson, 9.7.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband