Afgerandi niðurstöður Gallups

CapacentGallupRUVkaka201206

Niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup (birtar á RUV.IS) sýna hér glöggt afgerandi stöðu Sjálfstæðisflokks og slaka stöðu ríkisstjórnarinnar: Sjálfstæðisflokkur er rúmlega tvöfalt stærri en Samfylkingin og nær fjórfaldur á við vinstri Græn. Samt fellur eymdarstjórnin ekki, þar sem Hreyfingin heldur henni uppi á hækjum og enn eru nokkrir Framsóknarmenn sem virðast ekki sjá fréttamiðla um stöðu ESB- óskabarnsins, Suður- Evrópu og Evrunnar sundruðu.

Loksins talað skýrt 

Loksins þegar forysta Sjálfstæðiflokksins fór að tala skýrt í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu (í samræmi við vilja landsfundar) þá endurheimtist fylgið frá janúar 2008, fyrir hrun. Draugarnir sem skelltu flokknum niður á hnén í nokkur ár, daður við ESB (vegna Evru sem öllu átti að bjarga) og óákveðni vegna Icesave eru nú að fjarlægjast. Styrkir við flokkinn voru endurgreiddir , illu heilli, á meðan Samfylkingin vildi ekki eða gat ekki endurgreitt Baugi peningana.

Er einhver von um breytingu? 

Nú er allt orðið kýrskýrt: Vinstri óstjórnin aðhefst í óþökk þorra þjóðar sinnar nokkuð margt, sem erfitt verður að afgera. Engin von er til þess að fólkið í landinu mótmæli úr sumarbústaðnum í 20°C hita og sólskini, þótt skoðanir þess séu flestar á einn veg, að ríkisstjórnin fari frá. Ætli það verði ekki þá atburðirnir í Evrópu sem valdi því að breytingar hafist í gegn hér, eins og þegar Ísland hlaut sjálfstæði sitt forðum? Kannski þorir Össur ekki að segja Jóhönnu frá stöðunni þar ytra?

Niðurstöður næstu kosninga ættu að laga stöðu flestra. Amk. verður stefnan þá í átt til bata, ekki til doðans eins og nú.

CapacentGallupMai2012RUV

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að horfa á forsetaframbjóðendurna,þar sem þeir þrír sem ,stóðu, fyrir svörum,voru allir á móti inngöngu í ESb. Vona að verði Alþingiskosningar í sumar,þetta er bara ekki hægt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 23:45

2 identicon

Það er spurning hvernig hægri grænir muni svo koma inn í þetta.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband