Áfram heldur idealisminn ótrauður

Baldur Pétursson hjá EBRD í London greinir vandamál Íslands nokkuð vel í MBL, en kemst að niðurstöðum sem eru í hróplegu ósamræmi við raunveruleikann. Hann virðist gleyma að gengi krónu er haldið sterku með milljarðatuga niðurgreiðslum Seðlabanka og öðrum falsaðgerðum stjórnvalda, sem viðurkenna ekki raunstöðu þjóðarbúsins, aðallega til þess að halda andlitinu í einhverjar vikur í viðbót.

Baldur segir gengi krónu vera meira en 30% of lágt skráð miðað við langtíma-jafnvægisraungengi. Þar gleymast varnaðarorð bankanna: „Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð“. Ástandi fyrir hrunið verður ekki náð aftur með einhverjum meðaltalsjöfnum. Brotunum verður ekki tjaslað saman eftir að sprengjan sprakk.

 Nú er nýr raunveruleiki sem horfast þarf í augu við, gjaldþrota bankar og ríkisrekin ofurskuldafyrirtæki sem fóru á hausinn fyrir ári síðan, en er haldið áfram í ósanngjarnri samkeppni við hina litlu og lítt skuldugu. Langtíma-jafnvægisraungengi hefst hér og nú, ekki einhvern tíma fyrir hrunið. En ríkisstýrt niðurgreitt gengi kostar okkur miklar fórnir hvern einasta dag sem við drögnumst áfram í átt að ESB- lausn sem aldrei verður, t.d. sbr. skoðanakannanir MMR og Gallups.

Baldur kemur með eina klassíska “hefði”- setningu: „Hefði verið evra hér á landi á umliðnum árum, hefði þetta gengis- og verðbólgutjón ekki átt sér stað…“. Gjarnan hefðum við öll viljað þetta Evru- draumaland, ekki satt? En þá virðist orsakasamhengi ekki vera til, því að tilvera bankanna, fyrirtækjanna, útrásar og ofur-sterkrar krónu byggðist einmitt á þessu ofurvaxtadæmi að hætti Íslendingsins, illu heilli. Allt öðruvísi þjóðfélag hefði þurft til þess að vöxturinn hjá okkur hefði orðið minni en t.d. á Írlandi á sama tíma. En það hefði aldrei gerst, því að athafnaseminni verða ekki settar slíkar skorður hér á landi. Þar að auki gerist bara eitt, ekki annað sem hefði gerst, því að það hefði aldrei gerst.

Ein helsta réttlæting ráðamanna á Icesave- afglöpunum er sú að meiri skuldir fyrirfinnist hjá ríkinu heldur en þeir þúsund milljarðar króna. Ekki bætir það skuldir nokkurs að bæta verulega við þær. Öllu heldur á að bera fyrir sig neyðartilvikið sem hrunið reyndist og standa alfarið gegn þessari “lausn”, sem er sniðin fyrir kröfuhafana, bankana og ESB og gengur ekki upp. Neyðarstjórn hér á landi þarf að taka á  slíkum málum af festu.

En að útmála útflutningsaðila sem glæpamenn fyrir áhættustýringu sína, þar sem þeir treysta ekki fallvaltri stjórn fyrir peningum sínum, er ekki sanngjarnt. Við þurfum styrka stjórn sem þorir að standa á móti í takt við vilja þjóðar sinnar og taka erfiðar ákvarðanir.


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skv. Seðlabankanum:

"""Erlendar eignir námu 8.389 ma.kr. í lok ársfjórðungsins [2. ársfj. 2009] en skuldir 14.343 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.954 ma.kr. og jókst um 571 ma.kr. frá síðasta fjórðungi."""

Þannig að ég skil ekki hvað nafni er að fara. Hann vill meina að 1000 milljarðar séu 30% af erlendum skuldum sem þá eru rúmlega 4000 milljarðar skv. útreikningum hans en það er óralangt frá því sem Seðlabankinn gefur upp.

Baldur Fjölnisson, 21.9.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Síðan hirtu þessi opinberu bankaskrípi sem eru núna á ábyrgð skattgreiðenda eignir úr leifum gömlu bankanna en skildu skuldirnar eftir. Það er risadæmi sem er margfalt stærra en Icesave og kemur til afgreiðslu fyrr eða síðar. Fjármálalegar eignir fjórskipta einflokksins hafa þegar með Icesave skapað mikilvægt fordæmi gagnvart afgreiðslu þessa risadæmis sem ætti að skýra tryllingslegt skattahækkanaæði eignanna á næstu misserum. Þegar þú verslar við hóru endar náttúrlega megnið af greiðslunni hjá dólgi hennar.

Baldur Fjölnisson, 21.9.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Í skýrslu Seðlabankans "Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2009" er einnig þetta að finna:

"Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Áætlaðar eignir þeirra námu 5.673 ma.kr. og skuldir 11.020 ma.kr. og neikvæð eignastaða þeirra nam því 5.347 ma.kr. í lok fjórðungsins. Erlend staða þjóðarbúsins án áhrifa þeirra er því neikvæð sem nemur 606 ma.kr"

Skuldir landsins eru því 3.323 ma.kr.

Ég er alveg sammála þér í gagnrýninni.  Staða landsins er það breytt að vísitölur úr fortíðinni hafa lítið sem ekkert að segja um hvar við ættum að vera í dag.

Lúðvík Júlíusson, 22.9.2009 kl. 07:02

4 Smámynd: Björn Jónasson

Hvað hefurðu fyrir þér í því að Seðlabankinn hafi notað milljarðatugi til að hafa áhrif á gengið?

Björn Jónasson, 22.9.2009 kl. 10:51

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Björn, í fréttum af síðasta yfirliti Seðlabanka kom fram hve mikið fór í inngrip. Ég hef ekki tíma til þess að leggjast yfir það núna, en það gefur auga leið að til þess að halda gegninu jafn stöðugu og raun ber vitni í þessum ólgusjó þarf veruleg inngrip af og til. Gott væri ef þær upplýsingar fengjust á auðveldan hátt í rauntíma.

Ívar Pálsson, 22.9.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jafnvel þó skuldir landsins væru "aðeins" 3300 milljarðar er það algjörlega vonlaus staða. Árleg vaxtabyrði er ekki undir 200 milljörðum og síðan bætast afborganir við.

En auðvitað eru skuldirnar miklu meiri. Það er bara óskhyggja að reikna með að lík gömlu bankanna bara gufi upp af sjálfu sér. Þegar málin verða loks gerð upp milli þeirra og lifandi líkanna sem tóku við af þeim munu síðan þau síðarnefndu óhjákvæmilega rúlla beint á hausinn.

Baldur Fjölnisson, 22.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband