Verkföll valda jafnan tjóni

SvinTjón af völdum verkfalla er oft mest hjá þeim sem tengjast ekki baráttunni og geta engin áhrif haft á niðurstöðuna. Birgðasöfnun hjá kjúklinga- og svínabændum er gott dæmi, en kjötið er þeim verðlaust fljótlega eftir frystingu og geymslu, hvað þá í frystigámum. Hvernig haldið þið að mórallinn verði á milli bænda og dýralækna eftir að þar hefur verið "samið"? Bóndinn sem þarf að skipuleggja svínarækt sína mörg ár fram í tímann er settur á knén til þess að þrýsta á ríkið um launahækkun fyrir dýralækninn.

Kjötmarkaðinn riðlast í þó nokkurn tíma eftir verkfallið, þar sem koma verður út verðlitlu kjöti eða helst að farga því. Það kippir undan stoðum eðlilegs rekstrar og kröfur á ríkið aukast.

Nær væri að þeir sem starfa hjá ríkinu sættist á það við ráðningu að úrskurður um launadeilur verði hjá ákveðnum gerðadómi. Verkföll hæfa ekki nútímasamfélagi.


mbl.is 500 tonn af kjúklingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það ætti að vera öllum í hag að breyta þessu fyrirkomulagi,einnig málþófi á þingi,sem gerir lítið annað en að skapa andúð á stjórnmálamönnum. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2015 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband