Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!

Niðurstöður ESB- aðildarkosninganna láta sjálfstæðisfólk horfast í augu við þá staðreynd að 70-80% þeirra er á móti drottnandi skrifræðishætti ESB og vill ekki afsala sjálfstæði Íslands til ESB. Landsfundurinn sýndi þetta. Stóru mistökin þar voru að reyna að friðþægja ESB sinna í stað þess að hvetja þau til þess að kjósa ESB- flokkinn, Samfylkinguna og láta fundi sjálfstæðisfólks í friði.

Kosnar til þess að framfylgja stefnu flokksins

esb_konur_880700.pngMaður er annað hvort með eða á móti ESB- aðild. Það er flestum vel kunnugt hvernig það batterí  starfar og virkar (ekki). Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir opinbera sig loks almennilega sem ESB sinna, en Þorgerður Katrín getur þó aldrei stigið alveg í ESB fótinn af ótta við reiði fjöldans í Sjálfstæðisflokknum. Altént er það ljóst að hefði hún þorað því í formannskjörinu eða í kosningunum, þá hefði henni verið hafnað. Nú segir hún að skoðun sín hafi alltaf legið fyrir. Það er ekki rétt, hún var eins og véfréttin í Delfí á þessum örlagatímum og toppaði tvískinnunginn alveg núna í ESB kosningunni, að sitja hjá! Hver kýs þingmann eða varaformann til þess að hún sitji hjá við atkvæðagreiðslur og láti hina ráða, af því að hún á svo marga vini á báðum stöðum? En nú er það orðið of seint, af því að þær Evrópuástar- systur fóru með veggjum og töluðu í tvær áttir allt fram að ESB- kosningu.

Hver er sannfæringin?

Nú gætu Kvislingarnir sagt að þessi undanskot frá and- ESB stefnunni hafi ekki skipt máli vegna þess að enn vantaði eitt eða tvö atkvæði, en það væri heldur ekki rétt, því að þeirra vægi í ESB- þreifingunum hafði óneitanlega áhrif á önnur vafaatkvæði. Nú skýlir sér hver sem betur getur á bak við sannfæringu sína, en hvar var sú sannfæring í síðustu kosningum þegar frambjóðendur gátu átt von á útstrikunum sem endurspegluðu vægi kjósenda hvers flokks? Þær sáu réttilega að skýrt já við ESB hefði strikað þær út, enda er skýr fylgni við ESB aðeins hjá um 20% kjósenda flokksins.

Við hvern er barist? esb_kosn_sjalfstflokkur.png

Að svo komnu máli fer því best á því að hver mæti örlögum sínum í takt við skoðanir hans eða hennar. Pétur Blöndal alþingismaður benti Ragnheiði Ríkharðsdóttur kollega hans  á rökréttustu leiðina fyrir hana (og þá líkast til varaformanninn?) að stofna eigin flokk utan um þessar sér- skoðanir, sem dagar síðan uppi. Fjöldinn í Sjálfstæðisflokknum tæki því fagnandi að fá skýrar línur dregnar í komandi bardaga, svo að vitað sé við hvern er barist, ESB- kerfissinnana í Samfylkingunni í stað nöðru við brjóst sér.

 

Myndband af landsfundi Sjálfstæðisflokksins:

http://wms0a.straumar.is/xd/ThorgerdurKatrinvaraform.wmv

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Pétur Jensen

Ég skil ekki af hverju fólk er svona æst vegna umsóknar um "fulla" aðild að EU. Við erum í NATO, EFTA, EES og meira að segja Schengen eins og flest öll EU löndin. Þau sem eru þar ekki nú þegar vilja ólm komast þangað! Ísland á heima í Evrópusambandinu. Það er aðeins hin mjög svo vinstrisinnaða Noregsstjórn sem er á móti EU (já og VG, sem við getum nú þakkað að loksins tókst að koma inn umsókn :).

Jens Pétur Jensen, 17.7.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Ívar.Takk fyrir góðan pistil.

Já svo sannarlega töluðu þær tungum tveim vinkonurnar hennar - Imbu Sollu..........

En þeirra tími er liðinn...............!

Endurreisnin er tekin við..........

Með baráttukveðju.

Benedikta E, 17.7.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jesn Pétur:
Kynntu þér eðli þessara stofnana sem þú nefnir. Ef þú telur þær sambærilegar er ég hræddur um að mikið skorti vægast sagt á þekkingu þína á þeim.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorgerður Katrín bauð sig fram til endurkjörs sem varaformaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marz sl. Þegar kjörið fór fram lá fyrir hver stefna flokksins yrði í Evrópumálum. Þorgerður hafði m.ö.o. alla möguleika á að draga framboð sitt til baka ef hún treysti sér ekki til þess að framfylgja þeirri stefnu.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins ber ábyrgð á innra starfi flokksins og ef sá sem gegnir þeirri stöðu treystir sér ekki til þess að framfylgja stefnu hans, sérstaklega í stórum málum, er ekki óeðlilegt þó vangaveltur vakni um það hvort hann sé rétti aðilinn til þess að gegna þeirri stöðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jens Pétur Jensen úti að aka, NATO hefur aldrei beðið um að fá mestallt löggjafarvald yfir okkur, ekki einu sinni svolítið! EFTA hefur aldrei ætlazt til að fá að stjórna hér sjávarútvegsmálum og ráða yfir fiskimiðunum, stjórna aflaheimildum, lokunarsvæðum, tímabundnum lokunum, veiðarfærum og allt niður í möskvastærð! – en það gerir Evrópubandalagið, ef við ætlum þar inn (sem VIÐ ætlum ekki, heldur landssvikarar), samkvæmt orðum sjávarútvegsráðherra þess, Joes Borg, og fleiri ráðamanna þar, þ.e. að öll meðlimaríkin verða að samþykkja sjávarútvegsstefnu þess.

Jón Valur Jensson, 17.7.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Valur! Heldur þú því fram að við ráðum nú yfir fiskimiðum okkar? Gæti ég farið og keypt mér bát og sótt um kvóta til Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytis? Held ekki! Staðreyndin er sú að nú í dag ráða um 20 fyrirtæki yfir 70% af öllum kvóta við Ísland og þau ásamat fleirum halda úti öflugu batteríi til að passa að enginn komist þar inn nema að kaup dýrum dómum veiðirétt af kvótaeigendum.

Síðan er LÍÚ notað til að lobbyast fyrir kvótaeigendur stöðug. Alþingi er sífellt að laga kerfið að vilja þeirra. Ef að lýtur úr fyrir einhverja erfiðleika er öllum gjöldum aflétt á veiðunum.

Hélt að allir vissu það að síðan að frjálsa framsalið og veðsetning var leyfð þá missti þjóðin eign sína á fiskinum. Sjáðu hvernig LÍÚ hefur t.d. Sjálfstæðisflokkinn í vinnu hjá sér við að stöðva fyrningaleiðina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.7.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Þú gleymir þessari.


Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður VG..:


,,Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu, við Evrópusambandsins og segi já."

jóhanna og steingrimur.

 Það er svo gott að halda  um stólsins setu.

þegar um ráðherra stólin sem ég er í ,

samfæring mín seld án svipu,

mér er sama um hvað landi lendir í.

Svig.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 17.7.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Magnús, ég held því fram, að okkar eigið lýðveldi ráði yfir fiskimiðum okkar, þar ráða engin erlend ríki neinu. Fiskveiðistjórnun og hvernig henni er hagað heyrir líka í hinzta falli undir Alþingi, sem við, borgarar landsins, höfum vald yfir í almennum kosningum. Mjög naumt virðist til dæmis nú, hvort kvótakerfið standist öllu lengur, vegna pólitískra breytinga. Þetta sýnir og sannar, að kjósendur GETA breytt þessu. Þeir eru hins vegar allt of oft værukærir og sofandi, rétt eins og nú, þegar landráðahyski hefur tekizt með áróðri að sveigja þingmenn til að hjósa í nógu miklum mæli með umsókn um inngöngu (= innlimun) í Evrópubandlagið til þess að sú forheimskun næði fram að ganga! Við erum að verða eins og Weimarlýðveldið: dæmi um það, hve lýðræði og þingræði geta verið ófullkomin fyrirbæri að treysta á, þegar einhverjum þjóðfélagsöflum hefur tekizt að dreifa blekkingum og villukenningum og jafnvel beztu menn bregðast eða sofa sig fram hjá þeim afdrifaríku atburðum sem eiga sér þar stað.

Jón Valur Jensson, 17.7.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Mér finnst nú alvarlega vegið að skoðanafrelsi í Sjálfstæðisflokknum ef ekki leyfist að vera fylgjandi ESB umsókn!  Samkvæmt þessum skrifum þá tilheyrir undirritaður 20% minnihluta og á bara að hypja sig út?

Éger  fullkomlega ósammála þessu og tel eðlilegt að Sjálfstæðismenn taki upp faglega og skynsamlega umræðu um þetta mikilvæga mál.  Hendi fyrir róða frösum og stóryrðum og ræði þetta með þjóðarhag í huga. 

Þessi umræða þar sem slegið er um sig með frösum eins og ,,Brusselvaldið" kerfiskarlarnir í Brussel o.s.f, minnir mjög á umræðu um kvótamálin.  Þar sem  notuð eru stóryrði í stað röksemdafærslu s.s. sægreifar og gjafkvóti.

Gunnar Þórðarson, 20.7.2009 kl. 12:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er bezt ég svari þessu með því að birta hér innlegg mitt á vefsíðu Stefáns Friðriks Stefánssonar, þar sem hann fjallaði um Þorgerði Katrínu, en hann virðist ekki hafa treyst sér til að birta þar nein viðbrögð lesenda og þ.á m. ekki þetta frá mér:

http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/915936/#comment2511420

"Einarðlega er hann fram settur þessi pistill þinn, Stefán.

Menn verða oft að vera ósérhlífnir í rökhyggju sinni, og það ertu hér. Ég á við, að það er sennilega ekkert auðvelt fyrir þig að þurfa að segja þetta, en glögg og óbilandi rökvísi leiðir til þessarar niðurstöðu þinnar. Þorgerður Katrín er orðin afar órepresentatíf fyrir afstöðu flokksins. Því sæmir ekki, að hún sitji þar áfram sem varaformaður.

Sjálfur formaðurinn sýndi sig síðan ekki nógu sterkan í yfirlýsingum um þetta mál. Og ótrúlegt er, hvernig Þorgerður (í Vikulokunum) kemst upp með að lýsa harðri gagnrýni á miðstjórnarfundinum sem "ljúflegri"!"

Jón Valur Jensson, 20.7.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband