Svik

Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um forsendur greiðslu höfuðstóls Icesave- „skuldarinnar“ og jafnvel vaxta, þá eru það svik við mikinn þorra kjósenda þessarra flokka og þar með við fólkið í landinu.

Umboðsleysi forsvarsmannanna er algert. Látum þessa ósvinnu ekki yfir okkur ganga, frekar en hina fyrri.

icesave_ivarpalssson_2.jpg


mbl.is Gylfi: Engar nýjar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mann er farið að gruna ýmislegt,sitja þeir á  svikráðum.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Ívar, sannleikurinn í hnotskurn.

Jón Valur Jensson, 16.4.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Sævar Helgason

Allir stjórnmálaflokkar hafa viðurkennt greiðsluskyldu okkar á höfuðstólnum-deilan snýst um vaxtaálagið... Nú er jafnvel talið að Landsbankaeignir erlendis fari yfir 100% af gildi höfuðstólsins.. Eru menn ekki glaðiðr ?

Sævar Helgason, 16.4.2010 kl. 23:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allir stjórnmálaflokkarnir hafa svikið þjóðina með einum eða öðrum hætti, flestir gezt handbendi fjármálamúgúla, látið þá kaupa sig og hafa sig í vasanum, og allir eru þeir einstakar geðluðrur og aumingjar, sem samþykkja ólögvarðar kröfur á hendur þjóðinni, þvert gegn skýrum, lagalegum rétti okkar.

Engu skaltu treysta, Sævar Helgason, um þessi 100% sem þú flaggar hér, það væri þá óvenjulegt gjaldþrot banka, ef þetta næðist. En ég spyr: Ertu þá glaður, ef svo reyndist, en að við yrðum samt sett í þann þrælaklafa að þurfa að borga hundruð milljarða króna í ólöglega vexti af þessari gerviskuld?! (Á þrjá mismunandi vegu að minnsta kosti væru þessi vextir ólöglegir.)

Jón Valur Jensson, 16.4.2010 kl. 23:53

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Enn heldur blekkingin með eignir Landsbankans áfram. Íslenskar fjölskyldur sem voru blekktar til þess að vera með allt sitt í "öryggi" fjárstýringar LÍ í Lúxemborg sem var fjársterkt vegna innistæða, þær fóru líklega á núll þar sem stjórnvöldum er mikið í mun að greiða allt í Icesave- hauginn.

Eign LÍ í hlutabréfum fyrirtækja sem voru tugi milljarða í mínus (sbr. Icelandic?) er náttúrulega engin eign, heldur skuld. Vonandi kemur skýrsla um gerðir þessarar ríkisstjórnar.

Ívar Pálsson, 17.4.2010 kl. 00:22

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, svo sannarlega, Ívar, ný rannsóknarskýrsla!

Jón Valur Jensson, 17.4.2010 kl. 00:59

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Umboðsleysi forsvarsmannanna er algert. Látum þessa ósvinnu ekki yfir okkur ganga, frekar en hina fyrri."

100% sammála.

Magnús Sigurðsson, 17.4.2010 kl. 08:00

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þið eruð meiri græningjarnir. Auðvitað verða þeir sem skrifa leikritið að finna einhvern endi sem þeir geta sætt sig við. Svo getiði bara kastað í þá tómötunum.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 14:14

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við tökum þessu, Gísli, eins og hverjum öðrum órökstuddum hnútum sem frá þér berast í þessu máli. En aldrei hefðum við unnið þorskastríðin með þessu móti.

Jón Valur Jensson, 17.4.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband