Sóunarsamvinnu að ljúka?

Það er tími til kominn að skrúfa fyrir sóunaraðstoð ISG (og núna Össurar) við einræðisherra og Money to burnspillingarkónga Afríku. Henni tókst að hífa eyðsluna upp í mörg þúsund milljónir króna á ári í von um atkvæði til sætis í Öryggisráði SÞ, aðstoð sem gerði ekki annað en að fóðra spillinguna og auka eymdina til langframa í heimsálfu sem þráir að fá að verða sjálfbjarga með allar sínar auðlindir.

Brotabrot af þessari ótrúlegu eyðslu skilar sér beint til fólksins en færir ekki fjöldanum frelsi né sjálfsbjörg, heldur tryggir fjötra þeirra til framtíðar. Milljarðar króna virði frá okkur og Skandinavíu fara til þess að byggja löndunarstöðvar sem eru ekki notaðar, grafa brunna sem ekki eru notaðir og að greiða Harvard- upphæðir skólagjalda fyrir einfaldasta nám nokkurra innfæddra, þar sem ríkið á staðnum ætti að borga menntunina í stað hernaðaruppbyggingar. Óháð erlend úttekt á skilvirkni aðstoðarinnar myndi staðfesta þetta svart á hvítu, en enginn fengist til þess að greiða fyrir hana.

Hver sem kynnir sér sóunaraðstoð af viti, sér hvernig ríkið fer að því að eyða milljörðum í ekki neitt til þess að minnka móral einhverra okkar sem hafa það þokkalegt. Engum heilvita manni í ríkisgeiranum dytti í hug að sóa fé á þennan hátt í kerfinu á Íslandi, hann færi rakleitt í fangelsi.  Það ætti að hætta þessu tafarlaust, ekki að draga það til ársins 2012 eða síðar.

Hér eru nokkrar gamlar greinar mínar og athugasemdir við þær:

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/270317/ Út úr Afríku!

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/334671/ Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/380002/ Þróunarlaus aðstoð

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/418613/ Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/632231/ Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi


mbl.is Fátæk lönd kenna á íslensku kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú jaðrar nú við að vera alger óþverri eins og þú hugsar!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ragnar Örn, aðallega svíður mig að sjá hreina sóun í gangi, þegar hægt er að styðja t.d. heilbrigðiskerfið hér heima í stað óbeinnar hernaðaruppbyggingar annars staðar. Gerir það mig að óþverra, eða það að trúa ekki mýtunni um að bjarga sveltandi börnum? Taktu ekki þátt í blekkingunni lengur. Þú átt að krefjast almennilegra svara af þeim sem hafa sóað peningum þínum.

Jafnvel þótt engri krónu væri eytt, þá er það siðfræðilega rangt að styðja spilltar stjórnir erlendis til athafna sinna.

Ívar Pálsson, 27.7.2009 kl. 15:53

3 identicon

Það er undarleg forgangsröðun í gangi.

Hvað væri hægt að gefa margar skólamáltiðir og gera við margar skemmdar krakka-tennur hérna heima á skerinu; t.d. fyrir 4 milljaða?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigurður Ægir Jónsson

Sæll Ívar.

Ég er að mestu sammála því sem þú segir í þessum pistli. Er reyndar samt á því að ríkið eigi að aðstoða t.d. þegar alvarlegar náttúruhamfarir ganga yfir og við aðrar sambærilegar aðstæður.

Því hefur verið haldið því fram að þróunaraðstoð af þessu tagi ýti undir spillingu og hamli eðlilegri uppbyggingu afríska hagkerfisins, og jafnvel að hún hafi í raun gert meiri skaða heldur en gagn seinustu 40-50 árin. Góða grein um þetta er að finna á Spiegel fréttavefnum ( http://www.spiegel.de/international/spiegel/0,1518,363663,00.html ), en hún er skrifuð af James Shikwati, Kenískum hagfræðingi.

Vildi annars þakka þér fyrir skemmtilegar og oftast nær málefnalegar bloggfærslur.  Les það alltaf, enda áskrifandi að því á "Google reader".

Sigurður Ægir Jónsson, 27.7.2009 kl. 17:53

5 identicon

hér er enginn að deyja úr hungri eða þorsta og allir fá aðstoð sem þurfa og það sýnir ömurlega sjálfselsku og lítilmannlegt hugarfar að væla yfir því að við skulum aðstoða fólk sem er að deyja þúsundum saman úr hungri!!!

þú gætir kannski komist af með 1 bíl? eða færri gsm síma? eða tölvu? því varla sveltur þú !!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: ThoR-E

Ragnar er nú eitthvað tæpur á geði...

maðurinn er alveg að missa sig yfir því að skorið er niður þarna eins og allstaðar annarstaðar hér á landi.

ekki sá ég Ragnar æsa sig yfir því að bætur öryrkja og ellilífeyrisþega voru lækkaðar á dögunum.

Það er allstaðar verið að skera niður .. í þessu tilviki var skorið niður um fjórðung en áfram er gefið 3 milljarðar á ári .. frá 300 þúsund manna þjóð.

þú mátt skammast þín vinur ... en ég get bara ráðlagt þér að leita þér einhverrar faglegrar hjálpar... kallar menn hérna óþverra og viðbjóð afþví að þeir telja milljörðum betur borgið við að hjálpa fólki hér á landi sem hefur það virkilega slæmt.

Ísland er 300 þúsund manna þjóð ... við höfum ekki efni á því í augnablikinu að gefa milljarða í gjaldeyri út úr landinu. Þegar betur stendur á.. og við komin í gegnum kreppuna .. að þá er án efa og verður upphæðin hækkuð aftur ... en eins og staðan er í dag að þá erum við nú varla mikið aflögufær.

Ég efast um að mörg lönd með milljónir manna .. gefi jafn mikið hlutfallslega til þróunarlanda miðað við höfðatölu og litla Ísland.

Ég veit ekki hvað er í gangi hjá þér Ragnar minn.. ætlarðu kannski að fara og henda þér ofan af björgum ... vegna sjálfshaturs og skammar útaf þessari tímabundnu fjórðungs lækkun á styrkjum til þróunaraðstoðar... eða læturðu nægja að kalla alla sem eru á annari skoðun en þú óþverra og öðrum eins nöfnum.

jahérna....

og hvað veist þú um hvað fólk á .. það eru ekkert allir sem eiga bíl, eða tölvu .. það eru bara ekkert allir sem hafa efni á því í dag ... þúsundir manna eru að missa vinnuna .. og hafa rétt efni á mat handa fjölskyldunni sinni á atvinnuleysisbótunum ... þú ert ekki í neinum tengslum við raunveruleikan kunningi... það held ég að allir sjái.

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 19:47

7 identicon

Hitti ég á viðkvæma taug? Hver er andlega vanheill , ég sem vil öllum vel eða maður eins og þú sem sérð eftir peningum í deyjandi fólk???? dæmi hver sem vill, ég gef í hverjum mánuði til hjálparstofnana og ráðlegg þér að líta upp úr nísku þinni og óvild til annarra sem virkilega þarfnast aðstoðar og hafa hvorki möguleika né aðstæður til að bjarga sér eða börnum sínum frá hungurdauða! Þú hefur alveg örugglega aldrei farið svangur að sofa svo settu tappa í loftgatið á þér og slökktu á tölvunni, það er ógeðslegt að vita svona fólk skuli finnast hérna í alsnægtum íslands!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 19:53

8 Smámynd: ThoR-E

Þú ert augljóslega veikur einstaklingur.

Ég læt þetta nægja hér.

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 19:55

9 identicon

Sigurður: Mig langar til þess að skjóta því inn að aðstoð og aðstoð eru ekki sami hluturinn. Neyðaraðstoð, mannúðaraðstoð og þróunaraðstoð eru mismunandi hlutir.

Neyðaraðstoð er veitt sem viðbragð við einhverskonar skyndilegu og tímabundnu neyðarástandi, oftast af völdum náttúruhamfara til þess að milda áhrifin og flýta enduruppbyggingu. Slík aðstoð skilar mjög oft góðum árangri.

Mannúðaraðstoð er veitt til þess að milda áhrifin af viðvarandi neyðarástandi. Þar sem mikil upplausn ríkir (t.d í Afganistan eða Sómalíu) er oft líklegt að án aðstoðar hefðu þeir sem eru aðstoðar þurfi einfaldlega þurft að deyja drottni sínum en mannúðaraðstoð getur líka, eins og Ívar bendir á, virkað sem niðurgreiðsla á vitleysuverkefnum innlendra stjórnarherra og, eins og Shikiwati bendir á, stundum skaðað efnahag á svæðinu sem "nýtur" aðstoðarinnar og ýtt undir spillingu.

Þróunaraðstoð er svo ætlað að ýta undir langtíma efnahagsþróun. Skýr einstök dæmi um árangur af þróunaraðstoð eru ekki mjög mörg miðað við allt það fé sem rennur í slík verkefni og það sem meira er þá virðist sem að efnahagsleg framþróun og magn þróunaraðstoðar séu bundin saman í næstum öfugu hlutfalli ef heil svæði eru skoðuð yfir langan tíma.

Vestræn ríki hafa stundum notað mannúðar og þróunaraðstoð beinlínis sem skálkaskjól fyrir mútugreiðslur.

Sú hugsun að þróunarlöndum sé alltaf greiði gerður með meiri aðstoð er að mínu mati á villigötum. Það er sjálfsagt að aðstoða lönd í viðureign við neyðarástand en besta þróunarhjálpin er að aflétta tollahömlum og fella niður skuldir sem einræðisherrar hafa stofnað til þar sem lýðræðislegri stjórnarhættir hafa komist á.  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 19:57

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mæli með að allir þeir sem haldnir eru draumsýn um að gefa peninga í þróunarhjálp, hjálpi Afríkubúum, vinsamlegast lesi bókina:

Africa Unchained - the blueprint for africa´s future

eftir George B.N. Ayittey

Doktor í Hagfræði og prófesór og  forseti Free Africa Foundation.

tilvitnun úr þessari bók:

"In Tanzania, for example, many Western aid donors, particularly Scandinavian, gave enthusiastc backing to Nyerere´s Ujaama socialist experiment, pouring an estimated $10 billion into Tanzania over 20 years.  A National Maize Project under this program was funded by USAID from 1979 to 1985. Aid also came from Cuba, China, and the former Soveit Union."

og hvernig er staðan í Tanzaníu í dag? allt í blóma þar sem smjör drípur af hverju strái? friður og hamingja þar sem ekkert barn fer svangt í háttinn eða deyr úr auðlæknanlegum sjúkdómum? 

Fannar frá Rifi, 27.7.2009 kl. 21:32

11 identicon

mikið þyrftir þú Acer að finna fyrir virkilegri neyð, ef ég er sjúkur þá ert þú eitthvað ólýsanlega fárveikt fyrirbæri. En svona er þetta víst bara,aumingja þú.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 22:25

12 Smámynd: ThoR-E

Einu rökin þín eru að rífa kjaft og tala um hvað allir aðrir hafa það gott.

Þú veist bara ekkert um hvort fólk hefur það gott eða ekki.

Meiri kjána hef ég vart séð ... ég skrifa málefnalega og kurteisa athugasemd á bloggið þitt þar sem ég reyni að útskýra aðra skoðun en þú hefur .. og þú alveg missir þig, kallar mig öllum illum nöfnum og lokar á mig.

Ef þú þolir ekki aðrar skoðanir en þú ert búinn að mynda þér að þá er spurning með að loka fyrir athugasemdirnar.

Meiri kjána hef ég ekki séð... ég er ekki viss hvort þú sért 12 ára .. eða bara svona vitlaus .. kannski bæði .. ég veit það ekki.

Hafðu það gott Ragnar minn.

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 23:00

13 Smámynd: ThoR-E

Hvað þá munnsöfnuðurinn á þér á þessari síðu .. maðurinn hefur aðra skoðun á þessu en þú .. og þá er hann óþverri og ég veit ekki hvað.

Eina sem þú getur gert í málefnalegri umræðu er að rífa kjaft og vera með skítkast.

Það á ekki að leyfa trúðum eins og þér að hafa nettengingu... þú gerir þig bara að fífli .. hvaða síðu sem ég sé þig setja inn athugasemdir.

Að ég sé að eyða tíma í að röfla þetta við þig ... held að þetta sé komið gott í bili bara.

kv.

ThoR-E, 27.7.2009 kl. 23:05

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Ragnar Örn og AceR: vinsamlegast notið ekki þessa bloggsíðu fyrir þennan borðtennis hér að ofan. Athugið að þessi ósköp gúgglast til eilífðarnóns, engum til framdráttar. Vægir sá er vitið hefur meira.

En ég kann að meta eðlileg skoðanaskipti og þakka fyrir þannig athugasemdir. Það sem ég hef heyrt og lesið hingað til af skilvirkni opinberrar þróunaraðstoðar styrkir mann í trúnni á það að hún er nær engin og jafnvel með neikvæða virkni. En stjórnmálafólk elskar svona prógrömm sem gerir það mannúðarlegt.

Ívar Pálsson, 27.7.2009 kl. 23:25

15 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Kæri vinur. Ég þarf að upplýsa þig um þessi mál þegar ég kem heim í vikulokin.  Ég þarf að útskýra þetta betur fyrir þér en vil ekki gera það á prenti eða með því að höggva það í Google steininn.

Gunnar Þórðarson, 28.7.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband