Já eða nei?

Nú þarf að fara í sömu þrautagöngu og áður með Bjarna Benediktsson, að fá afgerandi svar frá Hönnu Birnu hvort hún vilji slíta ESB- aðlögunarferlinu án tafar.

Annars fer hún klassísku leiðina, að láta kjósa sig út á loðnar setningar og fer síðan eftir ísköldu hagsmunamati eða sannfæringu sinni, sem getur hentað Samfylkingunni vel í að viðhalda stöðnuðu þjóðfélagi í Evrópu- sósíal- demókratískum anda.

Hanna Birna og Bjarni, já eða nei við slitum ESB- aðlögunarferlis?


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þau eru bæði búin að segja afgerandi Nei við ESB, a.m.k. í orði.

Það háir Bjarna að hafa föndrað við evru-hugmyndir og verið hikandi í ESB málum í kjölfar hrunsins, sem og að hafa látið undan brusselskum hótunum í Icesave. Aðkoma hans að Vafningi háir honum líka, þótt hann sé hvorki eigandi né gerandi. DV spyr ekki að því en hefur áhrif á álit almennings.

Hanna Birna er ekki komin nema rétt með nefbroddinn fram í dagsljósið. Kannski gerir hún það viljandi að segja ekkert fyrr en 14 dögum fyrir fund svo "andstæðingar" hafi minni tíma til að rýna í borgarmálin. Hver er t.d. hennar hlutur í málum Orkuveitunnar? Hvaða árangri getur hún státað af sem leiðtogi í borgarmálum?

Það eru spennandi tíma framundan, eins og einhver sagði.

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 20:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála um að hún getur sleppt hálfvelgunni og verið afdráttalausari. T.D. Sjálfstæðisflokkurinn krefst þess að ferlinu verði slitið strax.

Það slæma við þessa frekjudós og stefnulausa peoplepleaser er að hún á ekki sæti á alþingi. Nokkuð sem ég tel talsvert veikleikamerki.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Einmitt! Nei eða já, af eða á?

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2011 kl. 04:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já eða nei dugar ekki líkamstjáningin þarf að fylgja.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.11.2011 kl. 14:42

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Hanna Birna kom síðan afgerandi fram eftir að þetta var ritað. NEI var við Icesave og ESB-umsókn. Hún bætti líka við að hún færi eftir landsfundarályktunum! Það eru þá 3 plúsar.

Ívar Pálsson, 4.11.2011 kl. 16:02

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú virðist Bjarni því þurfa að ítreka skýra andstöðu sína við ESB- aðildarferlið til þess að ná til sem stærstrar heildar. Ég vona að hann geri það, þá verður þetta meira spennandi.

Ívar Pálsson, 4.11.2011 kl. 16:05

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur bendir réttilega á að það hafi ekki komið í ljós, hver þáttur Hönnu Birnu hafi verið í málum Orkuveitunnar. Einhverra hluta vegna er ég líka mjög upptekin af einmitt þessu sama.

Það er eitthvað í minnis-pússluspilinu mínu, sem segir mér að eitthvað stemmi ekki í sambandi við blessunina hana Hönnu Birnu. Fólki er svo mikið stjórnað af óheiðarlegum valdaöflum.

Bjarni er að sjálfsögðu óþægilega mikið þvældur inn í eitthvað, sem enginn þekkir alveg til hlítar. En hann virkar, sem stefnufastur maður, og virðist vilja slíta sig frá gömlu spillingunni í Sjálfstæðisflokknum.

Öll réttlát og rökstudd gagnrýni hefur aldrei verið nauðsynlegri en nú.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2011 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband