Launaelítan með ESB- aðild

ESB Capacent jan 2013 skipt

Nokkur kaldhæðni felst í því að Samfylking (almennings!) tali helst fyrir ESB- aðild, þar sem hálauna- elítan er hörðust með aðild, sérstaklega í gegn um samtök eins og SI og Viðskiptaráð. Almennt eru 70% á móti ESB-aðild en 30% með henni, af þeim sem afstöðu tóku.

Tilgangsleysið í því að klára samningana sést t.d. með því að fylgismenn þess eru gallharðir í því að kjósa ESB- aðild, raunar 99% þeirra, skv. Capacent Gallup (sjá mynd). Allt tal þeirra um val og að kíkja í pakkann er blekking, þar sem þessi 30% Íslendinga, sem fylgjandi eru ESB- aðild, vilja nota þessa Krísuvíkurleið til þess að lauma aðild upp á Ísland. Á meðan er ljóst að andstæðingar aðildar vilja slíta ESB- „viðræðum“.

ESB Capacent jan 2013 70 30

Ef Samfylkingu, Bjartri framtíð og öðru ESB- fólki text að halda ESB- aðildarferlinu áfram, þá er alvarlegur lýðræðishalli í gangi. Ef hálauna- elíta á miðjum aldri í Reykjavík er skilin frá, þá er vilji almennings hvellskýr: Við viljum að ESB- aðlögun verði slitið strax!

Hér er skoðanakönnun Samtaka Iðnaðarins.

Smellið þrisvar á mynd til þess að fá fulla upplausn. 


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir frábæran pistil, Ívar.

Páll Vilhjálmsson, 15.3.2013 kl. 18:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk sömuleiðis, Páll fyrir margan góðan pistilinn. Þú sparar mér verkin, ert fyrri til og segir það sem segja þarf!

Ívar Pálsson, 16.3.2013 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband