Léttur, hlaðinn auka- farsími

Samsung GTE1080W

Frábært hjá Landhelgisgæslunni að bjarga manninum með því að miða út GSM. Þetta minnir mig á reglu sem ég held gjarnan í heiðri, að ferðast með auka- einfaldan, ódýran, hlaðinn farsíma í þéttum plastpoka, helst innan á mér vegna öryggis, en aðallega vegna kuldans á batteríið. Snjallsímavæðingin gerir það að verkum að ekkert verður kannski eftir af því álagsbatteríi snjallsímans þegar eitthvað kemur upp á, en hinn er bara til þess að tala í eða láta miða sig út.

Gott er að eiga frelsiskort í auka- símann, sem nýtist vel þegar hann er öllu jöfnu heima í eldhúsi, en þá geta krakkarnir og vinir hringt í það númer t.d. frítt hjá Nova án þess að eiga inneign. Svo er gott að hlaupa með létta símann til öryggis, maður finnur ekki fyrir honum.

Maður lendir í ákveðnum vítahring á fjöllum með snjallsímann: Gott er að hafa 112- appið og ýta á græna takkann  þegar lagt er í hann frá bíl og á lykilstað, en ekki læt ég GPS-ið verða virkt vegna batteríseyðslu. Kannski dugar að gera það virkt og svo óvirkt aftur, en í það ferli fer tími og batteríiseyðsla.

Alla vega, kaupið ykkur léttan, ódýran farsíma og frelsiskort. Ég er ekki á prósentum þarna!


mbl.is Gæslan miðaði síma mannsins út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband