Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna

Endalaust i hring

Ef varaflugbraut Reykjavíkur- flugvallar leggst af, þá verður hönnun Skerjafjarðar- hlutans að vera á forsendum íbúa þess hverfis, enda þrefaldast íbúafjöldinn þar við aðgerðina. Ríkjandi meirihluti í borgarstjórn hefur ekki trúverðuga sýn á það hvernig hverfið á að byggjast upp, þar sem allar áætlanir þeirra miðast við það að völlurinn sjálfur fari.

Samráð ekki til 

Hverfið er nú þegar án ýmissar grunnþjónustu, en ef bæta ætti um 1200-1500 manns þarna við, þá þarf virkilega að huga að hverjum þætti, með alvöru samráði, ekki einhverjum húrra- samkundum þar sem nokkrir íbúar rissa fljóthugmyndir upp á veggspjald eins og tíðkast hefur undanfarið með Vesturbæinn.

Lítill stuðningur 

Stuðningur við uppbyggingu þessa nýja hverfishluta er líkast til afar takmarkaður í Skerjafirði, en þó er viturlegast að byrjað sé á rafrænni kosningu, enda er fólk ekki yfirleitt fundaglatt og er þá mæting kannski 10-20%, sem er ekki fullnægjandi fyrir svona stórar breytingar.

Alvöru hverfi 

Ef nú er svo komið að varabrautin fari og Valshlutinn verður byggður upp, þá verður að fara í þessa ofangreinda forvinnu almennilega með Skerjafjörð og þar er fyrst spurt, á að reisa byggð þar? Ef svo fer, þá yrði t.d. að huga almennilega að samgöngum með göng undir flugbrautina að Öskjuhlíð og með skýrari alfararleið til vesturs meðfram flugbrautinni við Skerjafjörð. Hverfið þarf almennilegar tengingar við hverfið sitt, Vesturbæ, með beintengingu á Ægisíðu og strætóferðir á þá leið til KR- svæðisins og skólanna. Hverfið þyrfti sérstaka leikskóla og grunnskóla á fyrri stigum, en einnig verslanakjarna, sem ella er í margra kílómetra fjarlægð.

Kjósum völlinn sjálfan kyrran 

En aðaltilfinningin er sú að þessi hönnun Nýja Skerjafjarðar sé ekki á teikniborði SamBestu Björtu framtíðarinnar, því að þeirra teikning er með allan völlinn burt, sem Íslendingar samþykkja alls ekki. Þetta hverfi yrði því alvarlegt klúður á stærð við hundrað Hofsvallagötur. Höfum þetta í huga fyrir kosningarnar í vor. 


mbl.is Ný varabraut yrði öruggari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef bent á að það er hægt að bæta úr missi varabrautarinnar með því að gera nýja og styttri norður-suðurbraut og lengja austur-vesturbrautina til vesturs. .

Forsendan fyrir því er hins vegar að reisa ekki fyrst íbúðahverfi á brautarstæði nýrrar brautar og algert ábyrgðarleysi yrði að rjúka í það og eyðilegga með því vinnu nefndar Rögnu Árnadóttur um farsælustu lausnina á flugvallarmálinu.

Það verður að leyfa þeirri nefnd að klára sína vinnu en eyðileggja ekki fyrir henni.  

Ómar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband