Lausn vandræðanna er fundin!

Lausnin er fundin á vandræðum okkar!

  • Fullt samþykki IMF áætlunar
  • Umsókn um aðild að ESB
  • Full ábyrgð á Icesave

Nákvæmari atriði er að finna í viðhenginu hér (klikka tvisvar).

 

Sumarkveðjur,

Ívar Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég finn til með karlgarminum. Hann er sennilega búinn að mála sig út í horn og rústa pólitískum frama sínum.  Stuðningur flokksmanna fer þverrandi og athyglisvert að sjá grein Hjörleifs Guttormssonar í vikunni.

Ég hef hinsvegar borið virðingu fyrir Grími og hefur fundist hann vera samkvæmur sjálfum sér og harð-duglegur.  En klaufaskapurinn að láta tvo vini sína sjá um Icesave er aumkunarvert.  2. júní segir hann í þinginu að ekkert sé að frétta af Icesave og tveimur dögum síðar er búið að skrifa undir!  Reyndar kom það í ljós í viðtali við formann samninganefndarinnar, Svavar Gestsson, að hann hafi drifið í þessu til að hafa það ekki hangandi yfir sér í sumarfríinu.  Þetta er skiljanlegt og ekki hægt að eyðileggja sumarleyfið hjá aumingja manninum.  Enda dauð uppgefinn eftir stritið í utanríkisráðuneytinu.  Ekki var hann þreyttur eftir Icesave samningalotuna því hann upplýsti að ekkert hefði verið að gerast þar mánuðum saman.

Þetta er allt saman stórkostlegt og ekki á færi nema afburða þjóða eins og Íslendinga að koma sér í svona mál.  Áfram Ísland!

Gunnar Þórðarson, 25.7.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ívar, taktu þenna link sem á að klikka tvisvar á út, þetta er ein alsherjar hryggðarmynd.

Magnús Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 09:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ivar skora á þig,mér brá svo,má ekki hrella ellilífeyrisþega.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ívar:

Því miður er það nú svo að við höfum ekki mikið val í þessum efnum:

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hér og enginn til í að lána okkur evru eða dollar án hans blessunar. Endurreisn efnahagslífsins án aðkomu erlends fjármagns er óhugsandi.

Að mínu mati er það skynsamlegt að fara í aðildarviðræður og sjá hvaða samningur okkur býðst. Verði hann óásættanlegur er ekkert annað að gera en að hafna honum.

Síðan komum við að Icesave. Mér sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu sammála um að það þurfi að greiða þessa upphæð, en þeir vilja setja fyrirvara og skilyrði fyrir greiðslunni, m.a. hvort við verðum yfirleitt borgunarmenn fyrir þessari upphæð. Auk þess er nauðsynlegt að fyrirvari sé um að hér er um algjöra og einhliða nauðungarsamninga að ræða, líkt og um var að ræða í í tilfelli Versalasamningana. Þá eru vaxtakjör allt of há og óréttlátt að við berum allan skaðann í þessu máli, en Bretar og Hollendingar séu stikkfrí. Að því leyti er ég því sammála þér. Ég vil þó segja að mikilvægt er að lenda þessu máli í sátt - en með miklum fyrirvörum - við Breta og Hollendinga.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.7.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Úr því að Guðbjörn bryddar upp á ESB sem lausn, maður sem reynslu hefur af lausnum "unionsins" þó ekki hafi það heitið ESB, þá langar mig til að benda á þessa hér .

Magnús Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband