Villandi umræða um svifryk heldur áfram

Svifryk 2016 desUm leið og svifryksmengun rýkur upp þá afsakar Reykjavíkurborg sig strax með nagladekkjanotkun íbúanna, þegar óþrif hennar og landburður í austanátt af heiðunum eru sannarlega yfirgnæfandi þættir, en nagladekk komast ekki í hálfkvisti við þá. Þetta er augljóst þegar horft er út til veðurs eða til mælinga á því, borið saman við svifryksmælingar. Eftir öskugosið í Eyjafjallajökli varð þetta mjög skýrt, svo bættist öskugosið 2011 við, en hvorttveggja hleðst ofan á almennan uppblástur á heiðunum. 

Kemur af fjöllum

Svifryk 2016-12-10 vedurSvifryksmengun er að jafnaði ekki mikil í Reykjavík, enda skolast hún út í kant gatnanna í bleytu, samsetningur af salt- uppleystu of-þunnu jurtadrullu- malbiki og aðallega áföllnum jarðvegi sem blæs mest í milljónum tonna af heiðum landsins (sjá línurit til hliðar). Í þurrki segist borgin ekki geta þrifið göturnar, en lætur það vera í rigningunni og leyfir skítnum að hrannast upp. Síðan kemur þurrkur, blæs af austri og strætó keyrir með kantinum og eys ófögnuðinum yfir okkur öll. Tilsvör borgarinnar um þetta athafnaleysi eru gjarnan með ólíkindum, en alltaf skal tönnlast á nagladekkjum, sem náðu 17% sem orsakavaldur þegar reynt var að mæla það. Hvað um hin 83 prósentin? Margir hafa bent á þessa þætti, en þetta heldur ótrautt áfram.

Tökum á vandanum sjálfum

Þungir bílar eins og strætó, rútur og flutningabílar slíta malbiki margfalt á við fólksbíla, af hverju minnist borgin ekki á það? En sama af hvaða orsökum skíturinn er, hann þarf að fjarlægja og borgin stendur sig ekki í því, heldur sparar sér aurinn og sendir okkur mörg á heilsugæslurnar í staðinn.

Nagladekkin hafa bjargað mörgum mannslífum og halda því áfram. 


mbl.is Sextánföld svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2016

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband