Háa vexti og framkvæmdaleysi

Seðlabankinn er fastur í eigin hringiðu hárra vaxta. Hræðsla hans við verðbólgu eykur verulega ásókn spekúlanta í ofurháa vexti með góða tryggingu og lága áhættu. Í stað þess að rjúfa vítahringinn með því að lækka stýrivexti ætlar bankinn að bíða eftir meira atvinnuleysi og vel minnkuðum framkvæmdum og þá ekki strax, heldur eftir tímabil stöðnunar. Lántaka Íslendinga er mest í erlendum gjaldeyri og myndi ekki aukast með lægri stýrivöxtum hér. Það er með ólíkindum að Seðlabankinn kjósi háa vexti og framkvæmdaleysi yfir þjóðina og virðist þá ætla að verða að ósk sinni. Hljómar eins og þversögn, en er  veruleikinn.


mbl.is Of snemmt að fagna sigri í baráttunni við verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband