Össur, kveiktu á erlendum fréttum!

Ossur med fidluna

Smáríkið Kýpur er þrefalt fjölmennara en Ísland, er í ESB og með Evru og er í rúst. Össur Skarphéðinsson, sem enn er utanríkisráðherra telur ennþá óumflýjanlegt að Ísland gangi í ESB og taki upp Evru!

Kveiktu á erlendum fréttum, Össur, ekki RÚV eða Stöð 2, heldur alvöru fréttum. Nú logar allt stafnanna á milli syðra á meðan þú spilar á fiðlu. Innistæðu- eigendur bíða spenntir eftir að komast í að gera áhlaup á bankana á Kýpur um leið og þeir opna, jafnvel þótt skattur hafi þegar verið lagður á inneignirnar, líka þær smæstu. 

ESB mun ekki koma Kýpur til bjargar. Ríkið vantar 19 milljarða Evra en fær kannski 10 milljarða, ef Kýpur samþykkir ofurskilmála með samdrætti til framtíðar að hætti Icesave.  Vextir á Kýpur rjúka upp en skipta nærri því ekki máli frekar en á Grikklandi þegar álíka kom upp þar.

En ofur- Evran hans Össurar mun að hans viti bjarga öllu hjá okkur: lækka vexti (!) og við færumst í faðm öruggs gjaldmiðils (!). 

Man enginn eftir því að Össur sagðist sjálfur ekki hafa hundsvit á fjármálum? 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ívar

Ég er farinn að hallast að því að þetta sé allt af yfirlögðu ráði gert, það á að koma okkur inn í ESB með upptöku evru, með góðu eða illu, í þeim tilgangi að leggja á íslenska þjóð þær álögur sem lagðar hafa verið á P.I.I.G.S. þjóðirnar, en líklega mun Frakkland verða næstir í að fá þær trakteringar sem fyrrgreindu þjóðirnar hafa fengið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2013 kl. 10:25

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takið eftir að Frakkar eða önnur stærri ríki EVRU svæðisins munu aldrei verða beitt öðrum eins trakteríngum og eignaupptöku og valdaelíta Brussel valdsins beitir nú Kýpverja.

Ástæðan er sú að Kýpur er smáríki og þau hafa ekki sama rétt og stóru ríkin í EvrópuSovétSambandinu !

Gunnlaugur I., 18.3.2013 kl. 10:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er hreinn viðbjóður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2013 kl. 17:50

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Nei nei nei, hann ætlar að taka upp íslensku krónuna í ESB í staðinn fyrir Evruna. Það er hann búinn að ákveða fyrir laungu síðan.

Eyjólfur Jónsson, 18.3.2013 kl. 21:58

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ennþá er það eina rétta sem við gerum er að ganga í ESB

Rafn Guðmundsson, 18.3.2013 kl. 22:44

6 Smámynd: Guðbrandur Brynjúlfsson

Frá mínum bæjardyrum séð er einfaldlega eitthvað ekki í lagi hjá og með þessu vesalings fólki sem hefur það sem trú að ESB aðild Íslands sé bjargráð fyrir land vort og þjóð um þessar mundir. Eftir því sem þjóðunum í Evrulandi fjölgar sem fara á hausinn vex ásókn þessa fólks á aðild Íslands að apparatinu. Er ekki eitthvað öfugsnúið við þetta?, er ekki eitthvað bogið við skoðanir þessa fólks? Hvaða heilvita maður vill æða inn í brennandi hús? ESB logar stafnanna á milli, en samt segja þeir ESB trúuðu að nú sé lag til inngöngu. Þetta er svo klikkað í mínum huga að ég á vart til orð til að lýsa,- verður mér þó sjaldan orða vant, þó segi sjálfur frá.Það vantar öll skynsamleg rök fyrir því ferli sem verið hefur í gangi v/ ESB og jafnframt fyrir áframhaldi þess.

Bubbi.

Guðbrandur Brynjúlfsson, 19.3.2013 kl. 00:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju fara Sjálfstæðismenn ekki að tala um stæsta aðlögunarmálið og rifja upp sögu þess? Stjórnarskrárfrumvarpið á sér rætur að rekja til inngönguþreyfinga í ESB. Án lykilbreytinga förum við ekki þar inn.

Í Janúar árið 2009 átti að fara með hraði inn í ESB taka upp Evru. Það fyrsta sem mönnum kom í hug þar var að bryta stjórnarskrá, sem var forgangsatriði. Menn ætluðu jafnvel að gera það með stjórnarskrárbroti og nota fordæmi Nato innleiðingar og EES. Menn voru í alvöru að ræða leið til þess að svindla þessu í gegn.

Framsóknarflokkurinn stöðvaði flanið með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðning við stjornaina að efnt yrði til Stjórnlagaþings og grasrótin látin ráða. 63 þjóðkjörnir fulltrúar. Sú kosning var síðar dæmd ógild en samt voru þeir 25 efstu valdir í stjórnlagaráð, sem voru 70% aðildarsinnar svo klækjabrögðin voru skiljanleg. Þetta var þó og er umboðslaus samkunda.

Markmiðið var í upphafi að ná fram framsalsákvæðum og færa þinginu ráðstöfunarvald yfir auðlindum til framsals undir spunamum þjóðareign. Látið var sem að hrunið hefði orðið vegna gallaðrar stjórnarskrár og alið á hatri ut í sjálfsðismenn, auðmenn og LÍÚ, svo fólk hélt virkilega að um það snerist málið.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Það segir alla söguna að Feneyjanefnd evrópuráðsins hefur síðasta orðið um þessa stjórnarskrá, af hverju ekki bara sovét eða USA? Af hverju eru þeir að móta stjórnarskránna?

Jú, þessar breytingar eru að þeirra frumkvæði og álit þeirra á óskapnaðinum er að ekki sé nóg að gert, við verðum ekki gjaldgeng nema að hnykkt verði frekar á framsalsákvæðum, sem þeir segja opin, loðin og fyrirvararnir of margir. Einnig fer áfríunarvald forseta í taugarnar á þeim auk þess sem þeir vildu helst sjá þingið með alræðisvald. Þannig er þeirra rapport.

Ástæðan fyrir því að stjórn Samfylkingarinnar er komin með kalda fætur og vill véla lengur um málið er að laga þessa " hnökra" en geta ekki sagt það. Það er nefnilega ekki búið að gera það sem lagt var upp með og var aðalatriði. Þessvegna er óskapnaðurinn þeim einskis nýtur og því er betra heima setið.

Þetta skilja ekki hinir heilaþvegnu vinstrimenn einu sinni. Og stjórnarskrárhipparnir geta ekki einu sinni svarað því af hverju við þurfum nýja stjórnarskrá. Það er búið að setja umræðuna í farveg hinna vondu og ríku gegn próletaríínu. Þetta er Orwellískt spunaský sem búið er að þyrla upp þar sem svart er hvítt og hvítt svart.

Er ekki kominn tími til að tala um þetta á þessum nótum? Eru þeir ekki að halda því fram að engin aðlögun sé í gangi og hlé á viðræðum?

Af hverju makka sjálfstæðismenn með þessu? Þeir vita hvernig í málinu liggur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 04:45

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það ekki Davíð sjálfur upp í þessa vegferð á sínum tíma? Hefur honumsnúist hugur eða ekki? Er þetta spuni af ykkar hálfu og aðeins spurning um hvor vængurinn hneppi vinabandið?

http://www.ru.is/ld/greinar-og-erindi/nr/10447

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband