Íslenska leiðin í stað Icesave

Efnahagsástand Evrópu er á þann veg að Íslendingar halda vel andlitinu þótt Icesave- greiðslum sé áfram hafnað. Gylfi Magnússon fv. efnahags- og viðskiptaráðherra hélt enn áfram á RÚV í gær að segja Ísland eiga að „gera upp okkar mál“ til þess að „endurheimta trúverðugleika okkar á alþjóðavettvangi“.

Augljóslega er átt við Icesave- uppgjör til þess að kaupa okkur álit. En það er öðru nær að þess þurfi. Ákveðni í uppgjöri bankanna og gegn Icesave hefur minnkað óvissuna um fjármál ríkisins og lækkað skuldabyrði þess. Ef staðfest verður síðan að Icesave skellur ekki á ríkinu, þá er auðveldara að útvega fjármagn, ekki erfiðara.

En aftur að ástandinu í Evrópu: Hver af annarri hlaða Evrópuþjóðirnar á sig skuldum og ábyrgðum, þannig að ekkert verður við ráðið. Því hafa orðið til stífari reglur, þar sem bankarnir bera sín eigin tjón og ríkin þurfa fyrst að endurgreiða Evrópuaðstoð á undan flestu öðru.  Hún er því bjarnargreiði.

Því lægri skuldabyrði sem íslenska ríkið hefur, því meiri er trúverðugleiki okkar. Tuttugu þúsund milljarða króna skellurinn frá október 2008 á ekki að skella á ríkinu nema að mjög litlu leyti. Höfnum þessum og öllum Icesave- gjörningum sem fyrr og aukum þannig hagsæld okkar til framtíðar.

evropajadarinnlanin.png


mbl.is Þjóðaratkvæði í samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mér vitanlega hefur enginn banki í Evrópu fallið, þannig að fólk hafi tapað í stórum stíl almennum innstæðum.

Það gerðist ekki í tilviki Icesave, en það var ekki fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda, heldur breskra og hollenskra.

Ég hef rætt þetta mál við Hollendinga. Þeir eru nákvæmnismenn. Þetta mál er síður en svo gleymt þar.

Skeggi Skaftason, 13.12.2010 kl. 14:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Skeggi, nú fylgir með hér að ofan yfirlit mitt yfir skuldsetningu jaðarlanda Evrópu  upp út Wall Street Journal- grein. Krosstengslin eru svo mikil að enginn má bresta og er því haldið áfram á sömu braut ofhleðslu ábyrgða.

Það er rétt hjá þér að þetta gleymist ekki fljótt. Það eru bara ekki sömu bankarnir sem lána og áður. Sem lætur mann velta fyrir sér hvað erlendu kröfuhafarnir gera við leifarnar af íslensku bönkunum, með súrt bragð í munni!

Ívar Pálsson, 13.12.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband