Loftslags- réttlæti strax!

Mótmælendurnir í Kaupmannahöfn kalla: „Climate Justice now!" Sama hugsum við, en með öfugumClimate Justice now formerkjum. Loftslagsráðstefnan og peningaplokkið af Íslendingum sem henni og ríkisstjórninni fylgja er fyrirtaks dæmi um hámark óréttlætis og ósanngirni á hendur landanum. Allt er á sömu bókina lært eins og Icesave/IMF/ESB pakkinn: fulltrúar okkar gæta ekki hagsmuna okkar nægilega og ættu að halda sig heima.

Viti menn, þróunarríkin vilja peninga!

Nú er staðan þannig á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn að þriðja heims ríkin vilja hvort tveggja, að iðnríkin borgi himinháa þróunaraðstoð í nafni loftslagsmála og að ríku ríkin borgi fyrir syndir sínar, að hafa mengað heiminn frá iðnbyltingunni til vorra daga.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra vill halda Íslandi í þessum hópi „ábyrgra“ ríkra landa, vera í portvínsklúbbi gamalla iðnríkja, sem hafa marga fjöruna sopið í meðferð sinni á umhverfinu öllu.

Svandís greiðir skaðabætur frá ábyrgum Íslendingum

Ráðherrann vill að ungir Íslendingar fari eftir ákvörðunum ESB og greiði fyrir tvö hundruð ár af kolamokstri og olíubruna meginlandanna út í andrúmsloftið, þótt öllum sé ljóst að Ísland beri nær ENGA ábyrgð á því sögulega dæmi, þar sem mengun landsins var skorin niður við trog rétt eftir að hún komst af stað. Íslenskir grísir gjalda, gömul meginlandasvín (auk íslenskra ráðherra) valda. Það væri eins út í hött fyrir okkur að greiða þær skaðabætur eins og stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjaldirnar tvær. Hver sá sem tölurnar skoðar, sér að við skuldum umheiminum ekki neitt vegna þessarra mála.

Loftslagsfundur CPHBorgað fyrir að vera til

Hin vitleysan er jafnvel verri, að borga þriðja heiminum (með hvaða peningum, spyr ég?) fyrir það að höggva ekki trén sín og að flytja af 50 sm háum eyjum upp á meginlandið, eða allan spillingarpeninginn sem fer í ríki eins og fjölda gímalda í Mið- Afríku. Það gildir einu hvað þessi sósíalistamokstur út í loftið er kallaður eða hvernig hann er færður inn í fjárlög Íslands: Þessu verður að linna og það strax, sérstaklega núna þegar á að skera niður alls kyns nauðsynlega þjónustu hjá okkur í heilbrigðis- og menntakerfinu.

Hugmyndir að ófriði CO2 heimskort hlutfallslegt

Hvernig ná svona út- úr- kú hugmyndir að verða til og samþykktar, eins og þær að við eigum að borga skaðabætur út um allar trissur svo að afvegaleiddu kaffihúsafólki  í vestrænum stórborgum líði betur í viðleitni sinni við það að hita ekki heiminn um meira en 2°C að meðaltali á næstu 40 árum? Kreppan virðist amk. vera víðs fjarri.

PS: Kortin hér sýna annars vegar grafískt hlutfallslega reiknaða skiptingu losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar árlegt losunarmagn eftir hópum.

FT Losun CO2 arlega thjodir


mbl.is Kylfum beitt í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér heyrist ASÍ og SA hvetja ríkisstjórnina til dáða í Kaupmannahöfn.  ESB aðild virðist meiga orðið kosta hvað sem er.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Magnús, hrikalega kom mér á óvart að Vilhjálmur Egilsson verji ekki íslenska hagsmuni sem skyldi. Bara já og amen við því að íslensk framleiðslufyrirtæki muni þurfa að kaupa kvóta í raun af kolaverum Austur- Evrópu til hreinnar framleiðslu hér.

Ívar Pálsson, 16.12.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessir höfðingjar stöðuleikans eru nýbúnir að hvetja til hækkunar á tryggingagjaldi svo hlífa megi orkufrekum iðnaði við orkusköttum. 

Þetta er gjörsmlega óskiljanlegir menn svo ekki sé farið nánar út í hvaða umboði svona yfirlýsingar þeirra eru gefnar. 

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 15:39

4 identicon

Þetta er ljóta málið.  Stjórnmálastéttin virðist einbeitt í því að sökkva okkur í skuldir og ánauð.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:12

5 Smámynd: Birna Jensdóttir

Hvaða hvaða var það ekki þessi ríkisstjórn sem fólkið í landinu kaus og verður það bara ekki að sætta sig við gjörðir hennar?

Birna Jensdóttir, 17.12.2009 kl. 11:45

6 identicon

Þessi ríkisstjórn gerir það sama og síðasta ríkisstjórn, hún iceseivar, hún reynir að véla okkur í esb, hún hlífir stjórnmálafólki, eftirlitsfólki og bankafólki meðan hinir saklausu eiga að 'axla byrðarnar'. 

Sé ekki að það sé "það sem fólkið í landinu kaus" - fólkið er fórnarlömb blekkinga og er nú í uppgjöf.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband