Allt byrjar sem hugmynd

Einhvers staðar dettur einhverjum eitthvað í hug og svo nokkrum árum síðar er stærðar virkjun og álver risið, sem tók til starfa á Reyðarfirði í gær. Það tók þor, afl, þraustseigju og trú á niðurstöðuna til að þetta mætti verða. Framkvæmdin er dæmi um styrk hugans, sem kemur böndum á efnið. Útkoman er feikna framkvæmd sem skapar hagsæld fyrir okkur öll.

Úrtölur

Á hinn bóginn eru niðurrifsöflin að verki, úrtölufólk sem tekst að draga slíka dulu fyrir augu Hafnfirðinga að þeir kjósa okkur öllum leið fram af björgum, annað hvort í nafni umhverfisverndar, sem er misnotaðasti blekkingarþáttur stjórnmála núna, eða í nafni baráttunnar gegn verðbólgu, þar sem ekki má framkvæma vegna hættunnar á ofvexti. Þessi hræðsla við velgengni er eins og að hætta við framkvæmd í fyrirtæki af því að óvíst yrði hvað gera ætti við hagnaðinn. Það er með ólíkindum að Davíð sjálfur, framkvæmdamaður Íslands númer eitt, skuli hafa hent nægilegu spreki á bálið með yfirlýsingu Seðlabankans, til þess að stækkun álversins fuðraði upp. Fyrir vikið verðum við af þeim vexti.

Eitthvað til þess að vinna úr 

Amma mín fyrir norðan fékk góða hugmynd að framtíð sinni forðum, bast afa mínum og núna eru rúmlega 200 afkomendur þeirra að njóta lífsins. Það var eins gott að úrtölumenn náðu ekki að stöðva hana við eitthvert barnið þrátt fyrir ómælt erfiði, því að þá væru ekki til þau sem á eftir komu, en þau urðu tólf alls. Eins var gott fyrir mig og mína að mamma hafi haldið áfram þótt hún hafi eignast sjö börn á ellefu árum og átt mig, áttunda barnið þegar það elsta var tólf ára. Ef hún hefði hlustað á varnaðarorðin, hvort það væri nú ekki komið nóg með sjö börn, þá værum við sex manneskjur ekki til. Umræðan um að nóg sé komið af hinu góða á sér yfirleitt ekki grundvöll. Það er auðveldara að vinna úr slíkum jákvæðum vandamálum heldur en að hafa ekkert til þess að vinna úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband