Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !

Steingrímur J. vill að við berjumst við að borga, þegar erlendar skuldir Íslendinga eru 13- 15.000 milljarðar króna! Hann lét skrifa upp á erlendan Icesave- samning án þess að lögfræðingar Seðlabankans kæmu nálægt honum, eins og það kæmi þeim ekkert við! Ekki var farið fram á álit þeirra. Núna þegar þeir munu birta álit sitt, þá telur  formaður utanríkismálanefndar að þetta sé pólitík og að þeir vinni bara fyrir Davíð.

Steingrimur J  VG isÞessu sjónarspili þarf að ljúka sem fyrst og alls ekki með samningi um Icesave, sem er einungis birtingarmynd hluta bankagjaldþrotanna og afskiptum ríkisins af eignum þrotabúa þeirra. Það er nokkuð ljóst að allar eignir þrotabúanna og 11 þúsund milljarða króna skuldir bankanna og tengdra fyrirtækja verða að sameinast og verða gerðar upp saman, þar sem kröfuhafar sameinast um uppgjörin.

En til þess að það gerist verður ríkið að hætta kennitöluflakki sínu, leggja árar í bát og viðurkenna að neyðarlögin voru mistök. Á móti þyrftu kröfuhafar að lofa að fara ekki í mál, sem myndu taka næstu 5-10 ár ella og draga úr okkur allar tennur, enda er réttur alvöru veðkröfuhafa líkast til þeirra megin, ólíkt Icesave málinu.

Þyngsta þrautin verður að fá vinstri stjórn til þess að hætta ríkisafskiptum sínum af hverri athöfn mannsins.  Ríkisstjórnin vill svo gjarnan eiga við eignir bankanna og ráða örlögum fyrirtækjanna að þetta verður erfiðasta verkefnið, að fá steinbítinn til þess að sleppa biti sínu, sem hann gerir aldrei. Því verður að skera hann lausan.


mbl.is Stefna í að vera yfir 200%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Bankarnir fóru á hausinn Ívar, á vakt ykkar hægrimanna, þjóðfélagið fór á hliðina á vakt ykkar hægrimanna, milliríkjasamningar um ríkisábyrgð á bönkunum voru gerðir á vakt ykkar hægrimanna, hugsjónir ykkar hægrimanna um lágmarkseftirlit og hámarkseinstaklingsfrelsi til að skuldsetja annað fólk í nafni eigin græðgi heltók samfélagið á vakt ykkar hægri manna og vegna ykkar hægrimanna.

Ég á erfitt með að skilja hvernig þið dirfist að tjá ykkur um nokkur mál eins og þið eruð búnir að nauðga þjóðinni, jafnvel þótt þið hafið eitthvað smáræði til ykkar máls eins og að Icesave samningarnir gætu sennilega tekist betur, þá ristir skömmin svo djúpt í kjölfari íhaldsskútunnar að vatnið lýkst sennilega aldrei að baki því fleyi dauðans.

Rúnar Þór Þórarinsson, 14.7.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uhm... og svo er skuldin "aðeins" 10-11 þúsund milljörðum of há hjá þér miðað við það sem fram kemur í fréttinni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 14.7.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Rúnar Þór, skuldin sem ég ræddi um er erlend skuld Íslendinga sbr. upplýsingar Seðlabankans frá 4. júní sl. Fyrst ríkið ásælist eignir bankanna og ráðskast með fyrirtækin, þá bakar það sér ábyrgð á skuldum bankanna, sbr. Icesave. Stóra vandamálið er það, að almennt gleymir fólk því hve hrikaleg skuldin er. Á meðan gengur ágætlega að matreiða þann hvíta sannleika að ríkið skuldi „aðeins“ 2-3000 milljarða króna, þótt það sé búið að gera sig ábyrgt fyrir öllu stærri hluta í raun.

Afneitun eins og í fyrstu athugasemd hér á því að Samfylking eða nokkrir aðrir hafi ekki getað verið samábyrgir þegar holskeflurnar riðu yfir, er með ólíkindum.Ef henni er haldið áfram komumst við aldrei spönn frá rassi í enduruppbyggingu.

Ívar Pálsson, 14.7.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Rúnar Þór, ég vil svo bæta því við að ég dirfðist til þess að tjá mig um þær villur vegar sem bankamenn og Seðlabankinn fóru löngu fyrir hrun (sjá greinarnar hér til hliðar). Ríkið tók síðan við í blekkingunum í þremur ríkisstjórnum, sem ná hæstu hæðum núna í Icesave og ESB- villum. Þessar 380.000 flettingar á þessu bloggi í 2,5 ár eru ekki bara Sjálfstæðisfólks, heldur allra flokka, sem vilja lifandi umræðu, vona ég. Þannig að ég dirfist áfram að tjá mig og virði þig langra svara, þótt Sjálfstæðismaður sé!

Ívar Pálsson, 14.7.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband